Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1899, Side 44
44
af einlægum smáatvikum, en smdatvikin eru ein samföst
lilekkjafesti, mikilsverð og þýðingarík röð af þessu dslítandi
sambandi orsaka og afleiðinga, scm liefir svo mikla þýðingu í
sér. Að fara að tína saman þannig löguð dæmi mdli mínu
til sönnunar — þess þarf eg ckki. pað þarf ekki nema litla
eftirtekt á hlutunum til þess, að finna nóg efni til að sanna
þetta. Og þetta ætti að vera hvcrjum manni ]étt; það þarf
engan stórlærdóm eða þekkingu til þess — bara ögn af eftir-
tekt, og hugmynd um að miða saman hluti. Svo er búið.
Kristur iiagaði einnig sinni prédikun á þenna hátt. Allir
kunna söguna um mennina, sem eg mintist á rétt áðan, sem
bygðu sín hús á bjargi og á sandi, og hvernig hann heim-
færði það. »Ekki saurgar það manninn, sem inn fcr um
munninn, heldur jiað, sem út fer af munninum« (Matt. 15.,
17. o. s. frv.), segir hann. Sama má segja um flestar dæmi-
sögur lians og eftirlíkingar, að allar eru þær tcknar úr 'inu
daglega lífi samtíðarmanna hans. Sama virðist mér liggja
mjög svo bcint fyrir oss. Með því or svo hægt að vekjaeft-
irtektina, glæða skilninginn og knýa hugsunina frá inu ver-
aldlega beina leið til ins andlega á margvíslegan hátt.
Hið þriðja, sem Iialda verður fram, or hinn etiski (sið-
gæðis-) grundvöllur lífsins, liinn uppalandi filgangur jiess
og markmið. þ'aö er sem næst því, sem vanalega er kallað
að »prédika móralinn«, brýna siðgæðið fyrir söfnuðunum.
petta get eg látið hjá mér líða, að fara fleirum orðum um,
af því að eg veit til, að flestir prestar eöa allir gera þaðnægi-
lega, og mun þar ekki þurfa við að bæta, ef að eins undir-
staða þeirrar prédikunar er iö kristilega siðgæði, og svo að
sú prédikun og umvöndun er löguð eftir vorum landsháttum,
eri eigi útlendum, scm oss eru lítt kunnir, og missa fyrir það
áhrif sín, t. d. að oigi sé síður talað um tún og engjar en
um akra og víngarða. Mestöll prédikun Krists er etisk, t. d.
fjallræðan, dæmisögur lians, og flest annað í þremur fyrstu
guðspjöllunum; en í Jóhannesar guðspjalli er mikið af trúar-