Helgarpósturinn - 24.06.1987, Blaðsíða 8
BRESTIR í VELFERÐARRÍKINU
ALDRAÐIR KAUPA
ELLIH EIMILISVIST
Þeir sem samþykkja lán eða gefa eigur sínar til
Hrafnistu ganga fram fyrir aðra á biðlistum. Sjálfs-
eignarstofnanir harðlega gagnrýndar af heil-
brigðisyfirvöldum fyrir að fara ekki eftir mati á vist-
unarþörf. Atján hundruð manns á biðlistum eftir vist-
un. Þeir fjársterkari komast fyrstir að.
AHrafnistu, Dualarheimili aldraöra sjómanna,
eru þrír biölistar fyrir umsækjendur um vistun.
Á einum listanum eru þeir sem sœkja um eftir
venjulegum leiöum. Á öörum lista eru þeirsem
vegna aðstœdna sinna eöa heilsuleysis þurfa að hafa for-
gang um vistun. Á þriðja listanum eru síðan þeir er
ánafna Hrafnistu eigum sínum eða samþykkja að veita
heimilinu skuldabréfalán. Samkvœmt heimildum Helg-
arpóstsins er síðast taldi listinn hinn eiginlegi forgangs-
listi.
Með þessum hœtti geta hinir efnameiri greitt fyrir að
komast fyrr inn á heimili Hrafnistu. Samhliða því fœrast
hinir efnaminni aftar á biðlistana.
Þegar könnun var gerð á því fyrri
hluta ársins 1985 hversu margir
hefðu sótt um vist á stofnunum fyrir
aldraða á landinu kom í Ijós að um
átján hundruð einstaklingar voru á
biðlistum eftir vistun hjá hinum
ýmsu stofnunum. Nú eru i landinu
um 3.300 vistunarrými fyrir aldr-
aða, ýmist á vist- og sjúkraheimilum
eða í íbúðum. Ef sinna ætti öllum
þeim er sótt hafa um á vistunar-
heimilum, þyrfti að fjölga rýmum
um liðlega 50%.
Hrafnista hefur yfir að ráða um
helmingi alls vistunarrýmis á dval-
ar- og sjúkraheimilum á höfuðborg-
arsvæðinu. Val stjórnenda hennar
af biðlistum ræður þvi miklu um
hvort þeir sem aldraðir eru fá vistun
við sitt hæfi eða ekki.
EINSTAKLINGAR
KAUPA SIG INN Á
FRAMFÆRSLU
RÍKISINS
Dögg Pálsdóllir, deildarstjóri í
heilbrigdisráduneytinu, hefur gagn-
rýnt sjálfseignarstofnanir í öldrunar-
þjónustu harðlega og þá sérstaklega
hvernig þær standa að vali þeirra er
fá inni á heimilum þessara aðila.
Auk Hrafnistu eru starfandi nokkrar
sjálfseignarstofnanir í þessu sviði.
Elli- og hjúkrunarheimilid Grund,
Skjaldarvík og Hrafnista þar af lang-
stærst.
„Aðalvandinn er sjálfsagt hinn
mikli fjöldi sjálfseignarstofnana í
öldrunarþjónustunni,“ sagði Dögg í
samtali við félagsrit stjórnenda í
öldrunarþjónustu, „því þeir aðilar,
sem að þeim stofnunum standa,
telja biðlista sína eiga að gilda fram-
ar öllu vistunarmati. Þá er það opin-
bert leyndarmál að „kunningja-
þjóðfélagið“ hefur óvíða meiri ítök
en við vistanir á öldrunarstofnun-
um. Hefur það eflaust orðið til þess,
að víða eru einstaklingar inni á
dvalarstofnunum fyrir aldraða, sem
8 HELGARPÓSTURINN
með góðri heimilishjálp gætu hæg-
lega séð um sig sjálfir heima á sama
tíma og einstaklingar, sem eru í mik-
illi þörf, komast hvergi inn. Það er
erfitt að kyngja því, að einstaklingar
geti keypt sig inn á framfærslu ríkis-
ins, því þess eru dæmi að skulda-
bréfakaup liðki fyrir plássi.
