Helgarpósturinn - 24.06.1987, Blaðsíða 36

Helgarpósturinn - 24.06.1987, Blaðsíða 36
íslensku atvinnulífi. Einn af örfáum menntuðum vísindamönnum okkar Islendinga í þessu fagi er dr. Össur Skarphéðinsson, ritstjóri Þjóðvilj- ans. Hann hefur síðustu árin, þrátt fyrir annir á blaðinu og í flokknum, aldrei sleppt hendinni alveg af fisk- eldisfræðunum. En síðustu mánuði hefur hann lagt sifellt meiri áherslu á fiskeldið, og hefur nýlega fengið tvo háa vísindastyrki til rannsóknar á skepnunni. HP hefur hlerað að dr. Össur muni einnig eiga hlut að stóru fiskeldisfyrirtæki sem innan skamms verður hleypt af stokkun- um. Af þessu veröur varla önnur ályktun dregin en dr. Össur sé senn á förum frá Þjóðviljanum.. .. liengi hefur staðið til að Gísli Konráðsson, framkvæmdastjóri Utgerðarfélags Akureyringa, léti af störfum eftir farsælt starf í áratugi. Nú herma heimildir HP norðan heiða, að Gísli ætli að láta af störfum á hausti komandi. Töluverður titr- ingur er í stjórn fyrirtækisins vegna framkvæmdastjórastöðunnar, enda feitur biti. Tvö nöfn hafa heyrst í þessu sambandi, Valdimar Braga- son og Sverrir Leósson. Sá síðar- nefndi er stjórnarformaður fyrir- tækisins og hefur að sögn áhuga á framkvæmdastjórastarfinu. Óvíst er hvor verður fyrir valinu, eða hvort þriðja nafninu á eftir að skjóta upp. . . Y ■ msir kratar hafa verið að berja lóminn vegna framgöngu Sjálfstæðisflokksins í stjórnarmynd- unarviðræðunum. Þykir þeim hætta á að þeir sjálfstæðismenn 36 HELGARPÓSTURINN verði til þess að hindra stjórnar- myndun. Og hvað þá, spyrja kratar. Jón Sigurðsson, sem er sagður hafa ráð undir hverju rifi, mun ekki hafa verið lengi að hughreysta þá krata. HP hefur hlerað að Jón hafi varpað fram þeim möguleika að Alþýðuflokkur og Framsóknar- flokkur hédu bara áfram eins og ekkert hefði í skorist og mynduðu minnihlutastjórn. En með stuðningi hverra, var þá spurt. Jón mun þá hafa spurt á móti: Hverjir ættu að sameinast um að fella hana? Og á hvaða sameiginlegu forsendum? Nærstöddum vafðist tunga um tönn . . . K ■^^.unnugir telja að fátt geti nú komið í veg fyrir framboð Ólafs Ragnars Grímssonar í formanns- kosningum á landsfundi Alþýðu- bandalagsins nú í haust. Litið er á innlegg h’ans til sjálfskoðunar Al- þýðubandalagsins sem yfirlýsingu um að hann sé meira en tilbúinn til að taka að sér þá forystu sem Svavar Gestsson hefur nú með höndum. Fram til þessa hafa menn talið að rétt væri að leita að ein- hverjum hlutlausari manni til að taka við formennsku, en nú munu andstæðingar flokksforystunnar vera orðnir því gersamlega afhuga. Eins og ástandið er nú telja þeir sig hafa engu að tapa og er Ólafur Ragnar sagður staðráðinn í að bjóða sig fram til forystu, óháð því hver áform Svavars Gestssonar kunna að vera . . . u nga konan,sem við sögðum frá í vor og bundin er við hjólastól eftir lítilsháttar aðgerð í Land- spítalanum, bíður þess enn að mál hennar verði tekið fyrir í Borgar- dómi. Réttarhöldin áttu að vera 2. júní en var frestað um viku. Gunnlaugur Claessen, ríkislög- maður, var hins vegar það seinn á sér að láta dr. Pál Gíslason vita um nýju dagsetninguna, að sá síðar- nefndi var farinn af landi brott. Enn hefur því ekki verið kveðinn upp dómur í máli konunnar, sem varð 75% öryrki eftir skurðaðgerð fyrir fjórum árum . . . gyi ■ æsta sumar stendur Norðurlandaráð fyrir sinni stærstu ráðstefnu. Búist er við tæp- , ■ lega 800 þátttakendum, en ráðstefn- an kallast Nordisk forum og er ein- göngu ætluð konum frá Norður- löndunum. Undirbúningur hefur staðið í marga mánuði og koma þar nærri konur frá öllum löndunum. Fyrir hönd íslands sitja í fram- kvæmdanefnd ráðstefnunnar þær Guðrún Agústsdóttir frá fram- kvæmdanefnd um launamál kvenna og Arndís Steinþórs- dóttir frá Kvenréttindafélagi Islands . . . ■ ram hefur komið að SÁÁ seldi aðeins um sjö prósent af útgefnum happdrættismiðum í síðustu fjáröfl- unarlotu. Samkvæmt heimildum HP varð um hálfrar milljónar króna tap á rekstri happdrættisins að þessu sinni og eru þeir SÁÁ-menn uggandi vegna þessa. Sala happ- drættismiða gengur illa hjá líknar- félögum hvers kyns um þessar mundir og kenna menn um „happa- þrennum" og lottóspili, en Ijóst er að þessi félög verða að leita annarra leiða í fjáröflunarskyni. . . FRAMDRIFSBILL Á UNDRAVERDI bada Samara hefur alla kosti til að bera sem íslenskar aðstœður krefjast af fólksbíl, í utanbœjar- sem innanbœjar akstri. Þaö er ekki að ástœðulausu sem bada Samara er metsölubíll, því verðið er hreint undur og ekki spilla góð greiðslukjör. Lada Samara 5 gíra kr. 265.000.- Lada Samara 4 gíra kr. 249.000.- | Opiö alla daga frá kl. 9—18 og laugardaga frá I 10—1 Beinn sími söludeildar 31236 | VERIÐ VELKOMIN <

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.