Kjarnar - 01.05.1954, Side 23
Andar háíjallanna
Smásaga frá Tíbet.
í dögun fór aftur að hvessa.
Kaldur sem andvari frá eilífð-
inni átti vindurinn upptök sín
einhvers staðar bak við háslétt-
una, sem girt var fjöllum í
fjarska, er stóðu eins og svart,
steingert brim út við sjóndeild-
arhring. Sólin varpaði fölum
bjarma, sem minnti á rökkur,
gegnum slæðu þá af sandi og
snjó, sem stormurinn bar með
sér. Sandurinn krafsaði eins og
rándýrsklær í tjald úr yakuxa-
skinni, sem reist var inni á miðj-
um öræfunum, þar sem stór-
hríðin geisaði. Inni í tjaldinu, í
svartamyrkri, lá maður og kona
og hlustuðu á hamfarir storms-
ins. Hvað var langt síðan þau
höfðu reist tjaldið hér, að fram
komin af þreytu? hugsaði John
Finlay. Hann hélt í hönd Ericu
í myrkrinu, húð hennar var þur
eins og eyðimerkursandur og
öll sprungin og skrámuð. Hún
skalf af kulda.
— Heldurðu að við deyjum
nú? spurði hún lágt.
Kjarnar — Nr. 35
21