Kjarnar - 01.05.1954, Page 62

Kjarnar - 01.05.1954, Page 62
lengi þráða lykt af tjöru og sjóseltu í nefinu sigldi ég burt undir stjórn Jóhannesar Marteins skipstjóra, ennþá einu sinni sem háseti. Þetta var dásamlegur leiðangur með Sparwehr gömlu. Við leit- uðum landa, þar sem hægt væri að fá silki og kryddvörur. Við fundum hitasóttir, bráðan dauða, pestarbæli í paradísarskrúði, þar sem dauði og fegurð bjuggu hlið við hlið. Skipstjórinn gamii, sem ekki hafði neista af rómantík í sínum ferhyrnda, þykka og steingerða hausi, hann leitaði að hinum frægu Salómonseyjum, gullnámunum í Golcondas — já, hann leitaði meira að segja að hinu gamla, sokkna Atlantis, sem hann bjóst við að finna einhvers staðar á floti. En þess í stað fann hann aðeins mannætur, sem voru hausaveiðarar og bjuggu í trjánum. Við gengum á land á undarlegum eyjum með rjúkandi eldfjöll- um, þar sem smávaxnir apamenn ýlfruðu í myrkviðnum, stráðu þyrnum á stígana og grófu í þá tálgryfjur og blésu yfir okkur eitr- uðum örvum úr rökkri frumskógarins gegnum blásturshólka sína. Hver sá, er fékk smástungu af örvum þessum, dó hræðilegum og kvalafullum dauða. Og við mættum öðrum mönnum, stærri og hug- aðri, sem réðust gegn okkur á ströndinni augliti til auglitis og létu spjóta- og örvadrífuna dynja á okkur, meðan stórar trétrumbur og litlar skinnbumbur dundu og kölluðu til orustu úr hverju gili og gjá og stríðseldar brunnu á öllum hæðadrögum. Hendrik Hamel var kaupmaður og meðeigandi í Sparwehr, og það, sem hann átti ekki, það átti skipstjórinn sjálfur. Skipstjórinn talaði lélega ensku, Hendrik Hamel svolítið skár. Hinir sjómennirn- ir töluðu aðeins hollenzku. En þið getið reitt ykkur á, að háseti getur lært að tala hollenzku — já, og kóreönsku líka, eins og þið skuluð fá að sjá. Undir lok ferðarinnar komum við til Japan. Við höfðum landa- bréf yfir það land. En fólkið vildi ekkert hafa saman við okkur að sælda, og það komu virðulegir embættismenn — hver með tvö sverð við belti sér og í silkiklæðum, sem komu skipstjóranum til að gnísta tönnum — um borð til okkar og ráðíögðu okkur kurteislega að hafa okkur í burtu hið skjótasta. Þrátt fyrir kurteisi þeirra og fágaða framkomu, duldist okkur ekki að þeir tilheyrðu harðgerðum kyn- flokki — og við héldum leiðar okkar. iSvo sigldum við yfir Japanssundið inn í Gulahafið á leið til Kína, og þar á klettunum sigldum við Sparwehr í strand. Hún var 60 Kjarnar — Nr. 35

x

Kjarnar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarnar
https://timarit.is/publication/2065

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.