Helgarpósturinn - 24.06.1987, Blaðsíða 27
INNLEND YFIRSYW
„Árlega fara úr ríkissjóði hundruð milljóna
króna sem SÍS-veldið faer fyrir að geyma
kjötið í frystigeymslum sínum. Að missa
þessar birgðir á röngum tíma væri eins og
fyrir hótel að missa alla sína viðskiptavini á
háannatímanum! Þegar loksins er selt skiptir
verðið engu máli, því skattborgararnir
greiða mismuninn. Hagsmunir SlS-veldisins
liggja í óbreyttu kerfi, þar sem það hefur allt
sitt á þurru, en borgarar og bændur tapa.“
Þetta kom fram í Helgarpóstinum í janúar
1986 og auðvitað mótmælti SÍS harðlega. í
ljósi nýlegra frétta um akstur hundraða
tonna af kindakjöti á ruslahaugana er fróð-
legt að rifja upp frásögn HP. Einnig í ljósi þess
að ný ríkisstjórn með „nýjum“ herrum mun
brátt taka við völdunum, að öllum líkindum.
Stjórn sem virðist á þessu stigi ekki líkleg til
að hrófla við hlutum.
Daginn eftir þingslitin í vor gerði Jón
Helgason landbúnaðarráðherra búvöru-
samning við Sléttarsamband bœnda til langs
tíma. Með þessum mjög svo umdeilda samn-
ingi tryggði Jón bændum fullt verð fyrir
11.000 tonn kindakjöts á ári til 1992, en áætl-
uð innanlandsneysla nemur nú um 8.200
tonnum. Á fjárlögum yfirstandandi árs er
einum milljarði króna úthlutað til „landbún-
aðarmálanna"; niðurgreiðslna, útflutnings-
bóta og fleira, en landbúnaðarráðherra áætl-
ar að ofan á þetta vanti heilar 1.100 milljónir.
Það er svipuð upphæð og fram hefur komið
að stjórnmálaflokkarnir þrír í stjórnarmynd-
unarviðræðunum hafi orðið sammála um að
sé lágmarks aukaleg skattheimta upp í miklu
stærri fjárlagahalla. Það vantar peninga frá
skattborgurunum í auknar niðurgreiðslur,
útflutningsbætur, í kartöfluverksmiðjurnar,
lífeyrissjóð bænda, til búháttabreytinga og
fleira. Vonast er til að Japanir kaupi af kjöt-
fjallinu svo sem eins og 2.000 tonn á 35-40
krónur kílóið, en neytandinn hér þarf að
greiða 270 krónur. Mismuninn borgar neyt-
andinn, skattborgarinn. Um 500 milljónir
króna.
Það er frammi fyrir slíkum tölum og stað-
reyndum að neytendum landsins blöskra
fréttir af því að verið sé að aka fleiri hundruð
tonnum af dilkakjöti frá árinu 1985 á haug-
Landbúnaðarkerfið dregur til sín
hundruð og þúsundir milljóna
króna úr ríkissjóði á hverju ári
vegna offramleiðslunnar á
búvörum. Því blöskrar neytendum
að sjá kjötið fara á haugana eða í
refina fyrir slikk. í ríkjandi
stjórnarmyndunarviðræðum hafa
kratar gert tillögu um ítarlega
úttekt á verðmyndun, sölukerfi,
sjóðakerfi og stofnanakerfi
landbúnaðarins. Slík úttekt er
auðvitað tímabær — en hver á að
framkvæma hana?
SÍS-kerfið í föstum skorðum
ana, til að rýma fyrir nýjum birgðum í kjöt-
fjallið. Og frammi fyrir því að yfir 1.000 tonn
af kinda- og nautakjöti er selt til refabænda
í refafóður, fyrir 5 krónur kílóið — sem er það
sama og fæst fyrir að henda kjötinu, nema
hvað „seljendur" losna við flutningskostnað-
inn.
Kjötið fer á haugana og í refina til að rýma
fyrir nýrri birgðum sem fyrr segir. Meðal um-
framþarfa i landbúnaðinum er að það sár-
vantar 85 milljónir króna til viðbótar í
„vaxta- og geymslugjald".
