Kjarnar - 01.05.1954, Page 50

Kjarnar - 01.05.1954, Page 50
hrin'gdi í sífellu. Konan var í mörgum félögum, og sótti fjölda funda. Eigi að síður hafði hún tíma til þess að ergja sig yfir því, hve litla peninga hún fékk til heimilisþarfa og kvarta um, hve annríkt hún ætti. Hún bar afar mikinn kvíða fyrir framtíð- inni. Svo mikinn, að henni lá við sturlun. Ég sagði henni, að það eina, sem þjáði hana væri síminn, klukkan og dagatalið. „Ef þér látið þessa þrjá harðstjóra. ná tökum á yður, munuð þér veikj- ast innan skamms, af einhverj- um sjúkdómi,“ mælti ég enn fremur.“ Konan hlustaði óþolinmóð á ráðleggingar mínar um það, með hverju móti hún gæti hlíft sér meira en hún gerði. Hún gekk hnarreist og full gremju út frá mér. Hún hafði átt von á, að ég spýtti í hana hormónum, eða segði hana ganga með einhvern sálfræðilegan sjúkdóm. — Sex mánuðum síðar veiktist hún af nýrnasjúkdómi og dó úr honum, eftir stutta sjúkrahúsvist. Mörg þúsund manna, sem ár- lega deyja úr „hypertoni“, „angina pecloris", maga- og meltingarsjúkdómum, og fleiri veikindum, eiga sjálfir sök á dauða sínum eins og Bill Jones og fyrrnefnd kona. Sjúkrahúsinu eru full af taugaveikluðu fólki, og flest af því hefir veikst vegna þess, að það hefir ekki haft vald á til- finningum sínum. Angist, ör- vænting, óánægja, ótti og von- brigði, hafa lagt margt manna í rúmið. Við venjum okkur á margt, sem slítur taugunum. Við ergjum okkur af smámun- um, það veiklar bæði líkama og sál og gerir lífið leiðinlegt. Eftir fjörutíu ára læknisstörf og taugalækningar, er ég full- viss um það, að spenningurinn, sem í okkur er, og er okkur að kenna, verðum við sjálf að lækna. Ég er einnig fullviss um það, að þeir, sem þjást af á- hyggjum, og eru taugaveiklaðir, þurfa að segja hinum þrem harð- stjórum stríð á hendur. En þeir eru, sem fyrr segir: síminn, klukkan og dagatalið. Harðstjórn símans er einkum í því fólgin, að hann grípur fram í störf vor, og veldur töfum og skerðir hvíldarstundirnar. Það er ekki vegna hroka, að margir meiri háttar karlar og konur vilja ekki láta nafn sitt standa í símaskránni. Þetta fólk vill ekki láta eyðileggja taugar sínar með endalausum hring- ingum og samtölum um lítilfjör- leg málefni. Fáir hafa efni á því, að hafa ritara, sem tekur talsímaáhaldið og svarar fyrir okkur og símar, 48 Kjarnar — Nr. 35

x

Kjarnar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarnar
https://timarit.is/publication/2065

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.