Kjarnar - 01.05.1954, Side 49

Kjarnar - 01.05.1954, Side 49
Dr. med. Richard H. Hoffmann: Þrír harðstjórar, sem eyðileggja taugakerfi vort Úr Ameriean Weekly. í dálkinum: „Dauðsföll“, í blaðinu, sem ég var að lesa, horfði ég um stund á myndina af Bill Jones. Hann var framúr- skarandi dugmikill kaupsýslu- maður. Til mín hafði hann kom- ið fyrir nokkrum mánuðum. Hann var um fertugt og þjáði hann bæði höfuðverkur og svefnleysi. Hann hafði litla mat- arlyst og hækkandi blóðþrýst- ing. En það var ekki hægt að sjá nein veikindamerki á líf- færum hans. Nokkrum dögum eftir að hann hafði leitað ráða hjá mér, skrapp ég inn á skrif- stofu hans til þess að ganga úr skugga um það, hvernig vinnu- brögð hans væru. „Það gengur ekkert að yður, sem þér sjálfur getið ekki lækn- að,“ sagði ég. „Sannleikurinn er sá, að þér eruð komnir í klærn- ar á hinum þrem harðstjórum vorra tíma. En þeir heita: sím- inn, klukkan og dagatalið. Einn góðan veðurdag koma þeir yður í gröfina.“ Og nú var svo komið, er ég hafði spáð. Samskonar aðvörun gaf ég slitinni og önnum kafinni, eldri konu. Hún kom til mín og kvartaði yfir því, að hún hefði fengið alla sjúkdóma, sem ganga í heiminum. Eftir að ég hafði rannsakað konuna gaumgæfi- lega, gat ég ekki bent á neinar líkamlegar orsakir til þessarar eymdar konunnar. Hún lýsti sínum daglegu störfum. Og sam- kvæmt þeirri lýsingu var hún önnum kafin allan daginn við ótal störf, og hafði hraðan á. Hún var allt af á þönum. Hún þaut t. d. afar .oft frá eldhús- störfunum í símann. Hann Kjarnar — Nr. 35 47

x

Kjarnar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarnar
https://timarit.is/publication/2065

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.