Kjarnar - 01.05.1954, Blaðsíða 53
að þeim. Aðgæta samankreistan
munninn og hið ófagra, þreytu-
lega og „spennta" andlit. Feg-
urðarmeðöl geta ekki stökkt ó-
vinum fegurðarinnar á flótta.
Gaumgæfileg sjálfsrannsókn,
getur, ef til vijl, bundið enda á
tilhneigingu okkar til þess að
koma með afsakanir viðvíkj-
andi eirðarleysi okkar og vinnu-
hraða. Afsakanrnar eru oftast á
þessa leið: „Skyldan býður að ég
ljúki þessu á tilsettum tíma. Ég
get ekki þolað að þetta dragist.
Menn verða þó að hugsa um
framtíðina.“
Æfið yður í því, að láta ekki
ringulreið þá, sem umhverfis
yður er ríkjandi, hafa áhrif á
yður. Þótt þér séuð önnum kaf-
in, megið þér ekki láta hjá líða,
að hugsa um eitthvað skemmti-
legt og'þægilegt, annað slagið.
Skáldið Edwin Markham seg-
ir á einum stað: „Hinir ofsaleg-
ustu hvrifilbyljir hafa ætíð ró-
legt svæði í miðjunni.11
Við höfum öll þvílíkt svæði,
eða blett í hugarfylgsnum okk-
ar, þrátt fyrir alla storma, er
umhverfis okkur geisa.
Jóh. Scheving þýddi.
Fokvondur maður: — Er það satt að
blaðið hafi kallað mig stórsvindlara?
Ritstjórinn: — Ómögulegt! Við flytj-
um ekki annað en nýjustu fréttir.
Fritz Ruzicka:
Húsrannsókn
Öll blöðin birtu stórfréttina
um stuld leyniskjalalnna með
risavöxnum fyrirsöögnum. —
Þetta var ráðgáta, lögreglan stóð
ráðþrota, menn óttuðust stjórn-
málaflækjur. Lögreglan vann af
ofurkappi, hvert minnsta atvik
var nákvæmlega rannsakað,
verðlaunum var heitið fyrir mik-
ilsverðar upplýsingar, og á
nokkrum dögum höfðu verð-
launin hækkað svo gífurlega, að
alíir Parísarbúar léku leynilög-
reglumenn og tóku þátt í rann-
sóknunum.
Alfred Puvier gekk óþolin-
móður um gólf í vinnustofu
sinni. Hann greip um ennið,
braut heilann ákaft, stundi við.
Svo hringdi síminn.
„Já, Alfred hér! Nei, hafðu
svolitla þolinmæði. Hraðlestin
fer nú ekki fyrr en eftir tvær
klukkustundidr. Hvað? Já, ég
skal hringja til þín seinna ...“
Puvier lagði heymartólið á
— og í sama bili var barið að
dyrum. Hann lauk upp. Úti fyr-
ir stóðu fimm einkennisklædd-
ir lögregluþjónar og nokkrir
menn í venjulegum fötum.
Kjarnar — Nr. 35
51