Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1899, Side 3

Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1899, Side 3
3 0 forsetakosningu, og var fv. próf. Davíö Guðmundsson kosinn ir.eð 14 atkvæðum. Tók hann sér fyrir skrifara séra Arna Jónsson og séra Björn Blöndal. Samkvæmt framlagðri dag- skrá var tekið fyrir: 1, Messur og messuföll. Prófastur Hjörleifur Einarsson var framsögumaður pessa máls, og flutti um það langa ræðu skriflega. »Sannleikurinn sá, að það lieíir verið og er enn stórhneixli í vorri íslenzku kirkju, hvað títt það er, að messuföll verði í flestum kirkjum landsins. petta sýna skýrslurnar. Langtíðasta orsökin talin: »Fólk kom ekki«, eða »Enginn kom.« En aðalorsökin mun vera trúardeyfö, skortur á trú og kærleika. J>etta er fyrsta og stærsta málið á dagskrá vorri. Oss ber að sameinast í þessum hrennandi miðpunkti: »Vér elskum ekki Guðs ríki á jörðunni, nema vér elskum vora eigin þjóðkirkju, og véf , elskum ekki vora ísl. kirkju, nema vér elskum bræður vora og systur eftir holdinu«. Tók þá séra Matthías til máls. Lagði einkum áherzl- una á, að söfnuðirnir þyrftu að hafa þá konnimenn, sem samsvöruðu kröfum tímans. þ>að væri sá rauði þráður, að boða Iírist í tíma og í ótíma eftir sönnu þörf tímans. Séra Kristján Eldjárn heldur, að ástandinu sé lýst nokkuð svart. Séra Björn Björnsson álítur, að meira sé að gæta þess, ef kirkjur eru vel sóttar, þótt það sé eigi ncma annan hvorn sunnudag, heldur en hitt, að messur séu tíðar, ef ör- fáir eru viðstaddir. Séra Eyólfur Kolbeins: Fanst séra Hjörleifur liafa gjört nokkuð mikið úr því, hvað messur séu fáar, ef þær að eins væru fjölmennar; telur hluttöku safnaðarins alt of litla, einkum það, hversu fáir taki þátt í guðsþjónustunni, enda þótt margir séu viðstaddir. Fyrsta sporið til þess að bæta kirkjuræknina sé því það, að fá söfnuðina til að taka meiri þátt cn áður í guðsþjónustunni, sérstaldega með því að hafa með sér sálmabækur.

x

Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis
https://timarit.is/publication/39

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.