Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1899, Page 47

Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1899, Page 47
47 þulbaldalegir í framburöi, ef rómurinn leyfir annað, cða ef þeir vorða það, þá verða þeir það eigi síður, ef þeir þylja utan- bókar. En fáum er ætlandi að prédika af munni fram án undirbúnings. f>að yrði líklega hjá sumum æði oft sama efn- ið, þegar til reyndanna kæmi. En það er ið sama, á hvern bátt vér gerum [>að, ef oss að eins tekst, að prédika Krist inn í lífið. Ef mannkynið hefir Krist með sér í lífinu, þá er það bjart og fagurt sem lilýr vordagur, og bið vetrarlega úr lijarta voru og lífi — það hverfur eins og fannir fyrir þeymildi vorsins. En ef það yfir- gefur Krist, er lífið eins og svartskýuð, ægileg haustnótt; það rofar hvergi til neinnar stjörnu, í neina átt. Og of prestur- inn hefir hann ekki, þá er svo langt frá, að hann geti séð öðrum fyrir Ijósi lífsins, að hann sór ekki sírium eigin fótum forráð. Margir höfum vér séð eina mynd oftirmyndaða í blöð- um og bókum: Jólanóttina oftir Correggio. Eg vil segja: pað er mynd als mannkynsins, sem liefir Krist og vantar Krist. Alt er dimt, koldimt, nema miðjan; þar má sjá móð- urina, unga og yndislega, með ungbarn í fanginu, og stafar skær birta út frá því á alt það, sem næst er, þar á meðal á andlit hirðanna knéfallandi, en þeir, sem fjær standa, eru í myrkri. Alt, sem er nærri, er bjart; alt, sem er fjarri, er svart. þessa birtu þarf að leiða inn í bugskot manna, og ef það tækist, þá mundi biblían verða meira lesin, en cr, þá mundi verða miuna af dauðu siðgæði í þjóðinni, cn er, og það sem mest er um vert, Kristur ná sínu konungshásæti í kristindómi þjóðarinnar. Að ná þessu — færa þetta í áttina, or vort hlutverk; en það kostar mikið, það er satt. En bvað gerir það til? |>að kostar }>að, að biðja og vilja; það kostar það, að verða sjálf- ur frjáls í Kristi; það kostar það, að finna, að það er Krist- ur, en okki landstjórnin, sem hefir sett oss í stöðu vora; það kostar það, að kenna sjálfum sér og öðrum að. skilja það og finna það, að þeir liafi ekki þrældómsanda með þrælsótta til Guðs, heldur útvalningaranda með barnarétti; og að sá barna- -l

x

Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis
https://timarit.is/publication/39

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.