Helgarpósturinn - 24.06.1987, Blaðsíða 32

Helgarpósturinn - 24.06.1987, Blaðsíða 32
NÝR STJÓRNUNARSTÍLL ER AÐ RYÐJA SÉR TIL RÚMS HÉR Á LANDI. ÞAÐ ER „MJÚKI" FORSTJÓRINN SEM BLÍFUR. FYRIRLIÐI FREMUR EN STJÓRNANDI. FREMSTUR MEÐAL JAFNINGJA # /nýtísku atvinnuauglýs- ingum eru allir hressir, bœöi fólk og vinnustaöir. # Brosnámskeiö og áfengismeöferö á launum. # Sálfrœöingar látnir búa starfsmenn undir breyt- ingar. # Nýi forstjórinn hellir upp á könnuna og skiptir um rúllu á salerninu. U ndanfarin 5-6 ár hefur mikil breyting oröiö á vinnu- stööum þessa lands. Nýir og tiltölulega ungir forstjórar og framkvæmdastjórar hafa víöa tekiö viö afmönnum, sem veriö hafa viö stjórnvölinn frá stríöslokum, og stjórnunarstíllyngri kynslóöarinnar er gjöróltkur því sem áöur tíökaöist. Forstjór- inn elur ekki lengur manninn viö haröviöarskrifborö í fíla- beinsturni einkaskrifstofunnar, a.m.k. ekki efhann fylgist meö nýjungunum í sínu fagi. Hann er kominn át á meöal starfs- fólksins, sem náá helstaö vera óskaplega hresst. Annaö hœfir' ekki í framsœknum fyrirtœkjum meö hressu og samstilltu liöi, en þannig hljóma lýsingarnar gjarnan í auglýsingum dag- blaöanna. SKIPTIR SJALFUR UM KLÓSETTRÚLLU OG HELLIR UPPÁ Öll þekkjum við dæmi um „nýja forstjórann" annaðhvort á eigin vinnustað eða í fyrirtæki, sem við höfum haft spurnir af. Svo eru þeir líka alloft í „persónulegum" viðtöl- um við fjölmiðla, þar sem fram kem- ur hvernig þeir rækta líkamann og garðinn sinn. Að sjálfsögðu lýsa þeir því einnig yfir, hvað fjölskyldan skiptir þá gífurlegu máli í lífinu — þó svo alþjóð viti að þeir eru þriðjung ársins á ferðalögum. Einn þessara „mjúku" manna bakaði líka vöfflur handa einni blaðakonu Helgar- póstsins fyrir tveimur árum. Samkvæmt afar áreiðaniegum al- hæfingum má lýsa nýja forstjóran- um á eftirfarandi hátt: Hann er milli þrítugs og fimm- tugs. Hann hefur sótt a.m.k. tvö nám- skeið, t.d. í tímastjórnun, markaðs- málum, almennri stjórnun eða sölu- mennsku. Þar að auki er hann nátt- úrulega viðskiptafræðingur, lög- fræðingur eða hagfræðingur, gjarn- an með framhaldsmenntun frá út- löndum. Hann fer ekki sjaldnar en þrisvar sinnum á ári í viðskiptaferð til út- landa. Bíllinn hans er ekki eldri en 4 ára og oft má sjá íþróttatösku í aftursæt- inu, engu síður en hina ómissandi skjalatösku. Hann stundar einhvers konar lík- amsrækt, a.m.k. einu sinni í viku. 32 HELGARPÓSTURINN (Dæmi: Skokkar á morgnana, synd- ir í hádeginu, leikur knattspyrnu með „strákunum" eða lyftir lóðum.) Hann á það til að koma sportlega klæddur í vinnuna, jafnvel í jogging- galla, þegar unnið er um helgar. Hann kallar ekki á ritarann eða simadömuna ef hann kemur að tómri kaffikönnu, heldur hellir sjálf- ur upp á. Hann leitar líka sjálfur að nýrri salernisrúllu, ef pappírinn er búinn. Hann er meðvitaður um mikil- vægi mannlegra samskipta og held- ur starfsmannafundi með nokkurra vikna millibili. Hann sér um stutt skemmtiatriði á árshátíðinni og er forsöngvari í starfsmannaferðalaginu. Hann er fyllilega til viðræðu um það, að starfsmaður með áfengis- vandamál fái laun á meðan hann er í meðferð. Hann lætur auglýsingastofu sjá um kynningarmál fyrirtækisins og lætur ráðgjafarþjónustu útvega sér starfsfólk. 1 Hann veit strax hvað átt er við, þegar talað er um „strokur". ÞEKKING Á BÓKMENNTUM OG LISTUM NAUÐSYNLEG Stjórnunarfélagid hefur í gegnum tíðina boðið upp á ýmis námskeið, bæði fyrir stjórnendur fyrirtækja og aðra starfsmenn. Lára M. Ragnars- dóttir, framkvæmdastjóri, fylgist því vel með þróun þessara mála. Hún tjáði blaðamanni fyrir skemmstu að Lára M. Ragnarsdóttir, framkvæmda- stjóri Stjórnunarfélagsins: „Erum að breyta algjörlega um stíl á námskeið- unum okkar." nú stæði yfir endurskipulagning námskeiðahaldsins, vegna breyttra viðhorfa og nýrra áhersluatriða í stjórnun, sem verið hafa að þróast á undanförnum árum. „Við erum einmitt þessa dagana að breyta algjörlega um stíl á stjórn- unarnámskeiðunum okkar og mun- um leggja