Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1899, Side 48

Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1899, Side 48
48 réttur er fyrir Krist: hans stóru etisku persónu, hans dæmi, lians kenningu, lians sigur yfir dauða og dómi, og þá endur- lífgandi minningu, sem liann hefir gefið oss til þess, að rót- festa sig í oss og söfnuðum vorum: hina heilögu kvöldmáltíð- Svo læt eg þessum fáu orðum lokið, eg hefi að eins sett fram í þeim mína eigin meiningu. En að endingu skal eg leyfa mjer, þó að það sé nokkuð fjærskylt, að geta þess, sem sýnishorn þess, livað myrkt getur verið í hjarta manns, að eitt haust fyrir fám árum var eg á ferð í myrkri, í bezta veðri og alrauðri jörð, og roflausum svartskýuðum himni. Myrkrið var svo magnað, að og gat með engu móti glöggvað neina götu, hesturinn, sem eg rak, lötraði með klyfjar sínar götuna á undan mjer, og eg á eftir. Svo var dimt yfir, að eg gat ekki séð nein skil fjallabrúnanna og skýjasortans. A leiðinni runnu mjer í hug ýmsar hugleiðingar, það fór um mig bitur hrollur, eg fann ekki það sem eg þurfti og vildi finna, fyrri en rofaði í austri og eg sá eina stjörnu blika. J>á var eins og lé'tti af mér. Hugrenningar mínar féllu í stuðla þar í myrkrinu, en þeir gleymdust. Tveim dögitm síðar týndi eg saman úr þeim það eg gat gruflað upp, en það var að eins veikur eftirhljómur. Síðan ltefi eg ekki snert þetta blað fyrri en nú. En vísurnar les eg nú upp — þær benda þó í áttina, hvernig mannshjartað stundum fer að finna Krist. í skjálfandi hrolling eg hugmóður sat —• mitt hjarta var kalt, og huggunarstjörnu eg livergi séð gat, því lieldimt var alt — mér heyrðist að eins einlæg dauðastuna — mig óar við því, slíka stund að muna. Eg var sem í draumi; eg vissi’ ekki neitt, ,eg vaknaði ei; mitt hjarta, það skalf, og mitt liöfuð var sveitt sem hafrokið flev

x

Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis
https://timarit.is/publication/39

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.