Kjarnar - 01.05.1954, Blaðsíða 65

Kjarnar - 01.05.1954, Blaðsíða 65
hefði varpað okkur upp á þetta ókunna og útskúfaða land. Jóhannes gamli Marteins hló og öskraði og sló sér á lær rétt eins og við hinir. Hendrik Hamel, kaldlyndur, fjarhuga og rólegur svarthærður Hol- lendingur með kolsvört augu, var jafn dásamlega brjálaður og við hinir og jós út silfrinu eins og hver annar drukkinn sjómaður til þess að kaupa meira mjólkurbrugg. Framferði okkar var hneyksl- anlegt, en eigi að síður færðu konurnar okkur drykkinn og allir íbúar þorpsins hópuðust saman til þess að horfa á ólætin í okkur. Ég er á því, að hvíti maðurinn hafi lagt undir sig heiminn vegna fífldirfsku sinnar og léttlyndis. Þessir eiginleikar eru honum í blóð bornir, þótt auðvitað komi líka til greina seigla hans og viðskipta- löngun. Þannig atvikaðist það, að Marteins skipstjóri, Hendrik Ha- mel og tólf hásetar drukku og létu öllum illum látum í fiskimanna- þorpinu, meðan vetrarstormarnir æddu yfir Gula hafið. Það lítið, sem við höfðum séð af landi og þjóð í Cho-Sen, var ekki til þess fallið að ganga í augu okkar. Væru hinir innfæddu yfirleitt eins og þessir aumingja fiskimenn, gátum við vel skilið, hvers vegna engir sjófarendur komu til landsins. En við áttum eftir að kynnast öðru. Þorpið stóð á eyju, og yfirvöld hennar hafa vafalaust sent boð til meginlandsins, því að einn góðan veðurdag vörpuðu þrjár stórar skútur með ráseglum akkerum úti fyrir. Þegar sendimenn stigu á land, lifnaði yfir Jóhannesi Marteins, því að nú gat aftur að líta silki. Þrekvaxinn Kóreubúi, í silkiklæð- um úr ljósu efni stóð þarna umkringdur auðmjúkum þjónum, sem einnig voru klæddir í silki. Ég fékk að vita, að hann hét Kwan Yung-jin, var yang-ban eða aðalsmaður og enn fremur landstjóri héraðsins. Hundrað hermenn voru líka komnir í land og gengu fylktu liði inn í þorpið. Þeir voru vopnaðir þríkvísluðum spjótum og bryn- tröllum, einn og einn var með vöndulbyssu, svo stóra og þunga, að tvo menn þurfti við hana, annan til þess að bera og koma fyrir þrí- fætinum, sem hlaupið átti að hvíla á, og hinn til þess að bera byss- una og skjóta úr henni. Eins og ég komst að seinna, þá hljóp skotið stundum úr þessum byssum og stundum ekki. Þannig ferðaðist Kwan Yung-jin. Höfðingi þorpsins skreið auð- mjúkur fyrir honum, af góðum og gildum ástæðum, eins og við komumst brátt að raun um. Ég gekk fram sem túlkur, því að ég hafði þegar lært hrafl í kóreönsku. Hann hnyklaði brýrnar og band- Kjarnar — Nr. 35 63
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Kjarnar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarnar
https://timarit.is/publication/2065

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.