Kjarnar - 01.05.1954, Blaðsíða 15

Kjarnar - 01.05.1954, Blaðsíða 15
Geoffrey Chaucer: Saga bústjórans — (Canterbury saga) — Utan við Trumpington, ekki langt frá Canterbury, rann á og yfir hana var brú — og við þessa á stóð mylla. — Og það er sem sé skærasti sannleikur, sem ég segi! Þar hafði lengi búið malari, sem var grobbinn og fasmikill eins og páfugl. Hann gat leikið á flautu og fiskað og bætt net og rennt leirker, og hann var duglegur að fljúgast á og hlaupa á skautum. Hann gekk með langt sax, og var blaðið gert úr xflug- beittu sverði, við belti sér bar hann fallegan rýting, og í buxna- vasanum hafði hann Sheffield- hníf; enginn þorði að hreyfa við honum fyrir sitt líf. Hann var kringluleitur með kartöflunef og nauðasköllóttur eins og api. Hann var mikill áflogaseggur; enginn þorði að leggja hönd á hann, því að hann sór, að hann skyldi slá þá til betlara. Hann stal kænlega miklu af korni og mjöli. Hann var kallaður Simkin hinn virðulegi. Kona hans var af tignum ættum; faðir hennar var prestur sveitaþorpsins. Hún lagði mikið af látúnsáhöldum inn í búið, þegar þau giftu sig, svo að Simkjn hafði nóg af slíku. Hún var alin upp í nunnu- klaustri, því að Simkin sagðist ekki vilja konu, sem ekki væri vel uppalinn og óspjölluð mey, svo að óðalið gæti haldizt í fjöl- skyldunni. Hún var stolt af sjálfri sér og reigingsleg eins og gæs. Það var stórkostleg sjón að sjá þau saman; á helgidögum gekk hann á undan henni með klút um höfuðið og í rauðum buxum; hún á eftir í rauðu milli- pilsi. Enginn af strákunum þorði að kalla hana annað en frú, og væri nokkur svo dj arfur að depla til hennar auga eða bara gera smávegis að gamni sínu, þá rak Simkin hann í gegn með saxinu eða rýtingnum eða vasahnífn- um. Því að afbrýðisamir menn eru alltaf hættulegir, að minnsta kosti vilja þeir gjarnan að kon- an þeirra haldi það — einkum Kjarnar — Nr. 35 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Kjarnar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarnar
https://timarit.is/publication/2065

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.