Helgarpósturinn - 24.06.1987, Blaðsíða 34
mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmBmmmá
DAGSKRARMEÐMÆLI
Laugardagur 27. júni kl. 22.55.
Augu Láru Mars (The Eyes of Laura
Mars). Bandarísk spennumynd frá
1978 meö Faye Dunaway og Tommy
Lee Jones í aöalhlutverkum undir
leikstjórn Irvin Kershner. Faye leikur
tískuljósmyndara sem hefur
skyggnigáfu og sér fyrir morð. Mjög
meðmaelanleg mynd, en auðvitað
eiga börnin að vera sofnuð.
Sunnudagur 28. júní kl. 20.50.
Næstum því klukkustundar um-
ræðuþáttur um hundahald í Reykja-
vík í umsjá hins geðþekka guðfræð-
ings Önundar Björnssonar. Hér er á
ferðinni sígilt umræðuefni sem alltaf
er gaman að pæla í. Eins og nýverið
var bent á í HP eru hundar skapaðir
úr grasvendli...
Föstudagur 26. júní kl. 20.00
Sagan af Harvey Moon (Shine On
Harvey Moon)
Nýr breskur framhaldsmyndaflokk-
ur sem hlotið hefur frábæra dóma í
Bretlandi jafnt áhorfenda sem og
gagnrýnenda.
Sagan gerist í lok seinni heimsstyrj-
aldarinnar. Sagt er frá Moon-fjöl-
skyldunni á þessum erfiðu breyt-
ingatímum. Sagan byrjar þegar
Harvey Moon snýr heim úr stríðinu
eftir að hafa gegnt herþjónustu á
Indlandi. Draumar hans um ham-
ingju og friðsælt heimilislíf virðast
ekki ætla að rætast. Hann kemst að
þvíaðkonunni hans hefur hreint ekki
mislíkað grasekkjustandið, dóttir
hans er ekki við eina fjölina felld í
ástamálum og sonur hans gengur
með þá grillu að pabbinn hafi verið
hugrakkur njósnari í stríðinu.
Föstudagur 26. júní kl. 1.05 e.
miðnætti
Ærsladraugurinn (Poltergeist)
Bandarísk hrollvekja frá árinu 1982.
ingway, „skáldið sem hafði áhrif á
heila kynslóð". Á laugardaginn kl.
22.20 les Viðar Eggertsson söguna
„Bróðurmorð" eftir Edgar Allan Poe.
Á sunnudag kl. 19.30 rabbar Einar
Karl Haraldsson við hlustendur um
„flökkusagnir í fjölmiðlum".
Fátt eitt vekur forvitni, allt í föstum
skorðum. Bendum þó á þátt Andreu
Jónsdóttur á laugardag kl. 22.05,
„Út á lífið", þar sem hún kynnir dans-
og dægurlög frá ýmsum tímum. Síð-
ast mæltum við með Laugardags-
rásinni og gerum svo sem enn.
BYLGJAN,
Allt í föstum skorðum. Ásgeir Tóm-
assonálaugardagkl. 12.10 til 15ætti
varla að svíkja í (vonandi) sólinni og
á sunnudag í hádeginu er viku-
skammtur Sigurðar G. Tómassonar
með gestum í stofu.
FM 102,2
Kl. 22.00 fimmtudagskvöld er Örn
Petersen með þátt þar sem tekið er
á málum líðandi stundar og þau
rædd til mergjar með viðmælendum
og orðabelgjum hlustenda
(91-681900). Stjörnumenn taka það
sérstaklega fram, frammi fyrir 90%
músíkinni og 9% léttleikanum, að
um alvarlegan dagskrárlið sé að
ræða! Sami náungi setur hins vegar
upp yfirmáta léttleikahaminn á laug-
ardag kl. 13.00. Það má athuga þetta.
SVERRIR OG RUSLATUNNURNAR
Af því að þetta er vettvangur
dagskrármeðmæla vill undirritað-
ur til tilbreytingar athuga dagskrá
sjónvarpsstöðvanna framundan
með orð Sverris í huga og draga út
eitthvað til að mæla ekki með.
Stöd eitt, ríkisstöðin: Næstu
daga get ég ekki séð einn einasta
þátt sem þarf að vara við. Að vísu
verða bandarískar dans- og
söngvamyndir að teljast lágmenn-
ingarrusl og er ein slík, Funny
Face, á laugardag kl. 21.15. Vanda-
málið er, að aðalleikarinn er hinn
nýlátni Fred Astaire og því erfitt
um vik að segja nokkuð nei-
kvætt.. .
Stöd tuö: Fimmtudagur kl.
