Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1899, Side 30
geng eg þó að því vísu, að þeir elski sannleikann og vilji
styðja hann. En ekkert er eðlilegra en það, að ágreiningur
geti iðulega verið um, hvað sannleikur sé. Frá þessu sjónar-
miði skoðuð er «kritik» nauðsynleg hugvekja í hverju sem er.
Og hún er heilsusamleg, ef lienni er sameinuð varfærni, sann-
leiksþrá og kærleiki í víðtækri merkingu. Með henni á að
vera grafið eftir hinu dýrmæta gulli sannleikans. Einungis
það, sem ekki þolir birtuna, þarf að óttast hana. En á það
nokkurn rétt á sér? Vér eigum hvorki að prédika í blindni
né trúa í blindni, heldur með Ijósri dómgreind. Sá, scm
elskar aðra og man vel, live skammsýnn hann er, mun ætíð
dæma vægt og milt um bróður sinn, þann sem fer aðra leið
en hann til Guðs, enda hygg eg að leiðirnar að Guðs lijarta
séu alveg óteljandi, en eg lield þó, að sumar séu greiðari en
sumar, og að ein leiðin sé allra inndælust, (sbr. orð Krists:
»Eg er vegurinn«). En annars held eg, að góður og réttvís
Guð líti als ekkert á það, hvort hans barn kemur til lians að
austan eða vestan, sunnan eða norðan, að eins að það komi
til lians einlæglega sannleiksþyrst með djúpri auðmýkt og
hreinu hjarta.
Nú kann einhverjum yðar að koma í hug, að eg muni
vilja láta oss fallast á hverja nýung, og undir eins telja full-
an sannleika hverja breytta skoðun, er ýmsir koma með á
ýmsum trúaratriðum, en það er afar langt frá, að svo sé.
Slíkt væri vissulega vítavort. . Eg tók fyr fram, live afar er-
vitt það væri, að finna sannleikann, og af því leiðir, að það
væri ófyrirgefanleg fijótfærni, að fallast þegar á nýar skoðanir
í trúarefnum. Eg minnist hér þess, sem Drottinn vor sagði
við þjónana, þegar þeir spurðu hann, livort þeir ættu ekkj
að uppræta illgresið af akrinum, svo að það spilti ekki hveit-
inu. »Nei«, sagði liann, »svo að þér ekki, nær jær upprætið
illgresið, rífið hveitið upp með.« (Hveofthefir kirkjan gleymt
þessari reglu?). petta skil eg svo, að Guðs börn eigi að fara
ákaflega varlega og gætilega, ef þau vilja uppræta það, sem
þau álíta illgresi, en varðveita hveiti á Guðs akri; þau eiga