Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1899, Side 7

Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1899, Side 7
7 Má svara með mörgu móti. Sitt svar: að gjöra þá vitra og góða, koma þeim í sem nánast trúar- og kærleikssam- bantl við Guð fyrir Jesúm Ivrist. f>etta eru liinar innri um- bætur, og um leið hið erfiðasta verk, miklu meira verk en nokkrar ytri umbætur. — Hvernig eigum vér að vinna? Vor orð eiga að vera lifandi Guðs orð, scm komi frá góðu og hreinu hjarta, orð, sem miði til þess, að gjöra mennina vitrari og betri. Presturinn á og að vinna með eftir- dæminu, góðu eftirdæmi. Kenningin og breytnin á að vera sameinuð og samvinnandi; þá að eins getur verið von um árangur. Séra Tómás og séra Mattías flytjaþakkir fyrir þenn- an fyrirlestu/. l>á urðu all langar umræður um útgáfu fyrirlestrarins. Sóra Mattías kvaðst hafa verið lirifinn af fyrirlestrin- um í beztu merkingu: í friði og rósemd. — Datt í hug, að fyrirlesturinn kæmi út í «Verði ljós!». Er hræddur um, að verði hann sérprentaður, þá útbreiðist hann vart, nema með því að útbýta honum gefins. Séra Sigtryggur: Fyrirlesturinn vakti töluvorðar at- hugasemdir í liuga mínum, sem miða að því, hvort æskilegt væri, að hann væri gefinn út í nafni fundarins, einkum við- víkjandi því, sem talað var um sannleikann. Séra Mattías: Hér er svarað þörf og þrá manna í þessum fyrirlestri. Vér hræðumst vora eigin sannfæring. Sannleikann allan fáum vér hér aldrei, en vér fáum þá náð að leita hans. Séra Arni lýsti yfir að það væri sín skoðun, að sann- leikann fyndi liver sanntrúaður maður undir krossi Krists, svo sem stæði í þeim sálmi, sem frægastur væri á enskri tungu. (iHellubjarg og borgin mín», og í þessum orðum séra Hall- gríms Féturssonar: «Gegnum Jesú liclgast hjarta», etc. Séra Hjörleifur kvaðst eigi geta verið samþykkur fyrirlestrinum að öllu levti, einkum viðvíkjandi því, sem talað var um eftirleitun sannleikans.

x

Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis
https://timarit.is/publication/39

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.