16.45, kvikmyndin Hugleysinginn
(The Coward of the County) með
Kenny Rogers. Rusl. Fimmtudagur
ki. 23.45, njósnamyndaflokkurinn
Flugumenn (1 Spy). Rusl. Föstu-
dagur kl. 20.50, Hasarleikur
(Moonlightning). Rusl. Föstudagur
kl. 21.40, Hellisbúinn (Caveman)
með Ringo Starr. Rusl. Laugardag-
ur kl. 15.30, Ættarveldiö (Dyn-
asti). Rusl, eins og Dallas. Laugar-
dagur kl. 19.00, Lucy Ball. Rusl.
Sunnudagur kl. 16.20, Wrestling,
fjölbragðaglíma: Rusl ruslsins.
-fþg
Framleiðandi er Steven Spielberg en
leikstjóri er Tobe Hooper. Því sem
næst á einni nóttu breytist hinn
hefðbundni sunnudagur hjá Steven
og Diana Freeling. Þau verða fyrir
þeirri ógnvekjandi reynslu að óvin-
veitt andleg öfl gera vart við sig í
húsi þeirra. Hurðir fara að skellast,
hlutir að hreyfast með óútskýranleg-
um hætti og heimilisfólkinu er ekki
lengur óhætt. Myndin er bönnuð
börnum.
Laugardagur 27. júni
kl. 16.15 ræðir Jón Óttar Ragnars-
son við Halldór Kiljan Laxness, kl.
20.45 er Spéspegill (Spitting
Image) og kl. 1.10 er hin ágæta mynd
Roberts Aldrich eftir sögu Wamb-
augh „Kórdrengirnir" (Choir boys).
Upplausnarástand ríkir að tjaldabaki
hjá stórborgarlögreglunni i henni
Ameríku. Öll börn sofnuð og dreymir
um Jóga björn.
©
Á fimmtudag kl 22.20 mun Sigmar
B. Hauksson sjá um þátt um Hem-
Sagan af Harvey Moon er nafnið á breskum framhalds-
myndaflokki í 25 stykkjum, sem þykir nokkuð vandaður
og vel leikinn. Um er að ræða salt og piparflokk, þ.e.
vandlega formúleraða blöndu af húmor og dramatík.
Föstudag á Stöð 2.
Þetta er að vísu leikkonan Phyllis Logan, en tilefni mynd-
birtingarinnar er hundspottið. í ríkissjónvarpinu verður
nk. sunnudag kl. 20.50 umræðuþáttur um hundahald í
Reykjavík í umsjá Önundar Björnssonar.
UTVARP
eftir Garðar Sverrisson
*
A bak við virkisveggi
I hinni miskunnarlausu samkeppni fjöl-
miðla ber það nú helst til tíðinda að starfs-
menn ríkisútvarps hafa leitað skjóls í hús-
inu stóra í Efstaleiti eða „hinu efsta leiti“,
svo notuð sé hughreystandi túlkun forseta
Islands. Með hliðsjón af ört vaxandi sam-
keppni er þetta nýja hús dálítið skemmti-
lega teiknað. Það lítur út eins og virkin sem
þeir forðum reistu sem áttu sér skæða
fjandmenn. Vinur minn fullyrðir að hann
sjái meira að segja varðturn á hinu nýja
húsi. Ég þarf að kanna það betur.
En það er ekki nóg að útvarpsmenn finni
til aukinnar öryggistilfinningar. Við hin
þurfum líka að gera það. Okkur þarf að
finnast það traustvekjandi og gott. En ríkis-
útvarpið er bara ekkert gott. Ef það væri
gott myndu menn hlusta meira á það en
raun ber vitni.
I góðu útvarpi er ekki nóg að vera með
gott efni. Framsetningin á því þarf að vera
svolítið lifandi og áheyrileg. Með þessu er
ég alls ekki að segja að ríkisútvarpið eigi að
apa eftir þann uppgerðarhressleika sem
einkennir mjög nýju stöðvarnar, þar sem
allir eru alltaf í svo miklu ,,stuði“ — jafnvel
í „banastuði". Nei, hér er einfaldlega verið
að biðja um að menn nýti sér betur þá
möguleika, þá tækni og þær hugmyndir,
sem komið hafa fram á síðustu áratugum.
Sá hægi, þurri og tilbreytingarlausi upp-
lestur sem tíðkast í ríkisútvarpinu skilst
mér að heyrist hvergi annars staðar og hafi
ekki heyrst í áratugi erlendis. Enda hvernig
á hlustandi að fá brennandi áhuga á efni
sem virðist ekki einu sinni vekja hinn
minnsta áhuga þess sem upp les. Þessi upp-
lestur verður í besta falli til að leiða áheyr-
andann inn í draumalandið. Kannski þarft
verk út af fyrir sig, en tæpast í verkahring
ríkisútvarpsins.