aukna áherslu á það sem sumir kalla nýja stjórnunarstílinn. Þetta er kallað „leadership" á ensku og ég hallast helst að því að tala um „forystuhlutverkið" á íslensku, því „leiðtogi" er kannski fullháfleygt orð yfir þetta. Áður fyrr var stjórn- andinn, sem nefnist „manager" á ensku, fyrir ofan starfsfólkið og gaf fyrirmæli nidur. „Leader" er hins vegar fremstur meðal jafningja. Hann leiðir starfið, tekur frum- kvæðið, en starfsmennirnir fá í raun athafnafrelsi. Ég heyrði eitt sinn skemmtilega samlíkingu, þar sem nýja forstjóranum var líkt við fyrir- liða í fótboltaliði. Það væru auðvit- að ákveðnar leikreglur, sem farið væri eftir, en að öðru leyti skipti hann sér ekki af leikmönnunum. Honum væri sama hvernig þeir framkvæmdu þetta, innan ákveðins ramma, svo fremi sem þeir skoruðu. Þetta nýja forystuhlutverk krefst mikillar framsýni og þess, að fólk sé Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir, alþingis- maður. „Ég þori að ful)yrða, að vinnuhagræðingin hafði oftast kostnaðarauka í för með sér — ekki sparnað." vel að sér í öllum greinum. Það þýð- ir ekki bara að einskorða sig við stjórnunina og sinna ekki umhverf- inu og umheiminum. Maður þarf t.d. að vera vel að sér í bókmenntum og klassískum listum, svo dæmi sé nefnt. Það gefur fólki ákveðna víð- sýni. Framsýni og víðsýni eru mikil- vægir þættir. Það er lögð aukin áhersla á þessa svokölluðu mjúku línu. Stjórnandinn verður að kunna að eiga mannleg samskipti, enda eru þau talin um 60-70% af störfum hans. Breytingin á námskeiðunum felst einmitt í því að kynna þessar hug- myndir um forystuhlutverkið. Við erum með námskeið í tímaskipu- lagningu og mannlegum samskipt- um og svo höfum við verið með þetta stóra og mikla námskeið fyrir Flugleiöir. Það hefur stundum verið nefnt „brosnámskeiðið", sem gefur nú reyndar ekki alveg rétta mynd af því sem fram fer. Brosið er ekkert nauðsynlegt, heldur er lögð áhersla á jákvæða afstöðu fólks til sjálfs sín og annarra." EKKI LENGUR Á STALLI En hvernig myndi Lára M. Ragn- arsdóttir lýsa nýja forstjóranum ? „Hann vílar ekkert fyrir sér að ganga í verkin, ef á þarf að halda, og er til í vinna það sem þarf að vinna! Þar með er hann einn af hópnum og ekki eins einangraður frá hinum al- menna starfsmanni og stundum var áður fyrr. Hann er ekki lengur á stalli, heldur meðal fólksins. Fremst- ur meðal jafningja. Það er kannski aðalatriðið. Hann mætir hugsan- lega fyrstur á morgnana og sýnir á annan hátt gott fordæmi. Hann leggur líka mikla áherslu á mannleg samskipti, enda er það eðlilegt mið- að við þær aðstæður, sem við búum við í dag. Breytingar eru svo örar, bæði með tæknivæðingu og þróun fyrirtækja, og það er nauðsynlegt að fylgja þeim eftir með því að sinna starfsfólkinu og þörfum þess." Þekktur bandarískur stjórnunar- fræðingur, Philip Crosby, er greini- lega á sama máli og Lára. Hann rek- ur gífurlega stórt ráðgjafarfyrirtæki og er höfundur metsölubóka í þess- um fræðum. í nýlegu viðtali við tímaritið International Manage- ment segir hann t.d. eftirfarandi um hvernig leysa skuli erfið verkefni á vinnustöðum: „Það skapast vanda- mál þegar starfsfólkið sér stjórnand- ann ekki leggja neitt af mörkum til þess að leysa verkefnið. Þetta er eins og að banna krökkunum sínum að snerta áfengi og tdbak, en sitja sjálf- ur reykjandi og drekkandi fyrir framan þau. Slík framkoma er móðgandi." Þetta hefur líka verið orðað á ann- an veg: „Sá, sem gegnir forystuhlut- verkinu, gerir ekki eitthvað við annað fólk. Hann gerir eitthvað með því." NÁMSKEIÐ FYRIR STARFSFÓLKIÐ Eins og fram hefur komið sækja nútímaforstjórar töluvert af nám- skeiðum í sínu fagi, bæði hjá Stjórn- unarfélaginu og öðrum aðilum. Þeir láta hins vegar ekki þar við sitja, heldur fá þeir líka fagfólk til að skipuleggja námskeið fyrir starfs- fólk fyrirtækisins. Hið svokallaða brosnámskeið Flugleiða er kannski þekktasta dæmið um slíkt. Við höfðum samband við sál-

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.