Helgarpósturinn - 24.06.1987, Blaðsíða 3

Helgarpósturinn - 24.06.1987, Blaðsíða 3
FYRST OG FREMST GEITHAFUR er á nýju bæjar- merki Grindavíkur. Sumir kunna að reka upp stór augu og hugsa sem svo, að nær væri að hafa fisk á merkinu hjá þessu landsins mesta sjávarplássi. En auðvitað eru til skýringar á öllu: Landnáms- Bæjarmerki Grindavíkur. maður í Grindavík hét Hafur-Björn og stafaði nafngiftin út frá mjög frjósömum geithafri sem hann átti. Hafursmerkið er því ekki út í hött, en samt sem áður hefur merkið orðið til þess að Grindvík- ingar hafa rekið upp stór augu og orðið eitt spurningamerki í framan. Um ástæðuna mátti lesa í Víkur-fréttum nýverið. Bærinn vildi sem sagt fá sér nýtt merki og var auglýsingastofa fengin í verkið. Merkið kom á tilsettum tíma og fylgdi vitaskuld með vænn reikningur, enda dýr þjón- usta. En þá kom að því að glöggur maður rakst á þýska uppsláttarbók um skjaldarmerki og fann þar annars vegar hafursmerki fyrir bjór og hins vegar hafursmerki fyrir erlenda bílategund, sem að vísu er hætt að flytja hingað inn. Merkin eru sláandi lík, nánast eins, „nema hvað ullartæjur eða krúsidúllur eru sniðnar af geit- hafnum áður en það er íslenskað", eins og segir í Víkur-fréttum. Blaðið sagði viðkomandi auglýs- ingastofu vera á höfuðborgar- svæðinu og að bærinn hefði neitað að greiða reikninginn. Það upplýsist nú hér að viðkomandi stofa er engin önnur en hin virta Auglýsingastofa Kristínar (Þorkels- dóttur) en enginn dómur verður lagður á það hér hvort um „ódýra stælingu" er að ræða eða hreint furðulega tilviljun! Lesendur geta virt merkin fyrir sér og dæmt sjálfir um skyldleikann. RÖÐULL heitir vel ættaður 1. verðlaunahestur og fyrir fáeinum dögum var sérstaklega auglýst í Degi á Akureyri að Röðull væri „kominn í sumarhólfið að Hvammi" og auglýst, að hann gæfi af sér sérlega viljug reiðhross — sum glæsileg. Og þessi dugn- aðarforkur er greinilega vinsæll: „Næsta sumar er Röðull ráðinn, bæði gangmál, suður í Arnessýslu. 1989 er beðið um hann í Borgar- fjörð og Skagafjörð." Það er sem sagt álíka löng bið eftir Röðli og lánsloforðum Húsnæðisstofnunar! SVO virðist sem fréttamenn sænska sjónvarpsins séu illa á sig komnir líkamlega, en það var niðurstaða læknisskoðunar sem fréttamennirnir voru látnir gangast undir. Var niðurstaðan sú að karlarnir væru mun verr á sig komnir en konurnar og þurfti rúmlega helmingur þeirra að taka upp heilbrigðara líferni miðað við aðeins um þriðjung kvenna. í ljós kom að karlarnir höfðu yfirleitt hærri blóðþrýsting, meiri blóðfitu og algengara var að þeir væru of þungir heldur en konurnar. Núna þurfa svörtu sauðirnir vafalaust að fara að hreyfa sig meira, borða grænmeti, hætta að reykja og drekka til þess að verða ekki kransæða- og hjartasjúkdómum að bráð. Það fer að verða vandlifað í þessum heimi ef maður ætlar að halda áfram að draga andann. Niðurstöður þessar gætu átt við íslenska fréttamenn líka, a.m.k. væri fróðlegt að sjá niðurstöður læknisrannsóknar á stéttinni. t>AÐ eru ýmsir fjörlegir sprettir í skrifi því sem Guðrún Helgadóttir setti saman fyrir miðstjórnarfund . Alþýðubandalagsins nú um helg- ina. Enda er Guðrún náttúrlega einn af okkar mætustu rithöf- undum, ekki síður en alþingis- mönnum. Guðrún ber meðal annars saman forystumenn Alþýðubandalagsins og Steingrím Hermannsson forsætisráðherra og er sá samanburður flokksbræðrum Guðrúnar heldur óhagstæður. Þó þykjumst við kenna svolítið írón- ískan tón í garð Steingríms: „Stjórnmálamenn af gamla skólan- um telja hins vegar að þeir eigi ekkert ólært, og þess vegna verður málflutningur þeirra í hæsta máta ótrúverðugur, einfald- lega klisjukenndur. Það verður ekki sagt um forsætisráðherra þjóðarinnar. Aldrei hefur hann unnið hug og hjörtu þjóðarinnar eins og þegar hann hefur lýst yfir að hann hafi verið plataður, hafi skipt um skoðun eða hreinlega viti ekkert um málið. Og sá stíll sem hann hefur tamið sér vinnur vel, hann heldur sig á lágu tónunum og fólk trúir því aö hann sé ad hugsa..