Kjarnar - 01.05.1954, Blaðsíða 58
eða gleði yfir því, að allt heppnaðist mér. Ég hugsaði ekki um neitt
nema það, að fá líkama minn til að deyja. Öll vitund mín vildi að-
eins þetta eina, og ég gekk að verki með sömu reglubundinni ná-
kvæmni og þegar múrari hleður vegg og leit, á mitt verk sem jafn
sjálfsagðan hlut og múrarinn mundi líta á sitt.
Eftir klukkustund var líkami minn dáinn allt upp að lendum —
og áfram hélt ég, lið fyrir lið, með að vilja sjálfan mig dauðan.
Það var fyrst, þegar ég kom að hjartanu, að ég varð dálítið hik-
andi og órór. Af ótta við að missa meðvitund, einbeitti ég viljanum
að því að halda þeim hluta líkamans dauðum, sem þegar var það.
Síðan skipti ég um starfssvæði og byrjaði á fingrunum. Aftur varð
hugsun mín skýr, og það gekk greiðlega að deyða handleggina upp
að öxlum.
Loks var allur líkami minn dauður, nema höfuðið og hjartað.
Högg og slög míns samanherpta hjarta tóku ekki lengur undir í
höfðinu á mér. Hjarta mitt sló reglulega, en veikt.
Ég reyndi við brjóstið og hjartað, sem sló svo hægt. Það tókst
samstundis. Ég hafði ekki framar brjóst né hjarta. Ég var aðeins
andi, sál, vitund, kallið það hvað þið viljið — bundinn þokukenndum
heila, sem var í stöðugri útþenslu, þrátt fyrir hauskúpuna, út fyrir
takmörk hennar.
Og svo var ég frjáls! í einu stökki flaug ég yfir þök fangelsisins
... upp til stjarnanna ...“
Þá kemur fangavörðurinn í eftirlitsferð og hrífur hann úr mók-
inu. En honum tekst að falla í dá aftur samstundis og hann er far-
inn.
„Ég vaknaði. Glaðvakandi var ég, þótt ég opnaði ekki augun. Og
takið vel eftir því, að ég var ekki undrandi á neinu því, sem nú fer
á eftir. Allt var mér eðlilegt og alveg eins og ég bjóst við. Þetta var
áreiðanlega ég sjálfur. En ég var ekki Darrell Standing... Ekki
hafði ég heldur hugmynd um, að neinn Darrell Standing væri til —
sem varla var við að búast, þar sem Darrell þessi Standing fæddist
nokkrum öldum seinna ...“
★
56
Kjarnar — Nr. 35