Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1899, Qupperneq 66
engu rninni ósigri, cn hinn. |>á tekur við Siðabótin og
hennar lofsöngur. Sá tími hefst með miklum amlóðaskap
þessa stiftis, sem mist hafði höfuðið með Jóni Arasyni, og
dæmdi svo þá feðga landráðamenn og sjálft sig á kongsins
miskunn! En svo miðast kvæðið við Guðbrand biskup, hinn
langmesta mann þeirra tíma þrátt fyrir ráðríki hans og galla
(Hann var vor annar ,Renaissancel maður; hinn Jón Arason).
Eftir Guðbrand hnignar Hóladýrðinni jafnt allar götur, enda
voru Hólabiskupar eftir hann miklu atkvæðaminni en biskup-
ar hins gamla stýls — þrátt fyrir þeirra galla. Skálholts-
biskupar voru drjúgum duglegri alla tíð. Hér nyrðra krepti
og yfirgangur eldri biskupanna töluvert meira að fé manna
og frelsi 6n Skálholtsbiskupar höfðu gjört hinu stærra stifti;
hér var minna umdæmið, en völdin og ágirndin söm. Hið
síðara prentverk á Hólum (á 18. öld) nefni eg ekki; það varð
að litlum notum. En vel mátti geta hins eina afreks Norð-
lendinga á 17. öldinni, þess, að landsins sögu- og fornfræði,
svo og dálítil lýðmentun, lifnaði fyrst og festi rætur hér
nyrðra: Guðbr. biskup, Einar í Heydölum, séra Jón í Lauf-
ási, Skarðsár-Björn og, einkum Arngrímur lærði.
En stóll og stifti rýrnaði æ meir og meir, unz hvort-
tveggja flosnaði upp. Litlu skár gekk og til að lokum í
suður-stiftinu, og alt fór það líka á hreppinn.
Síðasti kaflinn á að spá í eyður nútíma og framtíðar,
og skal um hann ekki fjölyrða, og því síður um skáldskap-
inn eða hið ,dogmatiska‘ í ljóðunum. Hverjum manni á að
vera sjálfrátt að fylgja í listum og vísindum þeim lífsskoð-
unum, sem hann vill'. Kemur þá þroski hans og einurð bezt
í ljós; hann er þá hægt að dæma. En yfirdrepskaparmaður-
inn dómfellir sig sjálfan fyr eða síðar.
M. J.