Helgarpósturinn - 12.03.1987, Síða 30
Sumarnætur og vetrardagar
Stórmenni opnar mikla sýningu á norrænni málaralist í París
Egill Helgason í París
Þaö var ógurlegt stórmenni sem
var viðstatt opnun málverkasýn-
ingarinnar Ljós norðursins hér í
París fyrir rúmri viku. I mikilli
kampavínsveisiu voru helstir
heiðursgestir Margrét Pórhildur
Danadrottning og sá franskættaði
drottningarmaður Hinrik prins.
Fyrir hönd Frakka tóku á móti
þeim hjónum Jaques Chirac, sem"
hvort tvegga er forsætisráðherra
og borgarstjóri í París, og Francois
Leotard ráðherra menningarmála.
Vegna aðskiljanlegra sambúðar-
örðugleika töldu þeir Chirac og
Francois Mitterand vissara að
blanda ekki mikið saman geði á
almannafæri, og því tók forseti
lýðveldisins þann kost að skoða
sýninguna ásamt fylgdarliði fyrr
þennan sama dag. Og frá Norður-
löndunum kom fleira stórmenni:
Hallvard Bakke, forseti Norður-
landaráðs, sendiherrar, og frá Is-
landi Selma Jónsdóttir, forstöðu-
maður Listasafns íslands.
EINN GLÆSTASTI
SÝNINGARSALUA
PARÍSAR
Ljós norðursins (Lumieres du
Nord) er forláta málverkasýning
sem þegar hefur farið um Lundúni
og Dússeldorf. Nú mun hún
skreyta veggi Petit Palais í París
fram á vor, talsvert aukin frá því
sem hún var í stórborgunum
ensku og þýsku. Hér er sýningin
haldin að tihlutan frönsku lista-
mannasamtakanna, Parísarborg-
ar og Norðurlandaráðs, með fjár-
stuðningi frá Volvoverksmiðjun-
um sænsku.
Sýningarsalurinn sem í þetta
sinn hefur verið lagður undir nor-
ræna list er heldur ekki af slakari
endanum, einn hinna glæstustu í
París. Petit Palais (Litla höllin)
stendur gegnt Grand Palais (Stóru
höllinni) kippkorn frá þeim fræga
búlluvarði Champs Elysées, en
báðar voru þessar glæsihallir
reistar til að hýsa heimssýningu
eina mikla sem haldin var í París
um síðustu aldamót.
Sýningin Ljós norðursins telur
allt í allt tæplega 170 málverk og
teikningar eftir listamenn frá
Norðurlöndunum, Svíþjóð, Dan-
mörku, Noregi, Finnlandi og ís-
Þórarinn B. Þorláksson: Þingvellir (1900).
landi. Öll eru verkin máluð á tíma-
bilinu 1885—1905, umhleypinga-
sömu tímabili þjóðernis- og nátt-
úruvakningar þegar Norðurlönd-
in voru í þann mund að taka á sig
þá mynd sem þau nú hafa.
Það er raunar ljóst að á þessum
aldamótaárum gátum við íslend-
ingar ekki státað okkur af mörg-
um eða frægum málurum. Enda
hanga þarna aðeins fjögur íslensk
málverk uppi, öll eftir Þórarin B.
Þorláksson, sem með réttu má
kalla frumherja ísjenskrar nútíma-
listar, læriföður Ásgríms, Kjarvals
og fjölda annarra. Það má eftilvill
segja með sanni að Þórarinn sé
fyrsti íslenski listamaðurinn í nú-
tímaskilningi þess orðs. Málverkin
fjögur sem þarna hanga uppi eftir
Þórarin eru Þingvellir frá 1900,
Stóri Dímon frá 1902, Eyjafjalla-
jökull frá 1903 og Sólsetur viö
Tjörnina frá 1905.
FÆSTIR MÁLARANNA
HEIMSFRÆGIR
Á þessum sama tíma höfðu fjöl-
margir frændur okkur frá Skand-
inavíu dvalið langtímum saman
við brunna heimslistarinnar í
París, á Ítalíu og í Þýskalandi. Enda
verður ekki framhjá því horft að
handbragð Þórarins er ívið fátæk-
legra en list nafnkunnra samtíma-
manna á borð við Edvard Munch,
Svíann Carl Larsson, Danann
Hammershoi og Finnann Axeli
Gallen-Kallelala.
