Helgarpósturinn - 12.03.1987, Síða 20

Helgarpósturinn - 12.03.1987, Síða 20
eftir Friðrik Þór Guðmundsson myndir Jim Smart SJÁLFSMYNDIR MP BIÐUR NOKKRA VALINKUNNA BORGARA AÐ TEIKNA SIG! Það reyndist ekki auð- velt að fá fólk til að teikna af sér sjálfsmynd — í flestum tilfellum. „Eg var að koma úr flug- vélinni,“ sagði söng- kona. „Það er allt of mikið að gera hjá mér sagði forstjóri. „Hvaðan fáið þið þessar fáránlegu hugmyndir?“ spurði leikkona. „Ég kann ekki einu sinni að halda á blý- anti, hvað þá teikna,“ sagði verkalýðsfrömuð- ur. Sumir einfaldlega þorðu ekki eða vildu ekki afhjúpa sig. En um síðir tókst að lokka sjálfsmyndir út úr fjór- um djörfum einstakling- u«, leikstjóra, lektor, iögregluþjóni og íþróttakonu. Hér á síð- unni sjást svo þessar myndir í allri sinni reisn ásamt umrnælum „lista- mannanna". HRAFNHILDUR VALBJÖRNS- DÓTTIR, VERÐANDI BISNESSKONA HELST I TRJÁNUM OG BLÓMUNUM „Ég hef aldrei verið neitt rosalega góð í teikningu né haft hrikalega gaman af því að teikna. Við getum sagt að ég sé helst í trjánum og blómunum, ég er afskaplega nátt- úrulega sinnuð," sagði Hrafnhildur Valbjörnsdóttir líkamsræktarkona, fyrrum vaxtarræktarkona og tilvon- andi bisnesskona um sína tilburði. „Mínir hæfileikar hafa alltaf beinst að íþróttunum, sem kannski eru list út af fyrir sig, ég hef verið í ballett, frjálsum íþróttum og vaxtar- rækt. En með vaxtarræktina þá varð ég fyrir því óhappi að það réð- ust á mig bifrejðir og keyrðu bílinn minn í klessu. í annað skiptið réðist á mig strætó, en í hitt skiptið var það bara Fiat. Ég fór illa í hálsliðunum við þetta, þeir skekktust allir og ég hef ekkert getað æft vaxtarræktina sem keppnisíþrótt síðan. Ég gutla núna, hef verið dálítið í golfi og það er ofboðslega gaman. Eg er öll að koma til, en ég kem ekki til með að keppa í vaxtarræktinni framar." Hrafnhildur segist hafa teiknað myndina sem táknræna fyrir hið liðna og það sem koma skal. „Ég er hætt í vaxtarræktinni en ætla að fara út í bisness sjálf í haust með ljósatæki, lampa og svoleiðis. Mynd- in lýsir þessu; grínmynd af mér með aðra höndina upprétta í vaxtarrækt- arstellingu og með stresstösku í hinni á leiðinni í Kringluna þar sem ég byrja verslunarrekstur í haust," sagði Hrafnhildur. SÆMUNDUR PÁLSSON, LÖGREGLUÞJÓNN ALLTAF FUNDIST HAKAN LÖNG „Ég veit nú ekki hversu listrænt þetta er, ég hef ekkert teiknað í seinni tíð, en maður reyndi sitt besta. Þetta er svo nýtt fyrir manni þegar allt í einu á að fara að bisa við þetta," sagði Sœmundur Pálsson lögregluþjónn um sjálfsmynd sína. Hann sagðist með öllu óvanur að teikna og að þetta hefði reynst veru- lega erfitt verkefni. En var eitthvað sérstakt í mynd- inni erfiðara öðru fremur? „Já, kannski það hafi verið hakan, þessi langa haka, mér fannst ég ekki hafa náð henni nógu vel. Ég var að smá breyta henni eftir því hvernig ég leit á mig í speglinum. Það getur verið að með árunum finnist manni mað- ur ekki eins hökulangur og fyrr, mér hefur alltaf fundist hún ansi löng. Þá er ég á því að ég hafi kannski gert nefið helst til langt, hlutföllin eru kannski ekki alveg rétt. Ég breytti líka augunum og fannst þau betri eins og þau voru fyrst, en ég læt þetta bara vaða.