Kjarnar - 01.05.1954, Page 39

Kjarnar - 01.05.1954, Page 39
hæð frá jörðu. Væri eitthvað að stélinu, myndi það koma í ljós á þessum fáu, ískyggilegu sek- úndum, þegar vélin var rétt við. Hátt yfir höfði sér heyrði hún dyninn frá flugvélinni, sem steypti sér. Allir í salnum reyndu að verða fyrstir til að koma auga á hana. Gnýrinn hamraði í höfði hennar. Svo var einhver, sem benti á ljósrák, sem skaust til jarðar tvo kílómetra utan við flugvöllinn, og hún heyrði sagt: „Nú verður hann að rétta hana við!“ Æsingin var óþolandi. Það var sem hjarta hennar hætti að slá. Hún sá eitthvað þeytast út frá flugvélinni. Slöngvisætið! Mennirnir í salnum tóku andann á lofti, og langt í fjarska heyrði hún ókunna rödd hrópa: „Stél- ið!“ og sína eigin rödd, sem hróp- aði: „Michael!“ Hún fann að hún féll, og að sterkar hendur gripu hana. Hún heyrði rödd Georgs. „Sjáðu,“ sagði hann, „sjáðu!“ Henni var að verða óglatt, og hún sá eins og í móðu eftir bend- ingu Georgs hvítan depil í loft- inu. Menn vörpuðu öndinni létt- ar í salnum. Hvíti depillinn var þar, sem flugvélin hafði verið andartaki áður. Hann seig hægt til jarðar. Michael var hólpinn! Endir. ANDAR HÁFJALLANNA Framh. af bls. 27. Ericu-, sem búið var að bera út úr tjaldinu og vefja í hlýjar á- breiður. Gurkha nokkur var að kveikja bál og hita dós af kjötseyði eftir skipun læknis- ins. — Mr. Finlay? sagði Karam liðsforingi. John svaraði ekki. En þeir sáu að allt í einu kom skelfingarsvipur á andlit hans. Hann benti á eyrun. — Grípið hann, áður en hann fellur! skipaði herlæknirinn hvasst. — Hann hefur allt í einu orðið þess vís, að hann hefur misst heyrnina. Hann er alveg heyrnarlaus eins og stendur. Það gerir næturkuldinn, erfið- ið og þunna loftið. Það lagast á nokkrum vikum. Þeir stukku til hins örmagna manns og studdu hann. — Hefur hann ekki einu sinni getað heyrt sín eigin köll! hrópaði Karam. — Það var að heyra eins og þegar dýr er í hættu statt. Læknirinn kinkaði kolli. — Einmitt. Angistin, tauga- stríðið og allt það. En hann jafn- ar sig. Lítið framan í þessi tvö, þau hafa eitthvað að lifa- fyrir! ★ K.jarnar — Nr. 35 • 37

x

Kjarnar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarnar
https://timarit.is/publication/2065

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.