Fyrir utan Munch hafa þeir mál-
arar sem verk eiga á sýningunni
notið frægðar sunnar í álfunni, en
þó líklega öllu meiri í Þýskalandi
en í Frakklandi. Enda hefur sýn-
ingin hlotið mikla umfjöllun og
lofsamleg ummæli í hérlendum
fjölmiðlum og virðist hafa komið
ýmsum á óvart.
Heimsblaðið Le Monde fjallar
um sýninguna á forsíðu laugar-
dagsblaðs og segir meðal annars:
,,Hún er fallegt og einstakt ævin-
týri þessi sýning! Falleg einsog öll
vandasöm áform í lítt þekktum
deildum jarðar. Einstök vegna
þess ósamlyndis sem þjóðir þessar
þurftu að vinna bug á áður en slík-
ur samhljómur varð að veruleika.
í þessu tilliti er nafn sýningarinn-
ar, Ljós norðursins, glæsilegasta
málamiðlunin, þar sem safnað er
saman undir formerkjum sumar-
nátta og vetrardaga margvísieg-
um straumum og myrkum lista-
verkum. .
„VIRÐIST HAFA DÁLÆTI
Á HESTUM. . . /'
Og þótt hlutur íslendinga sé
ekki mikill láta fjölmiðlar ekki hjá
líða að verja nokkrum orðum í
Þórarin B. Þorláksson. „íslending-
urinn Þórarinn B. Þorláksson virð-
ist hafa dálæti á hestum, og í
fjarska blá fjöll og sóiarlag sem
speglast í heiðavötnum, þar til
töfrar víðáttunnar víkja loks fyrir
myrkari tónum næturblámans
og svartra sanda,“ segir hið víð-
lesna blað Libération. Ummæli
gagnrýnanda Le Monde eru ekki
jafn ljóðræn. Þar segir raunar að
myndir Þórarins séu einsog sjálf-
sprottnar úr íslensku landslagi, en
um leið er spurt hvort þær myndu
ekki sóma sér betur í öðru sam-
hengi.
Hvort út úr sýningu þessari má
lesa einhvern „samnorrænan"
anda, einsog ýmsir franskir list-
rýnendur hafa látið í veðri vaka —
um það verður ósagt látið hér. En
það er altént víst að í Petit Palais
úir og grúir af sumarnóttum, ang-
urværum sumarnóttum, tregafull-
um sumarnóttum, sumarnóttum
við sjávarsíðuna, sumarnóttum á
akri, í skógi og á fjalli.
En oft bregður líka fyrir myrkari
tónum. Þetta er tími symbólisma í
norrænni list og dauðinn sem vitj-
ar er listamönnum hugleiknari en
flest annað. Maður les dauðann úr
augum tæringarsjúks ungs manns
sem horfir tómlátur inn í kertis-
loga, dauðann úr ásýnd vinnu-
konu sem hvílir sig göngumóð við
vegarkant. Og þarna er svartklætt
fólk við messur og jarðarfarir,
ofurselt strangleika og lífsafneitun
þeirrar píetísku trúarvakningar
sem fór um Norðurlönd undir lok
síðustu aldar.
BIRTAN I' MYNDUNUM
ÁHRIFAMEST
Gáfumenn sem öllum betur
þekkja böl heimsins eiga líka sinn
stað vísan á sýningunni. Tónskáld-
ið Síbelíus situr við langdrykkju
ásamt félögum sínum og aðdáend-
um; Ibsen gengur strangur eftir
Karls Jóhannsgötu í Osló og ábúð-
armikill flytur Georg Brandes boð-
skap sinn í vísindaakademíunni í
Kaupmannahöfn. Og Ágúst
Strindberg er líka þarna, þótt ann-
arra erindagjörða sé — hann
fékkst nefnilega við málaralist í
hjáverkum og eftir hann hanga
uppi fjögur málverk sem hann
kaus að kenna við „Inferno“, full af
svartagalli og ólgandi kviku.
En burtséð frá þeim symból-
isma, natúralisma og ný-rómantík
sem sérfræðingar segja að hafi
einkennt norræna málaralist á
þessum árum, þá er það birtan í
myndunum sem mest áhrif hefur á
fávísan leikmann —- tær, norræn
og ósvikin...
