Helgarpósturinn - 24.06.1987, Blaðsíða 33

Helgarpósturinn - 24.06.1987, Blaðsíða 33
 fræðistöð í Reykjavík, sem staðið hefur fyrir ýmsum námskeiðum, bæði fyrir almenning og einstök fyr- irtæki. Forsvarsmaður stöðvarinnar var spurður um hvort nýju forstjór- arnir væru í auknum mæli að nýta sér þjónustu sálfræðinga. „Já, forstjórar og aðrir yfirmenn á vinnustöðum leita mikið til okkar, einmitt af því að þeir eru farnir að hugsa svolítið öðruvísi. Þeir ætla kannski að gera einhverjar breyt- ingar og er umhugað um að standa rétt að þeim. Við fáum t.d. spurning- ar eins og „Hvaða viðbrögðum má ég búast við frá starfsfólkinu við þessa breytingu í starfseminni?". Þeim er mikið í mun að standa rétt að öllum breytingum innan fyrir- tækisins og í slíkum tiivikum erum við stjórnandanum innan handar við að framkvæma áætlunina á þann hátt að hún komi ekki illa við fólkið á vinnustaðnum. Þetta er einmitt mjög mikilvægt, því breytingar í rekstri kalla yfirleitt á gífurlega sterk viðbrögð hjá starfsfólkinu. Maður sér það nú bara við að fylgjast með fréttunum! Með meiri undirbúningi er oft hægt að framkvæma breytingarnar á annan hátt og skilningur stjórn- enda á þessu er sífellt að aukast. Nú í vor höfum við t.d. verið með mörg námskeið fyrir starfshópa í þeim til- gangi að kenna fólki að taka á mál- um, sem upp koma vegna breyt- inga. Það er vitað, að breytingar á ein- hverju sem hefur „alltaf verið svona" kalla á andstöðu innra með fólki. Fyrstu viðbrögð við hinu óþekkta eru neikvæð, þai; til menn skilja tilganginn með þessu. Þá fyrst má búast við samvinnu. Oft eru breytingar á vinnustöðum fólgnar í því að starfsfólkinu er ætlað að kynna einhverja breytta starfshætti fyrir viðskiptavinunum, sem geta brugðist við á ýmsan hátt. Andstaða starfsfólksins orsakast oft vegna þess að það lendir í klípu í starfinu. Ekki að staða þess verði beint erf- iðari í sjálfu sér, heldur að það verði fyrir neikvæði frá óánægðum við- skiptavinum. Stjórnendurnir finna hins vegar kannski ekkert fyrir þessu, þar sem þeir eru ekki í beinu sambandi við kúnnana." Verkstjóri i samlokudeild Þar '®ða s mn stort sandist unclirrituðum . ir juní nk. htessu"' cteW' Íle9' 6SVS' g roen^ ,^64.. .. -„ÓUV" ^etVV- _ Athugið! Óskum eftir að ráða sem fyrst gott fólk til margvislegra framtiðarstarfa. Par á meðal: * Ungan drifandi mann með góða mennt- un, helst viöskiptafræðing, til stjórnunar- starfa hjá góðu fyrirtæki. Mjög gott tækifæri fyrir róttan mann. Gestamóttaka — sumarstarf Hótel Borg óskar eftir að ráöa hressa og duglega stúlku til starfa í gestamóttöku sem fyrst. Viökomandi þarf að hafa góða tungu- málakunnáttu og aðlaðandi framkomu. Upplýsingar gefur Gróa Ásgeirsdóttir mót- tökustjóri i sima 11440 á fimmtudag og föstudag. Atvinnuauglýsingar sýna vel við- horfið á vinnumarkaðnum. Innflutn- ingsfyrirtæki óskar eftir UNGUM OG HRESSUM starfskrafti i FJÖL- BREYTT OG SKEMMTILEGT STARF. Stúlkan í gestamóttökunni á Hótel Borg á að vera HRESS, DUGLEG OG AÐLAÐANDI. Síðan er beðið um UNGAN OG DRÍFANDI mann og annan UNGAN, DUGLEGAN OG þar að auki REGLUSAMAN. Þrítug kona í atvinnuleit er greinilega með á nótunum og segist í óspurðum fréttum vera HRESS, enda dugar ekki annað. Og sá, sem vill hafa með vel smurðar samlokur að gera, verður að hafa FAGLEGA ÞEKKINGU OG REYNSLU í STJÓRNUN. Þetta er líka SJÁLFSTÆTT ÁBYRGÐAR- STARF. MANNLÍFIÐ EKKI REIKNAÐ ÚT BAKVIÐ SKRIFBORÐ Það eru ekki allir jafnánægðir með nýtískulegu stjórnunaraðferð- irnar. Meðal þeirra, sem hafa efa- semdir, er Aöalheiöur Bjarnfreös- dóttir, þingmaður og fyrrum for- maður Sóknar. Á síðustu árum fylgdist Aðalheiður með því, hvern- ig gerð var „úttekt" á nokkrum vinnustöðum Sóknarkvenna og ný „hagræðing" á starfsfyrirkomulag- inu síðan kynnt í kjölfarið. Hún telur þær tilfæringar oft hafa verið til skaða fremur en bóta: „Þetta var stundum alveg fárán- legt, skal ég segja þér. Sóknarkon- unum var kannski fækkað heilmik- ið samkvæmt einhverjum útreikn- ingum, án þess að tillit væri tekið til þess að fólk getur veikst og farið í frí. í slíkum tilvikum varð því að kalla út konur, sem ekki áttu að vera á vakt, og borga þeim aukalega. Þegar dæmið var