Ég segi framfærslu ríkisins, því þó
lögum samkvæmt eigi fólk að
greiða sjálft dvalarheimilisvist sína,
þá eru flestir ellilífeyrisþegar þann-
ig tekjulega settir, að Trygginga-
stofnun ríkisins greiðir mismun á
ellilífeyri og tekjutryggingu og fullu
vistunargjaldi."
HRAFNISTA
ÞIGGUR GJAFIR
OG LÁN AF
VISTMÖNNUM
í samtali við Helgarpóstinn sagði
Grétar Þórhallsson, ritari stjórnar
Hrafnistu, það rétt að tilvonandi
vistarmenn hefðu samþykkt
skuldarbréf, þegar Hrafnista í
Hafnarfirði var í smíðum.
Skuldabréfin voru til tíu ára.
Grétar sagði einnig að Hrafnista
hefði þegið eignir að gjöf. Þegar
hann var spurður hvort slíkt liðkaði
fyrir vistun sagði hann að Hrafnista
sýndi oft þakklæti sitt í verki með
þvi að taka við þeim er gæfu til
stofnunarinnar. Hann vildi þó taka
skýrt fram að stjórn-stofnunarinnar
leitaði aldrei eftir peninga- eða
eignagjöfum. Slíkt kæmi aldrei til.
Þegar Helgarpösturinn leitaði til
annarra stjórnenda vistheimila fyrir
aldraða neituðu þeir allir að hafa
þegið gjafir af fólki á biðlistum og að
slíkt gæti haft áhrif á val þeirra af
þessum listum. En flestir höfðu svip-
aða sögu að segja og höfð er eftir
Gísla Sigurbjörnssyni, forstjóra
Grundar, hér á síðunni. Þeim hafa
margsinnis verið boðnar eignir eða
fé í von um að það liðkaði fyrir inn-
lögn.
Helgarpósturinn hefur auk þess
heimildir fyrir að stjórnendur
Hrafnistu hafi svarað því játandi er
þeir voru spurðir að því hvort það
flýtti fyrir innlögn, ef stofnuninni
yrði ánafnað húseign.
Þar sem það er, .opinbert leyndar-
mál“ að gjafir liðki fyrir skiptir
kannski ekki miklu máli hver hefur
frumkvæðið í þessum viðskiptum.
LÍTIL SAMRÆMING
í ÖLDRUNAR-
ÞJÓNUSTU
Að hinum siðferðislega þætti
slepptum hafa Hrafnista og reyndar
einnig aðrar sjálfseignarstofnanir
verið gagnrýndar fyrir að hamla því
að samræmdar aðgerðir í öldrunar-
málum næðu fram að ganga.
Samkvæmt lögum um málefni
aldraðra ber stjórnum dvalarstofn-
ana að leita álits þjónustuhóps aldr-
aða, auk forstöðumanns heimilisins,
áður en tekin er ákvörðun um vist-
un fólks.
Þjónustuhópum aldraðra er ætlað
samkvæmt lögunum að starfa við
hverja heilsugæslustöð. Þar sem
stöðvar eru fleiri en ein í sama sveit-
arfélagi er heimilt að tvær eða fieiri
heilsugæslustöðvar sameinist um
einn þjónustuhóp.
Hlutverk þjónustuhópanna er að
fylgjast með heilsu og félagslegri
velferð aldraðra á sínu svæði; sækja
þá heim og fylgjast með þeim er
ekki leita læknishjálpar, sjá til þess
að aldraðir fái þá þjónustu sem þeir
þarfnast og meta vistunarþörf aldr-
aðra.
Með þessu fyrirkomulagi var
stefnt að því að samræma aðgerðir
öldrunarþjónustunnar. Veita þeim
heimilisaðstoð sem þurfa á henni að
halda. Sjá þeim sem eru frískir, en
einmana, fyrir félagslegri tilbreyt-
ingu. Veita þeim er ekki geta lengur
verið heima hjá sér dvalarrými í
íbúðum, á dvalarheimilum eða á
sjúkradeildum, eftir heilsufari hvers
og eins.
