Helgarpósturinn - 24.06.1987, Blaðsíða 12

Helgarpósturinn - 24.06.1987, Blaðsíða 12
ERLENT VINNUAFL AISLANDI eftir Áslaugu Ásgeirsdóttur myndir Jim Smart í STÖRFUM SEM LANDINN FÚ LSAR VIÐ Óskar Hallgrímsson hjá félags- málaráðuneytinu, sem sér um að gefa út atvinnuleyfi, sagði að ,,um- sóknir um atvinnuleyfi eru um 1.200 á ári og af þeim um 400 manns til starfa hjá fiskverkunar- stöðvunum. Þessi tala miðast við ár- ið 1986 og er athyglisvert að sú tala hefur hækkað úr 260 árið 1985. Samt hefur fjöldi umsókna ekki auk- ist að ráði heldur fara nú færri í önn- ur störf. Næststærsti hópur útlend- inganna fer til starfa hjá heilbrigðis- kerfinu. Þess ber að geta að inn í þessa tölu kemur ekki fram sá fjöldi Norðurlandabúa sem hingað kemur 12 HELGARPÓSTURINN Erlent vinnuafl hefur veriö til staðar á íslenskum vinnumarkaði í fjöldamörg ár. Talsverðar sveiflur hafa verið á fjölda útlendinganna og einnig á því hvar þeirra er helst þörf. Til dœmis var mikill skortur á fólki til land- búnaðarstarfa um 1949 og flutti þá hópur Þjóðverja hingað til lands. Svipað ástand ríkti á fiskiskipunum árin 1954—56 og var þá gripið til þess ráðs að fá Fœreyinga til starfa á skipunum. Margir hafa líkt þvíástandi sem þá ríkti við ástandið sem nú ríkir í sumum atvinnugreinum, eins og fiskvinnslu og hjá heilbrigðisstéttunum. En hvernig hefur þróunin verið undanfarin ár? Hefur út- lendingunum fjölgað og við hvaða störfvinna þeir helst? til starfa því þeir þurfa ekki atvinnu- leyfi og eru því hvergi á skrá“. NEYÐARÁSTAND RÍKIR VÍÐA Þessi fjölgun útlendinga í fisk- vinnslu kemur engum á óvart sem við hana starfa. Eiríkur Sigurðsson hjá Kaupfélagi Austur-Skaftfellinga á Höfn í Hornafirði sagði að hjá fisk- verkunarstöðvunum ríkti neyðar- ástand og erfiðlega gengi að fá fólk til starfa „Auglýsingar innanlands bera engan árangur. Við höfum ekk- ert farið út í að auglýsa erlendis eftir starfsfólki en hjá okkur eru hins- vegar 7 verkamenn frá Nordjobb í vinnu." Nordjobb er samtök norrænu fé- laganna á Norðurlöndum og sjá þau um að útvega fólki á aldrinum 18—26 vinnu á Norðurlöndunum sumarlangt. Pétur Hafstein, umsjón- armaður Nordjobb á íslandi, sagði að í sumar væru um 90 krakkar staddir hérna á þeirra vegum og þar af starfa 34 í fiski úti á landi. Ástandið er einnig slæmt annars staðar en á Höfn. Flest fer verka- fólkið til verstöðva á Vesturlandi, Vestfjörðum, Austurlandi og á.Suð- urlandi. I samtali við Grétar Smith, verkstjóra hjá Fiskiðjunni Freyju á Suðureyri, kom fram, að svipað ástand ríkti þar og á Höfn. „Við er- um búin að reyna að auglýsa eftir fólki hér innanlands en það bar lít- inn árangur. Við erum núna með níu erlenda verkamenn, allt konur. Staðreyndin er nefnilega sú að erfið- ara er að fá karla í vinnu en konur, enda vinna miklu fleiri konur við fiskvinnsluna. Þessar konur sem við erum með eru flestar frá Grimsby, en tvær þeirra eru frá Norðurlönd- unum.