Kjarnar - 01.05.1954, Qupperneq 44

Kjarnar - 01.05.1954, Qupperneq 44
„Ég hef séð það samt,“ endur- tók Kitty stutt í spuna. „Það hefði annars verið svo gaman að fara svona í leikhús- ið,“ sagði hann hógvær, „og svo kannske svolítinn bita hjá þér fyrst ...“ „Hér hjá mér — í dag?“ hvæsti hún bálreið. „Það verður ekki af því!“ Hann svaraði sorgmæddur: „Það var líka of stuttur fyrir- vari. Mér þykir það leitt, Katrín — en veiztu ekki af góðri mat- sölu, þar sem við Jonna getum borðað?“ Hún hugsaði sig um andartak og nefndi svo nafn. Svo lagði hún heyrnartólið á og brosti meinfýsin á svip. í fyrsta lagi var þessi matsala í leiðinlegum húsakynnum; þar myndi vera mollulegt í sumarhitanum, og í öðru lagi var sósan þar einna líkust brúnleitu hveitilími. Það var annars undarlegt, áður virt- ist Róbert standa nokkurn veg- inn á sama, hvað hann lagði sér til munns, nú virtist allt snú- ast um mat. Hún hringdi til Kristjáns, sem var harðsoðinn piparsveinn og góðkunningi hennar, og fékk hann til þess að bjóða sér á þennan stað, sem hún var að enda við að benda Róbert á. Næstu klukkustundinni eyddi hún fyrir framan spegilinn! Jonna og Róbert sátu við borð úti í horni, þegar Kitty og fylgd- armaður hennar komu inn. — Jonna sá vel þesra hávöxnu, spengilegu stúlku í glæsilegum sumarkvöldkjólnum, en lét sem ekkert væri, og Róbert var nið- ursokkinn í að spæna upp í sig grænleitan vökva, sem átti víst að vera súpa. Kitty vissi, að honum þótti vond súpa, og þeg- ar hann ýtti frá sér diskinum, var hann nákvæmlega eins soltinn að sjá og venjulega. Allt í einu kom hann auga á Kitty, og það var næstum átak- anlegt að sjá, hvað lifnaði yfir honum og hann nærri því flaug að borði hennar. Kitty kynnti Kristján og spurði blíðlega: „Þótti þér góð súpan, Róbert?“ „0-nei,“ sagði hann og dró það við sig. „Það var svona eins og að reka tunguna út um glugga.“ Kitty skildist, að hún myndi hafa vanmetið smekk hans fyr- ir mat. Móðir hans hafði verið afbragðs matreiðslukona, og Róbert hafði líklega álitið það sjálfsagt, að fá aðeins bragðgóð- an mat að borða. En dósarétt- irnir í Ameríku höfðu víst sann- fært hann um, að munur getur verið á mat! Jonna kom að borðinu. Hún var súr á svipinn yfir því að sitja ein og dró enga dul á það. 42 Kjarnar — Nr. 35
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Kjarnar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarnar
https://timarit.is/publication/2065

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.