“ Sæmundur fór í iðnnám í Iðnskól- anum og hefur um ævina teiknað talsvert af fagmyndum. „Hús og þök og almennt beinar línur, sem er auð- vitað allt öðru vísi heldur en þetta. í lögreglunni eru þetta líka beinar línur, af árekstrum og öðrum óhöppum. Við reynum að finna af- brotamenn eftir myndabókum en ekki væri afleitt að geta teiknað upp sökunautinn. Það er svo sem alltaf góður kostur að geta teiknað. En það er eins með það og allt annað, það þarf æfingu. Þið verðið að virða viljann fyrir verkið," sagði Sæmund- ur. HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON, LEKTOR BINDIÐ VAR AUÐVELDAST „Nú er ég ekki lengur með gler- augu þannig að menn kannast kannski ekki við þessa mynd. Ég var í Hong Kong og kontaktlinsur eru þrefalt ódýrari þar vegna frjálsu samkeppninnar svo ég keypti mér tvö pör. Ég er því gerbreyttur. Ég var fljótur að þessu, en hafði samvisku- bit yfir því að ég væri kannski að fegra mig um of,“ sagði Hannes Hólmsteinn Gissurarson lektor um sjálfsmynd sína og bætti því við að hann hefði lent í vandræðum vegna þess að hann hefði „kartöflunef, alltof lítil augu, of stór eyru og alltof há kollvik, en ég er ekkert við- kvæmur fyrir útliti mínu og reyndar ánægður með mig eins og ég er. Ég varð steinhissa þegar þú baðst mig um þetta, ég er ekki vanur að teikna, er hins vegar oft beðinn um álit á hinu og þessu og því var ég alveg hreint gáttaður. Það kemur hins vegar fyrir að maður dútli eða kroti á blað við umræður, en ekki oft, frekar að ég skrifi niður nöfn þeirra sem ég tala við eða er að hugsa um. Listin sem kemst að hjá mér er listin að njóta lífsins." Hvað fannst svo Hannesi auðveld- ast við að teikna sig? „Ætli það hafi ekki bara verið auðveldast að teikna bindið! Erfiðast var að ná ein- hverjum svip. Ég er yfirleitt vanur að vera brosandi á myndum því ég er ánægður með lífið, en kaus að hafa hlutlausan svip á sjálfsmynd- inni.“ GUÐRÚN ÁSMUNDSDÖTTIR, LEIKSTJÓRI ERFITT AÐ NÁ PERSÓNULEIKANUM „Þetta gekk alveg brilliant og lagðist vel í mig. Ég vaknaði eld- snemma. Mér gekk þó dálítið illa að ná persónuleikanum, hinum innra manni, til að byrja með, en ég er ekki frá því að það hafi svo tekist. En þetta var allt hvað öðru erfiðara. Mér líður hins vegar mjög vel núna eftir að hafa sigrað," sagði Gudrún Ásmundsdóttir leikstjóri, hin ánægðasta að verki loknu. „Þegar ég var ung teiknaði ég allt- af sömu myndina. Það var landslag, geysifögur mynd sem tók miklum framförum. Fjallið var alltaf það sama, bær og vegur fyrir neðan bæ- inn. Ég held að þetta hafi verið draumurinn. Fólkinu mínu þótti þetta ósköp einhæft og „dull“ og reyndi að fá mig til að teikna eitt- hvað annað, en það hefur ekki tekist fyrr en nú!“ Guðrún segir hvað listina varðar að ekkert annað hafi komist að hjá sér en leiklistin, en að hana hafi stundum langað til að syngja vel. „En það hefur ekki verið grundvöll- ur fyrir því — ég hef einhvern veg- inn ekki fengið neina uppörvun. En það var sem sagt afskaplega gaman að fást við þetta verkefni og að sigrast á því. Þetta tók sinn tíma, en það tókst," sagði Guðrún. 20 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.