Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1899, Side 15

Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1899, Side 15
15 atriði nefndarinnar a: að setja presta á föst laun, sem væru frá 1000—2000 kr. Sleppa því að ákveða um kirkjujarðir. Taldi einkennilegt, að prestar liefðu engin innheimtulaun, þar sem þau þó væru greidd í líkum tilfellum, t. d. af toll- tekjum, umboðsgjölduin o. s. frv. Séra Eyj. Kolbeins: Talar um, að auk liinna ákveðnu launaupphæðar hjá nefndinni eigi að koma horgun fyrir aukavork, sem nemi þö nokkru. Séra Helgi vill liafa launin eigi lægri en 1500 kr. Séra Benedikt: Komist kirkjujarðir undir umsjón landstjórnarinnar sem landsjóðsjarðir, þá væri bægt að gjöra umbætur á þeim, þar sem það nú væri ill-mögulegt. Séra Árni: Kvað eigi mega ganga út frá því, hvað launin séu liá eftir því, hvað þau gjaldast, heldur eins og þau eru talin að vera. Séra Zóphonías: Um launin fór nefndin svona lágt af því, að hún vildi fara sem allra hógværlegast og prests- legast í þessum tillögum sínum. Vill ekki að innheimtan á núverandi gjöldum sé falin sýslumönnum eða hreppstjórum, heldur að gjaldmátanum sé alveg breytt, ef farið er að breyta á annað borð, og að prestarnir séu J)á settir á föst laun. — Alítur prestakallalánin til húsabvgginga óheppileg og nær- göngul og ískyggileg prestunum, og að nauðsyn bæri til, að finna upp heppilegra fyrirkomulag þar að lútandi. pví næst voru tillögur nefndarinnar með áorðnum breyt- ingum samþyktar þannig: a. Að landsjóður taki viö öllum kirkjujörðum til eignar og umráða, og greiöi prestunum laun þeirra. Tíundir, dags- verk, fóður og oífur sé úr lögum numin. b. Að föst laun presta séu 1000 -1500 kr., og komi afgjald bújarðarinnar ásamt hlunnindum hennar eftir mati upp í þau. En auk þess fái þcir borgun fyrir aukaverk eftir lögnm, er þar uin séu samin. c. Landstjórnin ákveður, hve há laun fylgi hverju brauði innan áður nefndra takmarka.

x

Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis
https://timarit.is/publication/39

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.