Kjarnar - 01.05.1954, Blaðsíða 62

Kjarnar - 01.05.1954, Blaðsíða 62
lengi þráða lykt af tjöru og sjóseltu í nefinu sigldi ég burt undir stjórn Jóhannesar Marteins skipstjóra, ennþá einu sinni sem háseti. Þetta var dásamlegur leiðangur með Sparwehr gömlu. Við leit- uðum landa, þar sem hægt væri að fá silki og kryddvörur. Við fundum hitasóttir, bráðan dauða, pestarbæli í paradísarskrúði, þar sem dauði og fegurð bjuggu hlið við hlið. Skipstjórinn gamii, sem ekki hafði neista af rómantík í sínum ferhyrnda, þykka og steingerða hausi, hann leitaði að hinum frægu Salómonseyjum, gullnámunum í Golcondas — já, hann leitaði meira að segja að hinu gamla, sokkna Atlantis, sem hann bjóst við að finna einhvers staðar á floti. En þess í stað fann hann aðeins mannætur, sem voru hausaveiðarar og bjuggu í trjánum. Við gengum á land á undarlegum eyjum með rjúkandi eldfjöll- um, þar sem smávaxnir apamenn ýlfruðu í myrkviðnum, stráðu þyrnum á stígana og grófu í þá tálgryfjur og blésu yfir okkur eitr- uðum örvum úr rökkri frumskógarins gegnum blásturshólka sína. Hver sá, er fékk smástungu af örvum þessum, dó hræðilegum og kvalafullum dauða. Og við mættum öðrum mönnum, stærri og hug- aðri, sem réðust gegn okkur á ströndinni augliti til auglitis og létu spjóta- og örvadrífuna dynja á okkur, meðan stórar trétrumbur og litlar skinnbumbur dundu og kölluðu til orustu úr hverju gili og gjá og stríðseldar brunnu á öllum hæðadrögum. Hendrik Hamel var kaupmaður og meðeigandi í Sparwehr, og það, sem hann átti ekki, það átti skipstjórinn sjálfur. Skipstjórinn talaði lélega ensku, Hendrik Hamel svolítið skár. Hinir sjómennirn- ir töluðu aðeins hollenzku. En þið getið reitt ykkur á, að háseti getur lært að tala hollenzku — já, og kóreönsku líka, eins og þið skuluð fá að sjá. Undir lok ferðarinnar komum við til Japan. Við höfðum landa- bréf yfir það land. En fólkið vildi ekkert hafa saman við okkur að sælda, og það komu virðulegir embættismenn — hver með tvö sverð við belti sér og í silkiklæðum, sem komu skipstjóranum til að gnísta tönnum — um borð til okkar og ráðíögðu okkur kurteislega að hafa okkur í burtu hið skjótasta. Þrátt fyrir kurteisi þeirra og fágaða framkomu, duldist okkur ekki að þeir tilheyrðu harðgerðum kyn- flokki — og við héldum leiðar okkar. iSvo sigldum við yfir Japanssundið inn í Gulahafið á leið til Kína, og þar á klettunum sigldum við Sparwehr í strand. Hún var 60 Kjarnar — Nr. 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Kjarnar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarnar
https://timarit.is/publication/2065

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.