Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1899, Síða 23

Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1899, Síða 23
23 als þessa marga unga fólks, að gjöra það lieitfc fyrir liinu göfuga og góða og elskt að því, það er sorglegt, og ískyggi- legur misbrestur; trúarlífið og siðgæðið vex því ekki að sama skapi sem þekkingin. Eg er sannfærður um, að landslýður- inn er orðinn miklu fróðari og upplýstari nú en fyr, eða — svo eg hafi fólks eigin orð — fólkið er nú orðið mentaðra en fyr, og þótt eg raunar álíti að mentun skólagengins almenn- ings sé lítil og að eins undirstaða, sem byggja mætti ofan á, þá heíir liitt mest að þýða, að fólkið sjálft álítur sig margt mentað, og þar af leiðir, að það þykist hafa vit á, að dæma um hlutina, og finst sinn dómur réttur; má offc vera, að svo sé. Af þessu ieiðir, að presturinn þarf að vera fremur öðrum lærður og upplýstur maður í orðsins sönnu merkingu, svo að hann geti verið leiðtogi annara, og að aðrir, sem þekkingu hafa, finni vel, að þekking prestsins síns og mentun hans taki annara fram. Upplýstur tími þarf upplýstan prest. J»ví skarp- ari dómgreind og víðtækari þekkingu, sem einhver söfnuður liefir, þess skarpari dómgreind og meiri þekkingu þarf prest- urinn að hafa. f>ví meira sem fólkið mentast, þess meira þarf presturinn að mentast. Hann þarf ekki einungis að þekkja alla andlega strauma á fyrri tímum, og á sínum tíma á sínu cigin föðurlandi, hcldur og í öðrum löndum, einkum vegna þess, að hann má búast við, að andlegir straumar annara landa komi þá og þá yfir haíið inn í sitt land, og við þeim þarf liann sífelt að vera viðbúinn, ef þeir eru óhollir, en lijálpa aftur á móti til, að þeir komi sem fyrst, ef þeir eru hollir og heilsusamlegir fyrir andlega framför og heilbrigt og sáluhjálplegt trúarlíf. (Sbr. hina kristil. stúdentahreifingu nú). Prestsins andlegi sjóndeildarhringur þarf að vera stærst- ur í hverjum söfnuði. Og enginn má geta séð í neinum söfnuði hina andlegu sól heimsins í meiri fegurð og dýrð en presturinn; því að þá að eins getur hann lýst fegurð og dýrð þessarar sólar fyrir öðrum og bent öðrum á hana með svo mikilli vissu og krafti, að það hafi áhrif — sannmentandi,

x

Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis
https://timarit.is/publication/39

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.