Kjarnar - 01.05.1954, Side 38
aðeins ein hugsun komizt að hjá
henni. Að koma nógu snemma
til þess að stöðva Michael. Og
nú var það of seint.
„Við förum yfir í flugturninn.
Hann heldur sig yfir flugvellin-
um, þar til hann fær nánari fyr-
irmæli. Þér getið talað við hann,
ef þér endilega viljið.“
★
Hún stóð við stóran glugga
flugturnsins og horfði á sól-
gylltan silfurskrokk vélarinnar
í heiðskíru loftinu.
Born hafði gripið mikrofón-
inn og kallaði á Michael. Hún
heyrði rödd hans í hátalaranum.
Það var málmhljómur í rödd-
inni í hávaðanum frá hreyflin-
um, en hún var róleg og eðlileg.
Hún gat séð á Born, að honum
létti cg leit svo á, að það væri
hún, sem eitthvað væri að.
Hún tók við mikrofóninum.
„Michael, það er Anna. Þú verð-
ur að koma niður. Þú ert ekki
frískur. Ég hef talað við Born.“
Hún horfði á flugvélina, meðan
hún talaði, svo heyrðist rödd
Michaels. „Þakka þér fyrir,
góða, en mér líður vel nú. Ég
lendi bráðum — og flýg svo
aldrei oftar.“
Þau stóðu og horfðu á,
hvernig hann fór hærra og
hærra. Hún sneri sér í örvænt-
ingu að Born: „Getið þér ekki
stöðvað hann?“
Hann horfði meðaumkunar-
fullur á hana cg leiddi hana út
í eitt hornið á salnum. „Jú,
Anna,“ sagði hann. „Ég get
stöðvað hann. En hann er sá
eini, sem í dag getur flogið
reynsluflug í P407. Það tekur
langan tíma að þjálfa nýjan
flugmann, svo að hann geti veitt
okkur þær upplýsingar, sem við
óskum. Ég þarf ekki að segja
yður, að stór loftfloti er örugg-
asta tryggingin fyrir friði. Há-
marksframleiðsla af P 407 þýðir
máske það, að aldrei framar
verði stríð. Viljið þér krefjast
þess, að ég fyrirskipi Michael að
koma niður, þegar hann segir
sjálfur, að sér líði vel? Ég veit
að yður líður bölvanlega, en eft-
ir hálfa klukkustund á hann að
vera lentur. Hann kemur inn yf-
ir völlinn og tekur síðustu dýf-
una, áður en hann lendir.“
Georg hafði víst farið. Hún
saknaði hans nú. Hún þarfnað-
ist hjálpar hans. „Síðasta dýfan,
sem Boín hafði nefnt, var það,
sem í Hollywood-kvikmyndum
var kallað „dýfan mikla“. Mic-
hael hló alltaf að þessum kvik-
myndum. En væri nú í raun og
veru eitthvað í ólagi með stélið!
Þetta var mesta þolraun, sem
hægt var að leggja á flugvél, að
steypa henni úr 12 þúsund
metra hæð og rétta hana ekki
við fyrr en í tvö hundruð metra
36
Kjarnar — Nr. 35