Kjarnar - 01.05.1954, Blaðsíða 61

Kjarnar - 01.05.1954, Blaðsíða 61
skipunum til þess að gerast sjómaður. Það er það, sem ég var — hvorki yfirmaður né tignarmaður, heldur sjómaður, háseti, maður, sem vanur var að strita og þola. Ég var mikils virði fyrir Raa Kook — þess vegna naut ég konung- legrar verndar hans. Ég kunni sem sé til járnsmíði og hið strandaða skip okkar kom með fyrsta járnið til lands Raa Kooks. Stundum fórum við tíu mílur til norðvesturs í kanóum til þess að sækja járn úr flakinu. Skipsskrokkurinn hafði runnið niður af klettinum og lá nú á fimmtán faðma dýpi. Og þangað niður sóttum við járnið. Þess- ir innfæddu menn voru snillingar að kafa og vinna í kafi. Ég lærði sjálfur að kafa á fimmtán faðma dýpi, en aldrei varð ég þeirra líki í þeirri list. Á landi gat ég lagt að velli hvern þeirra sem var, vegna krafta minna og enskrar þjálfunar. Ég kenndi þeim líka að skylm- ast með kylfum, þar til leikurinn varð hreinn faraldur og höfuð- kúpubrot allt annað en sjaldgæf. En ég verð að fara fljótt yfir sögu, því að frásögn mín er ekki um Adam Strang, skipbrotsmann á kóralla-eyju, heldur um þann Adam Strang, sem seinna var nefndur Ji Yong-ik, hinn stórfenglegi, sem eitt sinn var eftirlæti hins volduga Yunsans og elskhugi og eigin- maður Oms prinsessu — af konungsættinni Min — og lengi var út- lagi úr öllum borgum á ströndinni og betlari á þjóðvegum Cho-Sen. (Já, þekkið þið það land? Það þýðir land morgunfriðarins. Kórea er það kallað núna!) Minnist þess, að það eru þrjár eða fjórar aldir síðan ég dvaldi á kóralla-eyjum Raa Kooks sem fyrsti hvíti maðurinn þar. Þá var sjaldgæft að sjá skip á þeim breiddargráðum. Vel hefði ég getað lifað þar til æviloka í friði og vellíðan í eilífu sólskininu, ef Sparwehr hefði ekki komið. Sparwehr var kinnungabreið hollenzk skúta, sem hætti sér út á hin ókunnu höf handan Indlands í leit að nýjum ger- semum. En hún fann mig í þeirra stað — og ég var allt og sumt, sem hún fann. Ég hef víst þegar sagt frá því, að ég var kátur, gulskeggjaður ná- ungi, þrátt fyrir risavöxt minn aðeins drengur, sem aldrei hafði orðið fullorðinn. Án þess að finna svo mikið sem smásting í hjarta yfirgaf ég Raa Kook og hans dásamlega land, þegar búið var að fylla vatnsgeyma Sparwehrs, yfirgaf Lei-Lei og allar systur henn- ar blómsveigum skreyttar, og með bros á vör og gamalkunna og Kjarnar — Nr. 35 59
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Kjarnar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarnar
https://timarit.is/publication/2065

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.