Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1899, Page 27

Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1899, Page 27
27 sem vér viljum efla og skerpa hjá öðrum, verður að vera sterkt í vorum eigin hjörtum. Að mínu áliti er einmitt þetta hin eina sanna undirrót þess prestskapar, er veitir fólk- inu andl. blessun og siðfcrðisl. framför. þ>að munu að vísu vera ýrns ráð til, til þess við og við að hleypa í sig hita, en sá hiti, sem ekki er jafn og ekki stjórnast af skynsemd, deyr skjótt út, ef hjartað er í raun og veru kalt. Eins mikillega eins og nútíminn heimtar, að skynsemi prestsins sé auðguð sem mest, og eins og aldrei er unt að segja, að hann þurfi nú ekki meira að vaxa í vizku, þá heimtar nútíminn þ<5 miklu fremur, að hann tileinki sér sem helga eign líf og kraft og huggun trúarbragðanna, svo að hann geti talað um Guð, um Krist, um tign og ágæti kristindómsins, um himnaríki, ei- lífðina og endurlausnina og syndafyrirgefninguna ■— ekki eins og frásagnir löngu liðins tíma, sem liann hefir að eins lært um, heldur eins og þá hluti, sem liann hefir reynt og fundið til inst inn í sinni eigin sálu og í lífi sínu. Nú er spurning: Getur ekki presturinn orðið og verið of heitur? Eg álít, að hann geti einmitt orðið of heitur, svo að liann brcnni, í stað þess að verma, og gjöri moð því mikinn skaða. J>ví sagði eg fyr, að hiti kærleikans þyrfti um fram alt að vera í orðum hans og verkum og hjarta, og einn geislinn af honum er umburðarlyndi og hógværð- Kærleikurinn vonar alt, umber alt, þolir alt. par sem þessi kærleikur er, þar komast ekki deilur og illindi og óvild að með rifrildi og vondum orðum, kulda og hatri, sem í mínum augum er afar óviðeigandi og spillandi í kristnum söfnuðum og hjá kristnum prestum. 3. Nútíminn er tími frjálsrar og alvarlegrar rannsóknar í trúarefnum, en íhugun og rannsókn leiðir eðlilega til efa, Og ýmislegur skilningur er lagður í mjög marga staði heil. ritningar; þá liggur vantrúin nærri svo, að fáeinir menn op- inberlega og ennþá fleiri menn í kyrþey falla í ýmsum grein- um frá kirkjutrúnni, og vanrækja þar af leiðandi ýms náðar- meðöl kirkjunnar, t. d. heyrn Guðs orðs og kvöldmáltíðina.

x

Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis
https://timarit.is/publication/39

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.