Kjarnar - 01.05.1954, Page 54

Kjarnar - 01.05.1954, Page 54
„Þetta er sakamálalögreglan,“ sagði einn þeirra. „Þér eruð grunaðir um að hafa stolið leyniskjölunum. Við verðum að rannsaka íbúð yðar.“ „Ég stolið skjölunum? Herr- ar mínir, þér gætuð eins vel á- sakað mig um að hafa rænt úr Louvre!“ Mennirnir brostu drýginda- lega. Tveir lögregluþjónar héldu honum, meðan hinir fóru að róta í skúffum og skápum eft- ir fullkomnustu lögregluaðferð- um. Puvier reyndi að brosa. „Ég dáist að list ýðar, herrar mínir! Snilligáfu yðar og þefvísi! — Hvernig hafið þér fengið þá hlægilegu hugmynd, að ég — alsaklaus húsameistari, sem lifi aðeins fyrir starf mitt — færi að stela þessum bannsettum leyni- skjölum?“ í vinnustofunni var nú óskap- legt umhorfs. Allt var á tjá og tundri. Puvier endurtók spurn- inguna. „Svarið þið mér!“ „Ef þér viljið endilega vita það: Okkur var sagt í síma að þér væruð þjófurinn.“ — Puvier hló. „Það hefur verið einhver háðfuglinn, sem hefur leyft sér grátt gaman.“ „Það mun koma í ljós,“ sagði foringinn. Puvier var orðinn rólegri. Hann fylgdist með starfi lög- reglunnar með. bros á vör. „Ætli það sé ekki bezt að þið gáið inn í ofnrörið líka,“ sagði hann. Þeir lofuðu honum að tala sem hann vildi, þeir rannsök- uðu allt og lýstu inn í alla króka, en fundu engin skjöl. — Húsrannsóknin hafði þegar stað- ið yfir í klukkustund. Á skrif- borðinu hrúguðust upp skjöl og teikningar Puviers. Svo hrópaði einn lögregluþjónninn inn úr hliðarherbergi: „Foringi —■ hér er rautt bréfa- veski! Vel falið, það verð ég að viðurkenna! Trésmiðurinn hef- ur gert neðstu skúffuna í drag- kistunni svolítið styttri en hin- ar. Bak við þetta skúffu lá bréfa- veskið!“ Puvier þaut upp með ópi miklu: „Það eru teikningarnar að nýju uppgötvuninnf minni! Enginn má fá neitt um hana að vita!“ Foringinn glotti. Hann þreif bréfaveskið og opnaði það. Eftir að hafa skoðað skjölin sagði hann vonsvikinn: „Þér segið satt. Þetta eru ekki leyni- skjölin. Og viðvíkjandi uppgötv- un yðar, herra Puvier, þá hafið þér ekkert að óttast. Ég mun þegja. Munið embættiseið minn. Og svo, herrar mínir, rannsókn- in heldur áfram!“ Alfred Puvier tók nú með ró- 52 Kjarnar — Nr. 35

x

Kjarnar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarnar
https://timarit.is/publication/2065

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.