Kjarnar - 01.05.1954, Síða 21

Kjarnar - 01.05.1954, Síða 21
hann var harðfrískur, alveg trylltur. — Svona nutu þessir tveir náungar lífsins, þar til han- inn gól í þriðja sinn. Allan vaknaði í dögun eftir vel unnið starf um nóttina, og sagði: „Vertu sæl, Malin, elsku hjartað mitt, nú fer að lýsa af degi og ég get ekki verið hér lengur. En alltaf, hvar sem ég fer, gangandi eða ríðandi, þá er ég þinn eiginn klerkur, svo dá- samleg var samvist okkar.“ „Farðu nú, ástvinur minn,“ sagði hún, „og líði þér vel. En áður en þú ferð, ætla ég að segja þér svolítið. Þegar þú ferð heim frá myllunni, geturðu fundið rétt fyrir innan bakdyrnar köku úr hálfri skeppu af mjöli, hún er bökuð úr þínu eigin mjöli, sem ég hjálpaði föður mínum til að stela. Og farðu nú, elsku vinur minn, og guð geymi þig.“ Og er hún hafði þetta mælt, var hún gráti nær. Allan stóð upp og hugsaði með sér: „Áður en birtir, ætla ég að skríða niður undir hjá félaga mínum,“ og rak höndina í vögg- una. „Það veit guð,“ hugsaði hann, „ég er búinn að fá svima eftir næturvinnuna og er farinn að villast, hér liggur malarinn og kerlingin hans.“ Og hann gekk svo sem tíu áln- ir að rúminu, þar sem malarinn svaf. Hann hélt hann vera Jón félaga sinn, vatt sér upp í til hans, hristi hann og sagði lágt: „Þú, Jón, svínshaus, vaknaðu í allra heilagra nafni og hlustaðu á nokkuð sniðugt. Því að við heilagan James, þá hef ég þrisv- ar á þessari stuttu stund fengið sönnun þess, hve dásamleg dótt- ir malarans er, á meðan þú hef- ur legið hér í hræðslu og vesal- dómi.“ „Falska skækja!“ grenjaði malarinn, „þú hefur — a-a-a — falski klerkur, fantur og svik- ari,“ öskraði hann, „þú skalt ekki þurfa að kemba hærurn- ar, með guðs hjálp! Hver dirfist að snerta dóttur mína, af svo tignum ættum,“ og hann þreif í barkakýlið á Allan, en hann sneri sig af malaranum og rak hnefann á nasir honum, svo að blóðið féll niður um hann allan. Nef og varir sprungu, þeir velt- ust um gólfíð sem grísir í poka. Og þeir ruku upp á ný og strax í gólfið aftur og upp enn, þar til malarinn steytti fót sinn við steini. Hann féll á bak aftur of- an á konu sína, sem ekki vissi neitt um þessa hetjulegu bar- áttu, því að hún hafði fallið í blund hjá Jóni klerki, sem hafði vakað alla nóttina; en við fallið vaknaði hún við vondan draum: „Hjálp, heilagi kross í Brome- holm,“ veinaði hún, „in manus tuas, herra, hjálp, segi ég! Kjarnar — Nr. 35 19

x

Kjarnar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarnar
https://timarit.is/publication/2065

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.