Kjarnar - 01.05.1954, Side 44

Kjarnar - 01.05.1954, Side 44
„Ég hef séð það samt,“ endur- tók Kitty stutt í spuna. „Það hefði annars verið svo gaman að fara svona í leikhús- ið,“ sagði hann hógvær, „og svo kannske svolítinn bita hjá þér fyrst ...“ „Hér hjá mér — í dag?“ hvæsti hún bálreið. „Það verður ekki af því!“ Hann svaraði sorgmæddur: „Það var líka of stuttur fyrir- vari. Mér þykir það leitt, Katrín — en veiztu ekki af góðri mat- sölu, þar sem við Jonna getum borðað?“ Hún hugsaði sig um andartak og nefndi svo nafn. Svo lagði hún heyrnartólið á og brosti meinfýsin á svip. í fyrsta lagi var þessi matsala í leiðinlegum húsakynnum; þar myndi vera mollulegt í sumarhitanum, og í öðru lagi var sósan þar einna líkust brúnleitu hveitilími. Það var annars undarlegt, áður virt- ist Róbert standa nokkurn veg- inn á sama, hvað hann lagði sér til munns, nú virtist allt snú- ast um mat. Hún hringdi til Kristjáns, sem var harðsoðinn piparsveinn og góðkunningi hennar, og fékk hann til þess að bjóða sér á þennan stað, sem hún var að enda við að benda Róbert á. Næstu klukkustundinni eyddi hún fyrir framan spegilinn! Jonna og Róbert sátu við borð úti í horni, þegar Kitty og fylgd- armaður hennar komu inn. — Jonna sá vel þesra hávöxnu, spengilegu stúlku í glæsilegum sumarkvöldkjólnum, en lét sem ekkert væri, og Róbert var nið- ursokkinn í að spæna upp í sig grænleitan vökva, sem átti víst að vera súpa. Kitty vissi, að honum þótti vond súpa, og þeg- ar hann ýtti frá sér diskinum, var hann nákvæmlega eins soltinn að sjá og venjulega. Allt í einu kom hann auga á Kitty, og það var næstum átak- anlegt að sjá, hvað lifnaði yfir honum og hann nærri því flaug að borði hennar. Kitty kynnti Kristján og spurði blíðlega: „Þótti þér góð súpan, Róbert?“ „0-nei,“ sagði hann og dró það við sig. „Það var svona eins og að reka tunguna út um glugga.“ Kitty skildist, að hún myndi hafa vanmetið smekk hans fyr- ir mat. Móðir hans hafði verið afbragðs matreiðslukona, og Róbert hafði líklega álitið það sjálfsagt, að fá aðeins bragðgóð- an mat að borða. En dósarétt- irnir í Ameríku höfðu víst sann- fært hann um, að munur getur verið á mat! Jonna kom að borðinu. Hún var súr á svipinn yfir því að sitja ein og dró enga dul á það. 42 Kjarnar — Nr. 35

x

Kjarnar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarnar
https://timarit.is/publication/2065

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.