HANSÍNA Jensdóttir opnar sýn-
ingu á skúlptúrverkum á Kjarvals-
stöðum þann 14. mars. Hansína er
gullsmiður að mennt og starfar að
iðn sinni meðfram myndsköpun-
inni. Hún vinnur verk sín mestan-
part í járn með hús sem grunnform,
en einnig notar hún ryðfrítt stál og
gler í myndirnar. Saman við blandar
hún svo gipsi sem hún málar og vef-
ur utanum járnið. Þetta er fyrsta
einkasýning Hansínu og öll verkin
eru unnin á tveimur næstliðnum ár-
um, aðeins eitt þeirra hefur verið
sýnt áður, á Abstrakt-sýningunni
sem lauk á Kjarvalsstöðum nú fyrir
skömmu.
HÁSKÓLAKÓRINN er orð
inn einn af föstu liðunum í tónlistar-
lífi höfuðborgarinnar, og hefur á
undanförnum árum einkum vakið
athygli manna vegna ræktar sinnar
við nýja íslenska tónlist. A tvennum
tónleikum sem kórinn hyggst
standa fyrir, á sunnudaginn í Lang-
holtskirkju og á mánudaginn í Fé-
lagsstofnun stúdenta, frumflytur
hann tvö verk. Annað eftir ungt og
upprennandi tónskáld, Hauk Tóm-
asson, sem hann hefur gert við Ijóð
Hannesar Péturssonar, Haustnætur
við sjó. Hitt verkið er eftir Englend-
inginn John Speight, A Shepherd’s
Carol við ljóð eftir W.H. Auden. Þeg-
ar þessu Iýkur leggur kórinn land
undir fót og heldur til Ítalíu og
hyggst skemmta þarlendum með
söng á fimm stöðum. Stjórnandi
Háskólakórsins er Árni Harðarson.
BÓKAKLÚBBUR Almenna
bókafélagsins sendir í næsta mán-
uði frá sér bókina Red Storm Rising
eða Rauður stormur, eins og hún
mun að öllum líkindum heita á ís-
lensku. Þetta er stríðssaga sem
tengist Islandi mjög mikið og af
þeim sökum hafði HP samband við
Ólaf Bjarna Guönason þýðanda
bókarinnar og bað hann að segja
undan og ofan af efninu. Ólafur
sagði að þetta væri í stuttu máli saga
þriðju heimsstyrjaldarinnar sem
hæfist á því að múhameðskir ofsa-
trúarmenn brenndu til kaldra kola
olíuvinnslustöðvar í Sovétríkjunum
með þeim afleiðingum að Rússarnir
yrðu öðrum háðir um olíu og það
gætu þeir ekki búið við. Vegna þess
ætluðu þeir að sölsa undir sig svæð-
ið kringum Persaflóa en Nato stend-
ur í veginum fyrir því. Þá er ekki
nema eitt til ráða fyrir vesalings
Rússana, nefnilega að gera innrás í
Vestur-Evrópu. Til þess að slík inn-
rás heppnist verða þeir fyrst og
fremst að ná undir sig íslandi, í tví-
þættum tilgangi, þ.e. að rjúfa kaf-
bátahlustunarlínu Vesturveldanna
og stöðva birgðaflutninga yfir
Atlantshafið. Vesturveldin verða
auðvitað að ná íslandi aftur af
Sovétmönnum. Litla ísland verður
þannig sá öxull sem stríðið snýst
um. Það er rétt að taka það fram að
hér er um svokallað hefðbundið
stríð að ræða, ekki er beitt kjarn-
orkuvopnum né efnavopnum. Höf-
undur bókarinnar er bandarískur,
fyrrverandi tryggingasölumaður
með hernaðardellu. Þetta er önnur
bók hans og um leið önnur metsölu-
bók hans. Ólafur sagði að styrkur
bókarinnar lægi í því að höfundur-
inn væri mjög vel að sér í hernaðar-
fræðum, aftur á móti væri annað
mál hvort pólitíkin sem að baki lægi
væri rétt.
Edvard Munch (Noregur): Röddin (1893).
30 HELGARPÓSTURINN