í haust á að slátra og kindakjötsafurðirnar
áætlaðar um 13.000 tonn og búið að tryggja
framleiðendum og milliliðakerfinu fullt verð
til 1992. Að óbreyttu komum við til með að
sjá fram á stórfelldar haustútsölur, veglegar
„gjafir" til útlanda (sem ríkissjóður borgar að
fullu, þ.e. skattborgararnir), refafóðurssölur
og ruslahaugskeyrslur. Reyndar er með öllu
óljóst hvaða leið verður farin til að losna við
offramleiðsluna, því ákvæðin í búvörusamn-
ingi Jóns Helgasonar við Stéttarsambandið-
eru nokkuð skondin og ruslahaugsferðirnar
bera keim af þeim. Áætluð innanlandsneysla
er sem fyrr segir um 8.200 tonn án sérstaks
niðurgreiðsluátaks. Búvörusamningurinn
gerir ráð fyrir fullu verði fyrir 11.000 tonna
ársframleiðslu og er í honum ákvæði um, að
ef innanlandsneysla fari undir 80% af þessu
beri ríkinu að leigja eða kaupa upp fram-
leiðsluréttinn á sem nemur mismuninum.
Þarna munar 600 tonnum sem þá þarf að
leigja eða kaupa. Á 6 árum myndi það kosta
rikissjóð um 400 milljónir króna. Ef þessi
tonn eru ekki leigð eða keypt upp yrði kostn-
aðurinn á sama tíma um 800 milljónir. Og þá
er auðvitað betra að selja erlendis fyrir slikk
eða keyra kjötið á haugana en að láta land-
ann borða það í kjölfar niðurgreiðsluveislu!
Spurningin er hvort landbúnaðarkerfinu
verður nokkurn tímann breytt. Ekki sýnist á
þessari stundu líklegt að til allsherjar upp-
stokkunar komi í rikjandi stjórnarmyndun-
arviðræðum. Framsóknarflokkurinn er ekki
ginnkeyptur fyrir breytingum, né heldur
Sjálfstæðisflokkurinn þó hann sé sveigjan-
legri. Aftur á móti er Alþýðuflokkurinn sá
flokkur sem harðast hefur um árin barist fyr-
ir endurskoðun landbúnaðarkerfisins. í ríkj-
andi viðræðum var skipuð undirnefnd um
landbúnaðarmálin og skiluðu fulltrúar flokk-
anna í henni skýrslum til formanna sinna eft-
ir fundi sína. Meðal þess sem fulltrúi Alþýðu-
eftir Friðrik Þór Guðmundsson
flokksins lagði til var endurskoðun búvöru-
samningsins hans Jóns Helgasonar, en
þyngst á metunum er tillaga um ítarlega út-
tekt á verðmyndun landbúnaðarafurða og
vilja kratar láta kanna allt sviðið, frá tilkostn-
aði til bænda til endanlegs verðs til neyt-
enda, og að könnuð verði verðmyndun allra
landbúnaðarafurða.
Kratar vilja fá samþykkta endurskoðun á
sölukerfi landbúnaðarafurða, meðal annars
fyrirkomulag „vaxta- og geymslugjalds" og
söluþóknanir, endurskoðun á sjóðagjöldum
og sjóðakerfi landbúnaðarins, endurskoðun
á stofnanakerfi landbúnaðarins, að sókn
verði hafin í markaðs- og sölustarfi undir
stjórn landssambands sauðfjárbænda, að
kanna hvort núverandi fyrirkomulag felur í
sér samkeppnishömlur og brýtur i bága við
eðlilega viðskiptahætti og fleira vilja þeir
reyndar endurskoða og kanna.
Tillögur fulltrúa Framsóknarflokks og
Sjálfstæðisflokks munu vera „hefðbundnar"
og í þeim varla nokkuð sem fælir Alþýðu-
flokkinn frá. Spurningin er miklu fremur
hvort framsóknarmenn og sjálfstæðismenn
samþykkja þessa „ítarlegu úttekt og faglegu
endurskoðun" Alþýðuflokksmanna. Heim-
ildir HP greina frá því að sjálfstæðismenn
ættu að geta lagt blessun sína yfir úttektina.
„En þá eru það framsóknarmennirnir. í raun-
inni ættu þeir að grípa þetta tækifæri fegins
hendi ef þeir þá telja gagnrýni á núverandi
kerfi vera ranga. Ef það er staðreyndin ætti
hlutlaus og fagleg úttekt að leiða slíkt í ljós.“
En kratar búast auðvitað við að í slíkri út-
tekt komi ýmislegt það í ljós sem óhjá-
kvæmilega leiðir til uppstokkunar þess kerf-
is, sem á hverju ári kostar rikissjóð hærri
upphæðir en varið er í alla héraðs- og grunn-
skóla landsins.
í hitaþrungnum deilum um landbúnaðar-
kerfið hin siðari ár hefur fullyrðing staðið
gegn fullyrðingu. Kannski fæst úttekt loks
samþykkt. En hverjum treysta flokkarnir til
þessa vandasama verks?