“ í ÞINGLIÐI Alþýðubandalagsins er annar rithöfundur, Ragnar Arnalds, höfundur kassastykkis frá liðnum vetri. En nú bregður svo við að Ragnar tekst ekki á sama flug og Guðrún Helgadóttir í vinnuplaggi sínu fyrir miðstjórnar- fundinn. Ritgerð Ragnars má kannski auðkenna með örfáum orðum: Sami grautur í sömu skál. Tökum til dæmis: „Ég hef fulla ástæðu til að ætla að Alþýðu- bandalagið geti endurheimt allt þetta fylgistap við hagstæðari aðstæður og að því tilskildu að flokkurinn skapi sér sóknarstöðu, byggða á bjartsýni, baráttuhug og endurnýjuðum þrótti... Þessar sóknarlotur í kjölfar landsfundar þurfa að vera vandlega undir- búnar og einkennast inn á við af jákvæðu hugarfari og sterkum vilja til samstöðu en út á við af óbilandi bjartsýni. Bjartsýni skapar baráttuþrek... SMARTSKOT HELGARPUSTURINN UMMÆLI VIKUNNAR Tregir í stjórnartaumi Stjórnvitringar standast él, í stjórnartauma hnepptir. Stjórnarmyndun miöar vel, en mikil vinna er eftir. Niðri. ,,. . . einungis þar hef ég fundið fyrir niðurlœgjandi athugasemdum vegna þess að ég er kona. Þrátt fyrir fagrar yfir- lýsirigar og tillögur gegn mismunun á fólki eftir kynferði er karlremban í þing- flokknum allsrádandi". — GUÐRÚN HELGADÓTTIR UM ÞINGFLOKK ALÞÝÐUBANDALAGSINS í SKÝRSLU SEM HÚN LEGGUR FRAM Á MIÐSTJÓRNARFUNDI ABL. NÚ UM HELGINA. Leit vargurinn við þessu? Gunnar Geir Gunnarsson starfsmaður á Sorphaugum Reykjavíkurborgar „Það er nú varla að hann komist í kjötið, þetta er urðað daglega og helst samstundis. Kannski hann nái að kroppa eitthvað í það að nóttu til sem þvælst hefur frá ýtunum. En tækifærin eru fá og það er lítið um varg, hann virðist hafa nóg æti." Hvað með rotturnar? „Hér hafa nú ekki sést rottur langa lengi, þeim er algjör« lega haldið niðri af borginni. Ég hef persónulega séð eina einustu rottu frá því ég byrjaði hérna í fyrrahaust. Hins vegar hafa sést nokkrir kettir í vetur." Þið starfsmennirnir hafið þá ekki fengið ykkur bita af kjötinu? „Alls ekki. Það kom ekki til greina!" Hvernig er annars að vinna hérna á sorphaugunum? „Það er ágætt í flesta staði. Hér eru menn með ágætan húmor, hinir heiðarlegustu menn. Helsti ókosturinn er ryk- ið og mest er af því á sumrin, enda er best að vinna héma að vetri til. Rykið er ekki venjulegt ryk, það er sambland af ýmsum toga og sjálfsagt að nota rykgrímur þegar mest er. Ekki veitir stundum af. Það mætti vökva svæðið meira til að halda þessu betur niðri. Maður venst hins vegar lyktinni, eða ólyktinni skulum við segja, og hún er reyndar ekki svo ýkja mikil, því það er borið i planið og reynt aö halda þessu öllu í góðu horfi. Enda segja menn sem koma hingað að sorphaugarnir séu í góðu lagi. Haugar eru jú alltaf haugar." Fylgja ekki einhver hlunnindi starfinu? „Það má nefna frítt fæði. Ekki þó héðan!" Eitthvert álag hljótið þið að fá út af sérstökum aðstæð- um, ef svo má segja? „Já, reyndar er nýtilkomið sérstakt álag. Óþrifnaðarálag held ég það heiti." Kemur mikið af fólki hingað? „Það er auðvitað talsvert um að fólk sé að henda hlutum á haugana og það koma hingað ýmsir. Margir eru einmitt hrifnir af því hversu haugarnir eru í góðu lagi í rauninni." Er ekki eitthvað um heillega hluti sem fólk hendir? „Jú, jú, eitthvað er um það. Ég get nefnt t.d. stöðugan straum af kartöflum. Og það kemur fyrir að við sjáum heil- leg húsgögn og annað slíkt." Hefur fólk freistast til að hirða hluti af haugunum? „Nei, ekki myndi ég segja það. Maður sér að fólk er stundum að gjóa augunum þegar það kemur, en hingað kemur fólk ekki til að finna hluti." Hundruöum tonna af kindakjöti hefur að undanförnu veriö ekiö á Sorphauga Reykjavíkurborgar og uröaö af verktökunum þar. Um er aö ræöa gamlar birgöir úr kjötfallinu víöfræga, nánar tiltekið var veriö aö fleygja birgöumfrá 1985 og rýmafyrir nýjum. Þaö gengur sem sagt illa aö koma kindakjötinu í landann og varla hægt aö selja þaö útlendingum fyrir spottpris. Því þarf aö selja þaö fyrir sama og ekki neitt í refafóður eöa þá aö henda þvi einfaldlega. En skyldi vargurinn hafa litið við kjötinu? Viö skruppum á haugana í Gufu- nesi (Grafarvogshúsin eru nánast komin ofan í rusliö) og hittum þar fyrir Gunnar Geir Gunnarsson, starfsmann hjá því verktaka- fyrirtæki sem sér um haugana, Veli hf. HELGARPÓSTURINN 3

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.