Kjarnar - 01.05.1954, Blaðsíða 11

Kjarnar - 01.05.1954, Blaðsíða 11
baráttu sína gegn dauðanum, og menn héldu niðri í sér andanum af undrun og hrifningu. „Ég hef aldrei séð svo dásamlegan hóp!“ hrópaði veitingamaðurinn. Síð- an sneri hann sér að snaggara- legum fótgönguliða, sem sötraði í makindum öl sitt úr krús með loki: „Ert þú nýkominn úr stríði?“ „Ég er alltaf að koma úr einu eða öðru stríði, góðurinn minn,“ svaraði fótgönguliðinn. „Ég hef barizt fyrir trúna í mörgu kristnu og heiðnu landi — í Al- exandríu, Tyrklandi, Prússlandi, Frakklandi, Lithauen, Spáni. Og nú, í hléi milli tveggja stríða, er ég á leið í pílagrímsferð til Can- terbury.“ Chaucer virti fyrir sér fót- gönguliðann í snjáða hermanna- frakkanum. Gamla hermennsku- öldin var að víkja fyrir hinni nýju öld iðnaðarins. Lífið var sem ólgandi haf, hrannað af æð- andi stormum. Nýir vindar, nýj- ar bylgjur, en hafið sjálft var æ hið sama. Athygli Chaucers beindist frá fótgönguliðanum að öðrum gesti, förumunki, sem hafði leiftrandi augu eins og stjörnur á frostnóttu. „Ég er kátur og mikils háttar maður,“ söng hann við raust, „í allri regl- unni er enginn svo glaður.“ Chaucer hlustaði brosandi á förumunkinn. — Laglegur skriftafaðir, hugsaði hann með sér, — og fóstursonur fjandans. Og förumunkurinn hrópaði af miklum móði, rétt eins og hann hefði lesið hugsanir skáldsins: „Ég hef -meðtekið syndakvittun af hendi páfans sjálfs. Ég skal veita ykkur öllum fulla aflausn synda — gegn hæfilegu gjaldi.“ Nunnan hnyklaði brýrnar, en hafði þó allan hugann við borð- haldið. Geoffrey dáðist að fág- aðri framkomu hennar. Hún virtist svo tilfinninganæm, feimnisleg og fíngerð, að hjarta hennar myndi bresta við að sjá mús blóðga sig. Hnífilyrðin, spaugið og hlátra- sköllin glumdu meðal geStanna og ölið streymdi. Malari nokkur, tröllvaxinn og rauðskeggjaður, með vörtu á nefi og munn eins og hellisskúta, beindi orðum sín- um að ungum manni fölleitum, klæddum gauðslitnum frakka: „Komdu hérna, kallinn, það er ég viss um, að þú ert einn af þessum skólagengnu.“ „Rétt segir þú. Ég er heim- spekingur." Hann brosti ögn við. „Fjárhirzla mín er full af lær- dómi, ekki gulli.“ „Og belgurinn á þér sísoltinn, þykist ég vita.“ „Ég gæti fyllt á þér belginn, lagsmaður,“ þrumaði gráskeggj- aður bóndi. „Þú þyrftir að kom- ast í búrið hjá mér. Þar er ekki Kjarnar — Nr. 35 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Kjarnar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarnar
https://timarit.is/publication/2065

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.