“ AUÐVELT AÐ FÁ ATVINNULEYFI Flest þetta erlenda starfsfólk er hérna aðeins í innan við ár. At- vinnuleyfin eru ekki gefin út til lengri tíma í einu og þá þarf að end- urnýja þau og er það ekki mikið mál að sögn Oskars Hallgrímssonar. Til þess að fá atvinnuleyfi hérna þarf viðkomandi útlendingur að upp- fylla ýmis skilyrði. Til að byrja með getur enginn sótt um atvinnuleyfi og ætlað sér síðan að koma hingað og finna sér vinnu, heldur verður at- vinnurekandinn sem ætlar að fá hann til sín að sækja um það fyrir hann. Einnig verður hann að sækja dvalarleyfið fyrir starfsmanninn og þessum pappírum verður viðkom- andi að framvísa við komuna til landsir.s. Sem sagt ganga verður frá öllum pappírum áður en lagt er af stað. Þegar atvinnu- og dvalarleyfið er veitt er tekið tillit til ýmissa þátta. Útlendingaeftirlitið athugar hvort hann er á einhverjum óæskilegum skrám, svo sem skrá yfir glæpa- menn og skrá yfir fólk sem vísað hefur verið frá hinum Norðurlönd- unum. Einnig verður útlendingur- inn að framvísa heilbrigðisvottorði, fara í berklapróf og lungnamynda- töku við komuna til landsins. Verka- lýðsfélag starfsgreinarinnar sem starfið tilheyrir þarf að samþykkja umsóknina og er það aðallega fólg- ið í að stimpla skjölin frá Utlend- ingaeftirlitinu. Ef atvinnuástand í stéttinni er slæmt getur verkalýðs- félagið neitað að samþykkja at- vinnuleyfið. Ólöglegt er að reyna að fá sér vinnu ef tilheyrandi leyfi eru ekki fyrir hendi og er þeim útlend- ingum sem það gera vísað úr landi og atvinnuveitandanum sem réð hann í vinnu gert að greiða kostn- aðinn af því. FLESTIR FRÁ SAMVELDISLÖNDUNUM Flestir þeir sem hingað koma eru frá bresku samveldislöndunum og koma í gegnum Bretland og er mik- ill meirihluti þeirra konur. Einnig koma einhverjir frá öðrum löndum eins og Póllandi og öðrum Evrópu- löndum. Þeir sem koma hingað frá Bretlandi koma margir hverjir í gegnum Icelandic Frozen Seafood í Grimsby og er það fyrirtæki dóttur- fyrirtæki Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna. Þetta er búið að vera við lýði í þó nokkur ár en ekki var hægt að fá nákvæmari upplýsingar um þessa starfsemi þar sem ekki náðist í Olaf Guömundsson, for- stjóra Iceland Frozen Seafood, en hann er sá sem haft hefur veg og vanda af þessari starfsemi í Bret- landi. ÞEGNSKYLDUVINNA En það eru ekki allir á eitt sáttir um ágæti þess að flytja inn erlent starfsfólk. Einn þeirra er Soffanías Cecilsson, framkvæmdastjóri Fisk- verkunar Soffaníasar Cecilssonar á Grundarfirði. „Vegna þvermóðsk- unnar i mér hef ég ekki ráðið erlent starfsfólk, og nú er svo komið að það er svo til ekkert starfsfólk eftir hjá mér. Ég er á móti því að flytja inn útlendinga hingað til lands og er hræddur um að við lendum í því sama og Þjóðverjar og upp komi hérna kynþáttahatur. Mér finnst þetta vitlaust gagnvart þjóðfélaginu og held að lítið mál væri að leysa þetta vandamál að fá fólk til þess að vinna störfin. Mér finnst að við Is- lendingar ættum að taka upp þegn- skylduvinnu, svipað því sem aðrar þjóðir hafa herskyldu. Þegnskyldan ætti að vara í tvö ár og vera sam- ræmd skólakerfinu," sagði Soffanías ennfremur. Eins og áður kemur fram fara