gert upp varð þetta svo kostnaðarsamara en gamla kerfið! Þetta hefur gengið yf- ir á flestum sjúkrahúsum og farið þar meira eða minna úr skorðum. Ég er sannfærð um að svona hag- ræðing hefur í för með sér kostnað- arauka en ekki sparnað. Það er hægt að hagræða tölum á ýmsan veg og ég bifast ekki i þeirri trú, að þetta hafi ekki skilað þeim hagnaði, sem til stóð. Menn reikna nefnilega ekki mannlífið út bakvið skrifborð! Það eru kallaðir til ungir lærdóms- menn, sem eiga að reikna allan kostnað niður, en þeir þekkja í raun og veru sáralítið til starfa. Þegar á að spara er það líka árátta hjá þess- um mönnum að byrja á þeim lægst launuðu. Hins vegar er oft bætt við mannskap á toppnum. Þetta er slæm þróun, því virðing- arleysi fyrir erfiðisvinnu er sífellt að aukast, finnst mér. En ég skil ekki hvernig þjóðfélagið á að komast af, þegar enginn er til að sinna þessum störfum.“ NÝI FORSTJÓRINN EKKI JAFN VERNDAÐUR Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir er Hárgreiðslusveinn óskast Óska cltir að ráða hárgreiðslusvein hálfan cða allan daginn. scm fyrst H.irgreidslustofan Venus. Gordastræh 1 t. simi 21777. Rannsóknar- stofnun i Reykjavik óskar að ráða lifefnalræðmg eða cfnafræðing i sumar eða haust Áhugavcrt framtiðarstarf Umsókmr cr tilgreini aldur, menntun og fyrri slörf sendist augld Mbl fyrir 22. júli merktar ..R 6062 varahluta- ■vo l lnn' Up„(Þa «nSis* m80' Un ds9skvó/d,a ,^0,9Pn Verslunarstarf ■n rS8a algrciðsluma"" r unvora. . Egill Vilh/álmsson ht Laugavcgi 118 Simr 22240 Starfskraftur >skast ;U6o;„,kl 20Þann27 ,unl Spjaldskrá r- ritari Vrl|um ráða spialdskrárritara, Vólriturrt kunnðtta nauðsynlrtrr. Framtlðarstarl Upplys.npar á skrilstolunni. ekk, I sima (^^nausth.f: SiAumúla 7 — Simi 82722 Úrbeiningamaður 'gum óskast til Maður/kona vön úrbein starfa Kjötafgreiðslufólk Kona /maðu óskast nú þeg. vön afgreiðslu i kjötbúð Kjötiðnaðarmað vanan kjötiðnaðarmann/ konu vantar PPgar Uppl gcfur V£RZLUNIN VÍDIR. Starmýn 2. sim, 30420 og Austurstræt! 17. sim, 14376 m' 'k' '6 —19 á morgun mánudag ur Fyrir tíu árum, árið 1977, var hressi- leikinn ekki jafnáberandi í atvinnu- auglýsingum. Enda gamli stjórnunar- stillinn allsráðandi. alls ekki eina manneskjan, sem viðrað hefur efasemdir um hagræð- ingar, útfektir og aðra fylgifiska nýja stjórnunarstílsins. Rúmur tugur gamalgróinna starfsmanna sagði t.d. upp störfum hjá fyrirtæki nokkru í ferðamannaiðnaði á síð- asta ári, vegna óánægju með stjórn- unaraðferðir nýráðins yfirmanns. Samvinna tókst hreinlega ekki með gamla starfsliðinu og nýja stjórn- andanum og enginn lét sér hug- kvæmast að leita til sérfróðra aðila, svo hægt væri að leysa málið áður en gripið væri til uppsagna í stórum stíl. Starfsmenn opinberrar stofnunar i Reykjavík lentu í svipaðri aðstöðu í fyrrasumar, þegar nýr forstjóri tók við. Mikil óánægja ríkti strax með þær breyttu stjórnunaraðferðir, sem fylgdu unga manninum. Þegar fólk- inu fannst síðan nýi yfirmaðurinn ganga framhjá þrautþjálfuðu starfs- fólki innan stofnunarinnar og ráða „mann utan úr bæ“ í ákveðna ábyrgðarstöðu varð það dropinn sem fyllti mælinn. Uppsagnarbréf- unum rigndi inn á borð forstjórans. Það er ungur stjórnandi í anda nýja stílsins, sem á lokaorðin. Hann lýsti „nýja forstjóranum" svona: „Nú ríkir meiri fagmennska í vinnubrögðum. Menn hafa mennt- að sig til að stjórna fyrirtækjum og því eru gerðar meiri kröfur til þeirra. Samkeppnin er líka orðin meiri og maður er ekki jafn vernd- aður og forstjórar voru áður fyrr. Hiuti af þessum faglegu vinnu- brögðum felst m.a. í mannlegum samskiptum og starfsmönnum er gefið meira svigrúm til að starfa sjálfstætt. Ef starfsmaður á við per- sónulegt vandamál að stríða er hon- um hjálpað í gegnum það, en ekki sagt upp. Skipulagning er einnig mikilvæg. Menn gera áætlanir, sem eru mun vandaðri en áður var, og starfið er á allan hátt markvissara og formlegra. Til þess að viðhalda þekkingu sinni þurfa stjórnendur síðan skil- yrðislaust að sækja námskeið. í vel reknum fyrirtækjum erlendis eru menn t.d. farnir að taka frá ákveð- inn tíma á ári í þeim tilgangi." HELGARPÓSTURINN 33

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.