Þessir þjónustuhópar hafa ekki
orðið það sem að var stefnt. Þeir
sem Helgarpósturinn ræddi við
töldu ástæðuna ekki síst liggja í því,
að sjálfseignarstofnanirnar hefðú
ekki farið eftir mati þeirra á vistun-
arþörf.
TORTRYGGNI MILLI
SJÁLFSEIGNAR-
STOFNANA OG
HINS OPINBERA
Pétur Sigurdsson, formaður sjó-
mannadagsráðs og forstjóri Hrafn-
istu í Hafnarfirði, hefur lýst því yfir
að alltaf hafi verið gengið út frá því
að þetta ákvæði í lögunum væri
óframkvæmanlegt fyrir sjálfseign-
arstofnaninar. Þær þjónuðu landinu
öllu. Þjónustuhóparnir væru hins
vegar bundnir við ákveðin sveitar-
félög. Það hefði síðan reynst
ómögulegt að fá þjónustuhópa mis-
munandi sveitarfélaga til að vinna
saman.
Af samtölum Helgarpóstsins við
fólk í öldrunarþjónustu að dæma
ríkir annarlegt ástand milli sjálfs-
eignarstofnana annars vegar og
heilbrigðisráðuneytisins og stjórn-
enda stofnana í eigu ríkis eða sveit-
arfélaga hins vegar. Stjórnendur
sjálfseignarstofnanana eru sakaðir
um að byggja upp og stjórna heimil-
unum úr takt við hina raunverulegu
þörf. Þeir svara fyrir sig með því að
segja sérfræðingana vilja taka yfir
GÍSLI SIGURBJÖRNSSON,
FORSTJÓRI GRUNDAR:
„ÞÁ VÆRI EKKI
VERANDI HÉRNA
Það er þannig í öllum löndum að til eru elliheimili.
Ef fólk óskar eftir því að fara á elliheimili er það
leyft. Það er ekkert öðruvísi. Það er ennþáþannig
að fólk má ráða sínum nœturstað á Islandi,”
sagði Gísli Sigurbjörnsson, forstjóri Elli- og hjúkrunar-
heimilisins Grundar, þegar Helgarpósturinn bar undir
hann gagnrýni Daggar Pálsdóttur, deildarstjóra í heil-
brigðisráðuneytinu, á aðferðir sjálfseignarstofnana við
að velja þá sem fá vistun úr hópi umsœkjenda.
Hvað leggur þú til grundvall-
ar þegar þið veljið úr hópi um-
sækjenda?
„Við erum með svo margt fólk
fyrir austan sem kemur hingað
þegar það er lasburða. Ef fólk ósk-
ar eftir því að koma hingað og vill
vera hér, þá reynum við að taka
við því eins og við getum."
Þú hefur engar ákveðnar
reglur til hliðsjónar?
„Nei. Ég skil ekki þessa gagn-
rýni. Við höfum haft þetta svona
og þetta hefur gengið ágætlega."
Hvað með að fólk geti keypt
sig inn á elliheimili. Anafnað
heimilinu eigur sínar og fengið
vistun að launum?
„Það hefur aldrei verið á Elli-
heimilinu Grund. Aldrei. Það hef-
ur aldrei komið fyrir.“
Það færir fólk ekki framar á
biðlistann hjá þér ef það ánafn-
ar eða gefur heimilinu gjafir?
„Það kemur ekki til mála. Ef það
væri, þá væri ekki verandi hérna.
Það var einu sinni fyrir voða
mörgum árum að það var próv-
entukarl hjá okkur. En það var
bara einn maður. Það var kallað
próventa þegar menn lögðu með
sér og átu það síðan út, eins og
maður segir. Mér hefur oft verið
boðið stórfé, en ég hef sagt við
fólkið: Það er nóg fyrir yður að
vera gömul og lasburða, við skul-
um sjá um fjármálin. Ég lít á það
sem móðgun við okkur að bjóða
okkur fé. Ég lít þannig á það.“