ekki allir þeir útlendingar sem hingað koma í fisk. Heilbrigðisgeirinn fær einnig sinn skammt. í upplýsingum sem fengust hjá Pétri Jónssyni, starfs- mannastjóra Ríkisspítalanna, kem- ur fram, að um 3% af þeim sem taka laun hjá Ríkisspítölunum eru af er- lendu bergi brotin. Þetta eru því um 150 mannsáári. „Meirihlutinn kem- ur frá Norðurlöndunum og er um helmingur þessa fólks við umönnun sjúklinganna, til dæmis hjúkrunar- fólk, sjúkraþjálfar og iðjuþjálfar. Hinn helmingurinn er venjulegir starfsmenn sem vinna til dæmis í ræstingum og þess háttar. PÓLSKIR SKIPASMIÐIR Skipalyftan í Vestmannaeyjum er eitt þeirra fyrirtækja sem hafa ráðið til sín erlenda iðnaðarmenn. Núna starfa hjá fyrirtækinu 20 pólskir skipasmiðir frá Gdansk. íslenskir skipasmiðir hjá fyrirtækinu eru um 50. Kristján Ólafsson, fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins, sagði að ekki hefði verið um annað að ræða en ráða starfsfólk frá útlönd- um eða vísa verkefninu frá. „Þessir skipasmiðir eru menn með tíu til fimmtán ára reynslu í skipasmíði og eru þetta allt mjög góðir vinnukraft- ar og utan vinnutímans fer lítið fyrir þeim. Þetta eru fjölskyldumenn sem eru að nota tækifærið til þess að fara utan. Kerfið í Póllandi er mjög þungt í vöfum og það tók okkur um þrjá til fjóra mánuði að koma þessu í gegn. Þessir menn sem eru hérna núna eiga að vera hérna í um hálft ár en við erum að vinna í því að reyna að fá að hafa þá lengur. í fyrra höfðum við annan hóp sem var hérna í um sjö mánuði og sneri síðan til síns heima. Við höfum engar áhyggjur af því að þeir reyni að fá að setjast hérna að þegar tímabilinu er lokið heldur verða þeir sendir aftur heim.“ Kristján Ólafsson gat þess einnig að þau verkefni sem vísað væri frá færu flest til útlanda og með þeim gífurlegt fjármagn. Annað fyrirtæki sem reyndi að fá pólska skipasmiði í vinnu var Slippstöðin hf. á Akur- eyri. Þeir byrjuðu að vinna að því fyrir páska og vonuðust til þess að fá mennina í maí en það tókst ekki vegna þess hve pólska kerfið er þungt í vöfum og hefðu þeir ekki getað fengið mennina fyrr en í lok júní. „Bara það að fá vegabréf í gegn tekur mánuð. Vegna þess að okkur mistókst að fá þessa menn höfum við þurft að vísa verkefnum frá,“ sagði Gunnar Skarphéðinsson, starfsmannastjóri Slippstöðvar- innar. BORGA FARIÐ Hjá fiskverkunarfyrirtækjunum tíðkast það að borga fargjald fyrir útlendingana bæði hingað og heim ef þeir eru út allan ráðningartímann sem yfirleitt er þrír til sex mánuðir. Þegar útlendingarnir koma hing- að til lands hafa fæstir þeirra komið nálægt fiskvinnu og tekur það þá iðulega um tvo eða þrjá mánuði að komast upp í góðan bónus, það er að segja ef viðkomandi er settur í snyrtingu þar sem skorturinn er mestur. En flest nær þetta fólk góð- um vinnuafköstum og voru þeir for- svarsmenn og verkstjórar sem rætt var við ánægðir með erlenda starfs- fólkið sem þeir höfðu í vinnu þegar á heildina var litið þó svo að alltaf leyndust nokkrir svartir sauðir inn- an um.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.