Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1899, Page 34

Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1899, Page 34
ástríðum og lysnum. Eu liversu seinfærar eru framfarir sái- nanna! I nær 1900 ár heíir inntak fjallræðunnar verið prc- dikað fyrir nriklum fjölda manna, og þó höfum vér enn já að eins séð lítið eitt af því dýrðlega Guðs ríki, sem þetta evangelíum liefir að goyma og veita. En á hvern hátt eigum vér að gegna köllun vorri til þess, að gota haft von um árangur? Hvernig eigum vér að vinna að hinum erviðu en mikilvægu umbótum á mannssál- unnm og mannlííinu? petta er mjög þýðingarmikil spurn- ing, og um hana má segja mjög margt, en iiú ætla eg að sinni að eins að segja fátt. Evrst er þetta: Yér eigum aðgjöra menn vitra og góða með orðum, með prédikun, ekki að eins í kirkju heldur og utan kirkju við ýms gefin tækifæri. Og vor orð vcrða eðli- lega að vera Guðs orð, sannleikans lífkröftug orð, lifandi pré- dikun, sem komi frá hreinu hjarta. Prédikun kristindómsins hefir, rétt flntt, mikinn kraft til sáluhjáipar fvrir hvern, som trúir : líf og dauði Krists, hjartalag hans og ölllífssaga, sjálfs- fórn hans og kross og meðalganga, upprisa hans og hirnna- för; Guðs föðurelska, hans eilífa miskun og náð; fyrirheitin um veitingu og hiálp Guðs góða anda; ódauðleiki sálarinuar; endurgjaldið, sem bíður hinna iðrunarlausu í eilífðinni, þetta eru alt heig og mikilvæg sannindi, er snerta sérhvern mann, og eru vel löguð til, að setja liina góðu krafta sálarinnar í hreifingu, og gefa þeim sáluhjálplegt líf. En svo er annað, sem aldrei má gleymast þeim, sem ætlar að gjöra aðra monn vitrari og betri. Hann verður að vinna j)á með eftirdæminu. petta er enn erviðara, miklu er- viðara, en því nauðsynlegra. Og eg held, að á þcssum tíma sé eigi sízt hoimtað af oss, að vér loggjum aðal-áherzluna á það. pað er sannfæring mín, að vér getum als ekki prédik- að með góðum árangri án jiess. Segir ekki meistarinn, að vér eigum að vera Ijós? Er oss ekki líkt við borg, sem stendur á fjalli? Og við salt, sem á að verja rotnun? paö, sem að mínu álit.i hefir gefið ræðum og orðum siðhótamanna

x

Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis
https://timarit.is/publication/39

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.