Helgarpósturinn - 24.06.1987, Blaðsíða 26

Helgarpósturinn - 24.06.1987, Blaðsíða 26
■ orstjóri BBC, bresku útvarps- og sjónvarpsstöðvarinnar, gerðist held- ur betur sekur um að bæta gráu ofan á svart um daginn. Stjórinn ætl- ar að halda veislu að loknum kosn- ingum, en mörgum háttsettum kon- um innan fyrirtækisins þótti fram- hjá sér gengið þegar boðskort í fagnaðinn fóru að berast. Greip þá maðurinn til þess ráðs að senda nokkrum kvenkyns starfsmönnum formlegt boð, en nú var eftirskrift á kortunum. Voru dömurnar beönar um að vera svo vænar að hjálpa til við að bera fram guðaveigarnar í veislunni. . . Ífwi I yrir nokkrum dögum tók þjófur nokkur í New York stóra vöruflutn- ingabifreið ófrjálsri hendi, sem er kannski ekki í frásögur færandi þar í borg. Það hefur hins vegar efalítið komið hinum fingralanga á óvart að uppgötva hver farmurinn var. í bíin- um voru nefnilega tvö hvít og afar sjaldgæf tígrisdýr. Eitthvað hefur þjófgarminum vaxið það í augum að koma ránsfengnum í verð, því bifreiðin fannst yfirgefin nokkru síð- ar. Þ.e.a.s. þjófurinn var á bak og burt, en tígrísdýrin á sínum stað. . . Þ að hefur lengi verið þekkt staðreynd, að þeir sem umgangast reykingafólk anda að sér hinum skaðlegu efnum og reykja þannig „óbeint". Nú hefur könnun í Bret- landi leitt í ljós að börn reykja sem svarar 150 sígarettum á ári, ef þau búa hjá foreldrum sem nota tób- ak... Bylting í rafgirðingum! Spennar með innbyggðu aðvörunarkerfi Nýju spennarnir frá „PEL" eru kraftmiklir og geta haldið uppi spennu á fjögurra strengja giröingu allt aö 25 km langri, án teljandi spennufalls. Viövörunarkerfi sýnir meö 2 aövörun- arljósum þegar spennufall veröur af völdum ónógs jarösambands eöa bilunar í girðing- unni sjálfri; þetta auðveldar mjög allt eftirlit og bilanaleit. Allir eftirtaldir spennar frá PEL eru samþykktir af Rafmagnseftirliti ríkisins. Meöalsterkur spennir, i heldur uppi spennu á 50 km. löngum vír eöa 12,5 km. langri fjögurra strengja giröingu. Spenna viö 500 OHM mótstööu 5000 V. Tengdur viö 220 V veiturafmagn. Rafgeymaspennir er heldur uppi spennu á 16 km. löngum vír eða 4 km. fjögurra strengja girðingu. Spenna viö 500 OHM mótstööu er 3900 V 100 amperstunda geymir endist í 5—8 vikur. PEL fyrirtœkiö hefur einnig hannað litla og handhœga spenna fyrir randbeit og hesta,þeir ganga fyrir venjulegum vasa Ijós raf h lööu m. Sþennirinn er meö rafhlööum og fer vel í hnakktösku á feröa- lögum. Öflugasti spennirinn á markaöinum, held- ur uppi spennu á 100 km. löngum vír eöa 25 km. langri fjögurra strengja giröingu. Spenna viö 500 OHM PEL 25 mótstööu 5500 V. Tengdur viö 220V veiturafmagn. Ennfremur hefur Globus hf. á boöstólum hina þekktu AZOBE rafgiröingarstaura, þanvír (high tension), strekkjara, hliöhandföng, einangrara og allt annaö sem þarf tll rafgirð- inga. Hagstœð verð og greiðslukjör Hafið samband við söiumenn G/obusp LÁGMÚLI 5 108 REYKJAVÍK SI'M 1681555 NYIIMNFLUTTUR FRA USA Til afhendingar strax á besta fáanlegu verði. Baldvinsson hf. Símar 92-6641 og 6700 26 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.