Þessi silalegi upplestur er aðeins ein hlið-
in á okkar þreytulega ríkisútvarpi. Þetta er
þó sú hlið sem auðvelt á að vera að lag-
færa. Það er til fjöldinn allur af fólki sem get-
ur lesið upp með áherslum og jafnvel
áhuga. Fllustum til dæmis á Hallgrím Thor-
steinsson. Honum tekst að fá hlustendur til
að hlusta af áhuga, nánast á hvaða frétt
sem er. Hvernig væri nú að fólkið í „hinu
efsta leiti“ tæki upplestur hans sér til fyrir-
myndar.
Virkisveggirnir halda ekki einir.
SJÓNVARP
eftir Jónínu Leósdóttur
Góð orðabók nœgir ekki
Er ekki makalaust hvað það getur reynst
erfitt að forðast íslenska textann á sjón-
varpsskerminum og í bíó? Þegar maður
skilur ekki tungumálið er íslenska þýðing-
in auðvitað ómissandi hjálpartæki. Textinn
er hins vegar í besta falli óþarfur fyrir
þann, sem hefur góð tök á hinni erlendu
tungu. (Svona eins og að tryggja sig bæði
hjá Sjóvá og Almennum tryggingum, til
vonar og vara!) í verstu tilvikum getur text-
inn á hinn bóginn orðið fjári hvimleið trufl-
un. Það er nefnilega svipað að fylgjast með
þýðingarvillum og borða poppkorn. Það
getur verið erfitt að hætta.
Auðvitað liggur beinast við að kenna
þýðandanum um þær villur, sem leynast í
textanum, en málið er þó ekki alveg svo
einfalt. Þetta er einnig stjórnunaratriði.
Einn þýðandi getur verið vel að sér í amer-
ísku, en ekki breskum mállýskum og orða-
tiltækjum — og öfugt. Þýðendur þyrftu
helst að hafa dvalið eitthvað í viðkomandi
landi, því enginn lærir talmál til fullnustu af
bókum.
Ég verð að taka undir ,,línuna“ í lesenda-
bréfunum og segja að yfirleitt eru þýðing-
arnar á Stöd 2 slappari en hjá ríkissjón-
uarpinu. Svona almennt. Á þessu eru þó
undantekningar, svo sem textar Ingunnar
Ingólfsdóttur. Þýðingar hennar eru alveg
til fyrirmyndar. Bæði hárréttar og vel orð-
aðar. Ólafur B. Gudnason hjá ríkissjón-
varpinu finnst mér einnig góður. Guðni
Kolbeinsson getur verið glúrinn í þýðing-
um á léttu afþreyingarefni, þar sem næst-
um verður að búa til nýjan heildartexta
vegna fjölda orðaleikja og útúrsnúninga.
Þróndur Thoroddsen leysti þetta líka mjög
vel í Prúðuleikurunum á sínum tíma. Þýð-
ingar Guðna eru hins vegar stundum svo-
lítið hroðvirknislegar. Dæmi um slíkt var
t.d. að finna í sjónvarpsleikritinu að kvöldi
þjóðhátíðardagsins. Ég tók eftir þremur
villum, þegar ég fór að gefa þýðingunni
gaum, seint í myndinni. Svo sem: „He sicks
most of it up“ (um hund, sem át mikið en
kastaði matnum upp og var þess vegna
ekki feitur). Þýtt: „Hann hleypur mest af
því af sér.“
Svo Stöð 2 fái nú eina pillu líka, þá sást
eftirfarandi stafsetning i þættinum L.A.
Law 21. júní: „að nokkru leiti". Ekki veit ég
þó hvort þarna var prentvillupúki á ferð,
eða léleg réttritun þýðandans, Svauars Lór-
ussonar.
Að lokum gamalt dæmi úr ensku leikriti
hjá ríkissjónvarpinu, sem er mér ógleym-
anlegt. Þar var frábær frönskumanneskja á
ferð, en greinilega afskaplega illa að sér í
bresku talmáli og hefði því ekki átt að
koma nálægt þessari þýðingu. Einn leikar-
inn sagði „1 saw it on the box last night“ og
var að tala um eitthvað, sem hann sá í sjón-
varpinu/imbakassanum kvöldið áður.
Þetta var þýtt, án umhugsunar: „Ég sá það
framan á póstkassanum í gærkvöldi."
Svona mistök gerast ekki hjá hæfum þýð-
endum, sem búa yfir þekkingu á því þjóð-
félagi, sem myndefnið kemur frá. Það er
ekki nóg að eiga góðar orðabækur!
34 HELGARPÓSTURINN