Kjarnar - 01.05.1954, Blaðsíða 39

Kjarnar - 01.05.1954, Blaðsíða 39
hæð frá jörðu. Væri eitthvað að stélinu, myndi það koma í ljós á þessum fáu, ískyggilegu sek- úndum, þegar vélin var rétt við. Hátt yfir höfði sér heyrði hún dyninn frá flugvélinni, sem steypti sér. Allir í salnum reyndu að verða fyrstir til að koma auga á hana. Gnýrinn hamraði í höfði hennar. Svo var einhver, sem benti á ljósrák, sem skaust til jarðar tvo kílómetra utan við flugvöllinn, og hún heyrði sagt: „Nú verður hann að rétta hana við!“ Æsingin var óþolandi. Það var sem hjarta hennar hætti að slá. Hún sá eitthvað þeytast út frá flugvélinni. Slöngvisætið! Mennirnir í salnum tóku andann á lofti, og langt í fjarska heyrði hún ókunna rödd hrópa: „Stél- ið!“ og sína eigin rödd, sem hróp- aði: „Michael!“ Hún fann að hún féll, og að sterkar hendur gripu hana. Hún heyrði rödd Georgs. „Sjáðu,“ sagði hann, „sjáðu!“ Henni var að verða óglatt, og hún sá eins og í móðu eftir bend- ingu Georgs hvítan depil í loft- inu. Menn vörpuðu öndinni létt- ar í salnum. Hvíti depillinn var þar, sem flugvélin hafði verið andartaki áður. Hann seig hægt til jarðar. Michael var hólpinn! Endir. ANDAR HÁFJALLANNA Framh. af bls. 27. Ericu-, sem búið var að bera út úr tjaldinu og vefja í hlýjar á- breiður. Gurkha nokkur var að kveikja bál og hita dós af kjötseyði eftir skipun læknis- ins. — Mr. Finlay? sagði Karam liðsforingi. John svaraði ekki. En þeir sáu að allt í einu kom skelfingarsvipur á andlit hans. Hann benti á eyrun. — Grípið hann, áður en hann fellur! skipaði herlæknirinn hvasst. — Hann hefur allt í einu orðið þess vís, að hann hefur misst heyrnina. Hann er alveg heyrnarlaus eins og stendur. Það gerir næturkuldinn, erfið- ið og þunna loftið. Það lagast á nokkrum vikum. Þeir stukku til hins örmagna manns og studdu hann. — Hefur hann ekki einu sinni getað heyrt sín eigin köll! hrópaði Karam. — Það var að heyra eins og þegar dýr er í hættu statt. Læknirinn kinkaði kolli. — Einmitt. Angistin, tauga- stríðið og allt það. En hann jafn- ar sig. Lítið framan í þessi tvö, þau hafa eitthvað að lifa- fyrir! ★ K.jarnar — Nr. 35 • 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Kjarnar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarnar
https://timarit.is/publication/2065

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.