Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1899, Page 64

Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1899, Page 64
64 Köld og mörg eru kirkjuboðin, Krists eru létt og í'á. Lærðu, barn, hans lög að elska, letruð björtun á! Dómur lífs og Drottins vilji dylst í sálu þér, — dylst í þessum syndasolli, sem þú berst við hér, — berst við hér! Hér er ríkið, hér er Kristur! Hann er þetta barn, off'urselt í synd og voða, sett á eyðihjarn! Hér er ríkið, hér er Kristur. Hann er fallin þjóð, sú er gegnum syndir feðra seldi líf og blóð, — líf og blóð! Frelsum hana, frelsum barnið, fyrst að það er liann Sýnum Kristur sé á jörðu; sýnum Guð og mann! — Komi Jesú kærleiksríki! Komi glaða-sól! Náðin Guðs hin nýa vígi nýan Hólastól, — Hólastól! Kvenna-raddír. Heilög og stór er hjartans þrá að hefta vor meinin stríðu; en varið yður að brjóta bág við björkina Drottins fríðu! Tíminn með brugðin brand og sög bíður á aldamótum, en Kirkjan setur í síðstu Iög sverðið að fornum rótum. Lengi’ er að vaxa vegleg björk, sem vermir um aldir hólinn; en kalt er að byggja bera mörk, þá burt eru’ hin gömlu skjólin!

x

Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis
https://timarit.is/publication/39

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.