ERLEND YFIRSÝN
í annað sinn á misseri hefur herforingja-
stjórnin í Suður-Kóreu séð sig tilneydda að
hopa á hæli í viðleitninni til að berja niður
með harðneskju útbreidda andstöðu al-
mennings við áform hennar um að fram-
lengja valdatima sinn með sjálfvirkum hætti.
í Seoul og öðrum helstu borgum landsins
hefur ekki linnt götubardögum lögreglu og
andófsmanna, síðan Chun Doo Hwan forseti
kunngerði 10. júní að hann hygðist gera að
eftirmanni sinum annan hershöfðingja og fé-
laga sinn úr mannskæðu valdaráni, Roh Tae
Woo.
Við þetta breytti andófið líka um eðli. Síð-
ustu vikur hafa það ekki verið nær einvörð-
ungu háskólastúdentar og aðrir námsmenn,
sem safnast hafa saman í mótmælagöngur
og þar með orðið fyrir barðinu á táragasi,
barsmíðum og handtöku lögreglunnar. Full-
orðið fólk, sér í lagi úr velmegandi kaup-
sýslustétt hins blómlega nýiðnþróaða ríkis,
hefur í vaxandi mæli slegist í lið með ungvið-
inu. Kristnir klerkar og búddamunkar hafa
einnig gert málstað andófsmanna að sínum.
Þegar við bætist þrýstingur frá Bandaríkja-
stjórn, sem hefur 40.000 manna lið í Suður-
Kóreu, sá Chun forseti sitt óvænna, lét þagna
hótanir ráðherra sinna um setningu herlaga,
kæmist kyrrð ekki á í snatri, og fól Roh for-
setaefni að kunngera, að forsetinn myndi
uppfyila skilyrði sem þyrfti til að á gæti kom-
ist viðræðufundur með honum og Kim
Young-Sam, leiðtoga helsta stjórnarand-
stöðuflokksins.
Þetta er skilið svo, að Chun gefi með því
fyrirheit um að uppfylla þau tvö skilyrði,
sem Kim setur fyrir að ræða við stjórnarliða
um ráð til að lægja ólgu og róstur. Annað er
að annar stjórnarandstöðuforingi, Kim Dae
Jung, verði frjáls ferða sinna, en sá Kim hef-
ur lengst af setið í stofufangelsi og einangrun
á heimili sínu, frá því hann sneri heim úr út-
legð í Bandaríkjunum, til að meina honum
að hafa samband við stuðningsmenn sína. í
þetta skipti hefur einangrun hans staðið á
þriðja mánuð. Hitt skilyrði þess Kimsins sem
um frjálst höfuð má strjúka er að látnir verði
lausir fangar sem teknir hafa verið í götubar-
dögunum síðustu vikur, og yfirvöld viður-
kenna að séu á áttunda þúsund.
Fyrri ósigurinn beið Chun forseti snemma
í vor, þegar uppvíst varð að menn í æðstu
embættum stjórnar hans höfðu gert samsæri
\
eftir Magnús Torfa Ólafsson
Tilraun Chuns forseta til
að velja annan hers-
höfðingja eftirmann sinn
æsti andófið
um að hylma yfir dráp lögreglu á stúdent að
nafni Park Chong-Chol, sem lögreglumenn
pynduðu til bana. Urðu bæði ráðherrar og
lögregluforingjar að víkja úr embættum,
þegar ódæðið og yfirhylmingin komust á al-
mannavitorð.
Nokkru eftir þetta áfall gerði Chun tilraun
til að herða taumhald herforingjastjórnar-
innar á suðurkóresku samfélagi á ný og til
langrar frambúðar. Hann sleit viðræðum við
stjórnarandstöðuna um breytingar á fyrir-
komulagi forsetakosninga og nýja, lýðræðis-
lega stjórnarskrá, og kunngerði að þær yrðu
ekki teknar upp á ný fyrr en að afstöðnum
Olympiuleikunum í Suður-Kóreu 1988, þeg-
ar við völdum yrði tekinn eftirmaður sinn,
sem valinn yrði með óbreyttum hætti af
valdakerfi herforingjastjórnarinnar.
Þessi tilraun til að festa herforingjaveldið í
sessi til frambúðar er undirrótin að því,
hversu andófið í Suður-Kóreu er nú orðið öfl-
ugt og útbreitt. Langtum fleiri en róttækir
stúdentar sætta sig ekki við að voldugur for-
seti sé valinn af kjörmannasamkundu, sem
herforingjastjórnin getur sett saman að sinni
vild til að fá fram kjör að sínu skapi. Megin-
krafa stjórnarandstöðunnar er að forsetinn
verði þjóðkjörinn þegar í næstu forsetakosn-
ingum.
