Kjarnar - 01.05.1954, Blaðsíða 61
skipunum til þess að gerast sjómaður. Það er það, sem ég var —
hvorki yfirmaður né tignarmaður, heldur sjómaður, háseti, maður,
sem vanur var að strita og þola.
Ég var mikils virði fyrir Raa Kook — þess vegna naut ég konung-
legrar verndar hans. Ég kunni sem sé til járnsmíði og hið strandaða
skip okkar kom með fyrsta járnið til lands Raa Kooks. Stundum
fórum við tíu mílur til norðvesturs í kanóum til þess að sækja járn
úr flakinu. Skipsskrokkurinn hafði runnið niður af klettinum og lá
nú á fimmtán faðma dýpi. Og þangað niður sóttum við járnið. Þess-
ir innfæddu menn voru snillingar að kafa og vinna í kafi. Ég lærði
sjálfur að kafa á fimmtán faðma dýpi, en aldrei varð ég þeirra líki
í þeirri list. Á landi gat ég lagt að velli hvern þeirra sem var, vegna
krafta minna og enskrar þjálfunar. Ég kenndi þeim líka að skylm-
ast með kylfum, þar til leikurinn varð hreinn faraldur og höfuð-
kúpubrot allt annað en sjaldgæf.
En ég verð að fara fljótt yfir sögu, því að frásögn mín er ekki um
Adam Strang, skipbrotsmann á kóralla-eyju, heldur um þann Adam
Strang, sem seinna var nefndur Ji Yong-ik, hinn stórfenglegi, sem
eitt sinn var eftirlæti hins volduga Yunsans og elskhugi og eigin-
maður Oms prinsessu — af konungsættinni Min — og lengi var út-
lagi úr öllum borgum á ströndinni og betlari á þjóðvegum Cho-Sen.
(Já, þekkið þið það land? Það þýðir land morgunfriðarins. Kórea
er það kallað núna!)
Minnist þess, að það eru þrjár eða fjórar aldir síðan ég dvaldi á
kóralla-eyjum Raa Kooks sem fyrsti hvíti maðurinn þar. Þá var
sjaldgæft að sjá skip á þeim breiddargráðum. Vel hefði ég getað
lifað þar til æviloka í friði og vellíðan í eilífu sólskininu, ef Sparwehr
hefði ekki komið. Sparwehr var kinnungabreið hollenzk skúta, sem
hætti sér út á hin ókunnu höf handan Indlands í leit að nýjum ger-
semum. En hún fann mig í þeirra stað — og ég var allt og sumt,
sem hún fann.
Ég hef víst þegar sagt frá því, að ég var kátur, gulskeggjaður ná-
ungi, þrátt fyrir risavöxt minn aðeins drengur, sem aldrei hafði
orðið fullorðinn. Án þess að finna svo mikið sem smásting í hjarta
yfirgaf ég Raa Kook og hans dásamlega land, þegar búið var að
fylla vatnsgeyma Sparwehrs, yfirgaf Lei-Lei og allar systur henn-
ar blómsveigum skreyttar, og með bros á vör og gamalkunna og
Kjarnar — Nr. 35
59