Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1899, Side 21

Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1899, Side 21
á sinn fcíma og á lífsstefnur og lífsskoðanir sinna samtímis- manna, einkum [tegar eigi er unt að hafa náin persónuleg kynni nema af örfáum, en önnur kynning er af bókum og blöðum. En fyrir þann, sem hefir tekist þann vanda á hend- ur, að efla Guðs ríki á meðal manna, og að beina lífsstefnum manna réttan veg, og að gjöra rangar lífsskoðanir réttar, er þekking samtímismanna eins nauðsynleg, og sjálfsþekkingin er fyrir einstaklinginn. Til að lækna meinin þarf að þekkja þau. Hvers krefst tíminn af mér sem presti? Eða skyldu kröfurnar til prestanna vera á öllum tímum hinar sömu? Breytast ekki tímarnir, mennirnir og kröfurnar? Enginn mun neita því. Er ekki mesti munur — já, blessunarríkur mun- ur á því, að vera nú á tímum prcstur og prédikari Krists og Guðs ríkis í kristnum löndum, eða að vera kristinn prédikari á fyrstu öldunum eftir Ivrist? J>ér þekkið muninn á þessu, svo eg þarf ekki að útskýra hann. Prestar, er taka við prestsembætti í kristnum söfnuðum, eru nú ckki sendir út eins og lömb meðal úlfa, eins og á tímum hinna fyrstu ahla eftir Krist. Og prédikarar þessa lands eru ekki undirorpnir sömu freistingum og liættum og þrautum, eins og prédikarar Krists meðal heiðingjanna. Pin mun eigi enn eiga við að á- minna oss með þessum orðum frelsarans: »Verið kænir sem höggormar, og einfaldir sem dúfur.« ? Skyldi kristinn prest- ur ekki enn í dag þurfa að sameina hyggindi og hrekkleysi, alvöru og mildi, vísdóm og sakleysi til þess, að geta eflt ríki meistarans? Skyldi kristinn prestur, liver sein liann er og livar sem hann er, nokkurn tíina geta sagt eöa mega segja: »Mig varðar ekkert um tákn tímans; mér koma ekkert við lífsskoðanir og hegðan mannanna. [>cir liafa sjállir ábyrgð á sér.« Nei, trúr verkamaður í víngarðinum þarf sem allra bezt að þekkja sinn víngarð, og hvernig liann á að bera sig til, svo að sem bezt geti vaxið í honum alsstaðar. Garður- inn er ekki alsstaðar jafn vel lagaður fyrir rækt, og sumstað- ar eru í honum óræktarblettir, þar sem sérstaklega vill vaxa arfi og illgresi. Og sinn reiturinn þarf hverja meðferðina í

x

Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis
https://timarit.is/publication/39

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.