Veiting Ólympíuleikanna til Suður-Kóreu,
sem herforingjastjórnin taldi mikla skraut-
fjöður í sinn hatt, varð til að setja hana í klípu
og takmarka svigrúm hennar til harðræða
gagnvart andófsmönnum. Hún gat ekki hætt
á að upp úr syði í landinu að því marki, að al-
þjóða ólympíunefndin yrði að taka til endur-
skoðunar, hvort unnt væri að halda fast við
staðarvalið. Og þótt ekki kæmi til slíks gat
ótryggt innanlandsástand hæglega orðið til
að draga stórlega úr aðsókn að leikunum.
Loks hefur það veikt herforingjastjórnina í
Seoul, að henni tjóir orðið lítt að nota
kommúnistastjórnina í Norður-Kóreu fyrir
grýlu á landsmenn. Sjálf hefur hún tekið upp
viðræður við menn Kim II Sungs um skipt-
ingu Ólympíuleikanna milli landshlutanna.
Stjórnarandstöðuflokkur Kim Young-Sam
hefur á stefnuskrá sinni sameiningu kóresku
ríkjanna og kennir sig við það stefnumál.
Ríkisstjórn Chun forseta gengur til við-
ræðna við stjórnarandstöðuna beygð af
fjöldahreyfingu, en hún hefur áfram öll
valdatæki í sínum höndum. Fréttamenn í
Saigon telja að forsetanum hafi verið næst
skapi að grípa til herlaga til að reyna að
kveða mótþróann niður í eitt skipti fyrir öll,
en Roh forsetaefni og aðrir í forustu stjórnar-
flokksins, sem kallar sig Lýðræðislega rétt-
lætisflokkinn, hafi talið hann á að reyna
samningaleiðina.
Herforingjastj órn á undanhaldi
fyrir mótmælum almennings
Sú hugmynd er á kreiki hjá einhverjum
hluta flokksforustunnar, að reyna að skjóta
sér undan vinsælli kröfu stjórnarandstöð-
unnar um þjóðkjör forseta með því að breyta
stjórnkerfinu. Hverfa frá forsetastjórn að
þingræðisstjórn, með valdalitlum en þjóð-
kjörnum forseta. Yrði það gert í trausti þess,
að í sveitakjördæmum, þar sem hefðbundn-
ir kóreskir samfélagshættir eru enn við lýði,
geti herinn hæglega ráðið kosningaúrslitum.
Viðræður við herforingjastjórnina eru síð-
ur en svo auðveldar fyrir stjórnarandstöð-
una. Kimunum tveim, sem eru fremstir í röð-
um stjórnarandstæðinga, kemur heldur illa
saman. Þar að auki verða þeir að taka tillit til
mismunandi sjónarmiða ýmissa hópa, sem
þeir vænta frá stuðnings í kosningum. Þar er
bæði um að ræða kaupsýslumenn, sem lík-
legastir eru að geta fjármagnað kosninga-
sjóði, ört fjölgandi millistétt og umbótasinna
í hernum.
En samtímis verða þeir að taka tillit til rót-
tæku námsmannahreyfingarinnar, sem bor-
ið hefur hita og þunga baráttunnar og knúið
ríkisstjórnina til undanhalds. Chuyn forseti
er ekki líklegur til mikilla tilslakana, nema
stjórn hans eigi yfir höfði sér að átökin á göt-
um kóreskra borga magnist aftur að öðrum
kosti.
Mesti veikleiki foringja stjórnarandstöð-
unnar er þó, að flokkar þeirra eru lítt skipu-
lagðir. Harðstjórn herforingjanna hefur séð
fyrir að þeir hafa engin skilyrði haft til skipu-
legs starfs, stefnumótunar og útbreiðslu. Rit-
frelsi er takmarkað í Suður-Kóreu og taum-
hald herforingjastjórnarinnar enn strangara
á rafeindamiðlum. Kröfur um ritfrelsi, mál-
frelsi og fundafrelsi eru því efst á blaði hjá
foringjum stjórnarandstöðunnar.
George Shultz, utanríkisráðherra Banda-
ríkjanna, var staddur á Filippseyjum, þegar
ákveðið var að aðstoðarmaður hans færi til
Seoul að flytja Chun aðvörunarorð frá
Bandaríkjastjórn. Hliðstæðurnar við aðdrag-
andann að falli Marcosar í Manila eru aug-
ljósar.
HELGARPÓSTURINN 27