Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1899, Page 60

Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1899, Page 60
C.0 Guðs orð talar, hjörtun lútna, hugir vakna, titrar sál, gamlar þokur lilaupa’ í linylda, lieljar-ógnir, brennumál. pess á milli’ er heiður himinn, hugsun skörp og vörm og djúp: írelsið rumskar, fræði lif'na, fólkið sér sinn dapra hjúp. Arngi-íms fræði, Hallgrírns harpa, hugvit Gísla, Brynjólfs stjórn: *) sýndist þó í sandinn hverfa svo sem ónýt dreypifórn. Aldir tvær, sem kappi’ á knjánum, kúgað fólk á hólmi stóð, mcðan sífeld ólög eltu okur-svikum pínda þjóð. Lagaspilling, ósfjórn, ofsi eftir galdrafárið hvín, mátti lítt þau meinin sigra mælskukempan Vídalín. Svo er fargið þungt á þjóðum, þung in fornu lieimskugjöld. pannig seinkar synd og vani siðabót og nýrri öld. Loksins milli bleikra bólstra birtu sló á gamia Frón, þar sem ungir orku neyttu Eggert, Bjarni, Skúli, Jón. Og þér, Hólar! Hvílík hnignun, hnignun í frá Guðbrands tíð! þ>að er reynd og segin saga: sífeld hnignun, dauðastríð! Aldir sjö þú stýrðir stifti, stól og skóla, Norðurland; þessa öld þú af því áttir ckkert —. ncma ílag og sand! Ködd. Hátt yfir Hólabyrðu lilymur af dimmum söng, þrymur og þungan stynur, það pr hún Líkaböng: Fjöllin jafnast við foldu, fara skal alt í moldu gegnum hin svörtu göng! Klukkan drynur: ..kirkjan hrynur!« — Líkaböng! Líkaböng! Líkaböng! — 1) o: Arngrímur lærði, Hallgrímur Pótursson, fcfísli (Vísi-Gísli) Magnússon og Brynjólfur bislcup Sveiusson.

x

Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis
https://timarit.is/publication/39

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.