Helgarpósturinn - 24.06.1987, Blaðsíða 9

Helgarpósturinn - 24.06.1987, Blaðsíða 9
Hrafnista í Reykjavík. Hrafnista í Hafnarfiroi Eftir Gunnar Smóra Egilsson myndir Jim Smart forsjá heimilanna og koma á mið- stýringu er legðist eins og mara yfir starfsemina. A sama tíma er mikil brotalöm á öldrunarþjónustunni. í samanburði við önnur lönd eru síst færri vistun- arheimili á íslandi en annars staðar. Hins vegar benda biðlistarnir til allt annars en hér sé viðunandi ástand. Hvort þeir gefatil kynna annarlegt ástand í húsnæðismálum, að hér vanti þjónustu við aldraða svo þeir geti verið lengur heima eða að hér hafi skapast hefð skal ósagt látið. En eins og ástandið er í dag leitar gamla fólkið eftir vistun á dvalar- heimilum langt umfram það sem hægt er að anna. Því hafa margir aldraðir tekið á sig skuldbindingar eða gefið eigur sínar til að flýta fyrir innlögn. PUKUR UMMIÐ- ALDAAÐFERÐIR í REKSTRI Mikill fjöldi þeirra sem nú búa á Hrafnistu í Hafnarfirði samþykkti skuldabréf upp á nokkur hundruð þúsund króna til að fá þar inni. Sam- kvæmt heimildum Helgarpóstsins bera þessi skuldabréf neikvæða vexti og eru því einkar hagkvæm lán fyrir stofnunina. Sú skoðun hefur nokkurt fylgi að þeir sem geta greitt fyrir vistun sína eigi að gera það. Hjá Hrafnistu er hins vegar ekki gengið frá þessum málum fyrir opnum tjöldum. Þar er ekki til ákveðin gjaldskrá er tilgrein- ir hvað hvert pláss kostar, hvorki fyrir þá sem samþykkja skuldbind- ingar né þá sem gefa fé eða eigur sínar til stofnunarinnar. Slíkt hlýtur að teljast óþolandi þegar jafn við- kvæmt ástand ríkir í þessum málum og raun er á. Hér er enn ein brotalömin á því velferðarkerfi er fslendingar trúa á góðum stundum að þeir lifi við. Enn hefur ekki tekist að koma vel- ferðarmálum hér í nútímaiegt horf. Síðastliðinn vetur greindi Helgar- pósturinn frá því hvernig megnið af félagslegri aðstoð ríkis og sveitarfé- laga er bundið í viðjar laga sem mót- uð voru með það samfélag í huga er var við lýði hér á hinni öldinni. Samkvæmt upplýsingum stjórn- armanns Hrafnistu tíðkast þar arf- sal eins og á öldum áður. Það fólst í því að þeir sem eitthvað máttu sín gátu keypt sér aðhlynningu í ellinni með því að ánafna þeim er veitti þjónustuna eigur sínar. Meðan hér voru klaustur í kaþólskum sið gáfu ekkjur oft eigur sínar til þeirra gegn vist til æviloka. SJÓMANNADAGSRÁ STÓRVELDIÁN EFTIRLITS Eins og fram kemur ígreininni hér til hliöar er þaö sjómannadagsráð sem rekur Hrafnistu, Dvalar- heimili aldraðra sjómanna. Auk Hrafnistuheimil- anna í Reykjavík og Hafnarfirði rekur sjómanna- dagsráð Happdrætti DAS, Laugarásbíó og á hlut í Skjóli hf., sem er að reisa vistunarrými fyrir aldraða við Hrafn- istu í Reykjavík. Þá á sjómannadagsráð Hraunkot, 700 hektara jörð í Grímsnesi, þar sem lengi var rekið sumar- dvalarheimili fyrir börn. Litlum hluta þeirrar jarðar hef- ur verið skipt upp í 124 sumarbústaðalóðir. Stœrsti hlut- inn bíður enn ráðstöfunar. BÍÓ, HAPP- DRÆTTI, GJAFIR, STYRKIR OG DAGGJÖLD En hvað er sjómannadagsráð? Það eru undir- og yfirmannafé- lög sjómanna í Reykjavík og Hafn- arfirði sem skipa þrjátíu og tvo fulltrúa í sjómannadagsráð. Það hefur verið gert allt frá því sjó- mannadagurinn var fyrst haldinn hátíðlegur árið 1938. Sjómanna- dagsráð kýs sér fimm manna stjórn er fer með alla stjórn stofn- ana þess milli aðalfunda. Hið þrjá- tíu og tveggja manna ráð kemur ekki nema einu sinni til fundar á ári, utan aðalfundar. Sjómannadagsráð hefur fjár- magnað uppbyggingu dvalar- heimilanna á ýmsan hátt. Ráðið hefur fengið 60% af nettóhagnaði Happdrættis DAS og frá og með yfirstandandi happdrættisári fær ráðið allan nettóhagnaðinn. Hagnaður af Happdrættinu var í fyrra 6,7 milljónir króna. Sjó- mannadagsráð fær endurgreidd 90% af skemmtanaskatti er ríkis- sjóður innheimtir af miðaverði í Laugarásbíói. Þá hefur ráðið feng- ið sérstök framlög af fjárlögum til uppbyggingarinnar og á síðustu árum einnig úr Framkvœmdasjódi aldradra. Sumarbústaðajarðirnar í Grímsnesi skila um 5,5 miiljónum króna í leigugjald á ári. Aðrir tekjuliðir eru gjafir og styrkir ein- staklinga og féíaga, þar með tald- ar gjafir þeirra sem eru á biðlistum eftir vistun. Rekstur dvalarheimilanna er síðan fjármagnaður með dag- gjöldum, ákvörðuðum af dag- Pétur Sigurðsson, formaður sjó- mannadagsráðs og forstjóri Hrafn- istu í Hafnarfirði. gjaldanefnd, og sjúkradaggjöld- um, sem Tryggingastofnunin greiðir. EIN STJÓRN YFIR ÖLLUM ÞÁTTUNUM í stjórn sjómannadagsráðs sitja Pétur Sigurdsson, fyrrverandi al- þingismaður, formaður, Þórhallur Hálfdánarson, gjaldkeri, Gardar Þorsteinsson, ritari, Guömundur Halluarðsson og Anton Nikulás- son, meðstjórnendur. Stjórn sjó- mannadagsráðs er jafnframt stjórn Hrafnistu í Hafnarfirði og Reykjavík, Happdrættis DAS og Laugarásbíós. Jafnframt því sér ráðið um jörðina í Grímsnesi og úthlutar sumarbústaðalóðum af henni. Þá hefur ráðið umsjón með hátíðardagskrá á sjómannadaginn í Reykjavík og Hafnarfirði. Þó fimm manns sitji í stjórn sjó- mannadagsráðs hefðu margir við- mælenda Helgarpóstsins viljað svarað spurningunni um hvað sjó- mannadagsráð væri með því að segja: Pétur Sigurðsson. Pétur hef- ur verið formaður sjómannadags- ráðs undanfarin tuttugu og fimm ár. Hann og Guðmundur H. Odds- son, sem nú er látinn, höfðu hvaö mest frumkvæði að þeim miklu umsvifum er sjómannadagsráð hafði. Pétur hafði frumkvæði að Hrafnistu í Hafnarfirði, stjórnaði fjármögnun hennar og er nú for- stjóri þar. Auk starfa sinna hjá sjómanna- dagsráði og fyrirtækjum þess hef- ur Pétur haft áhrif á málefni aldr- aðra í gegnum þingmennsku sína. Hann var áhrifamaður við setn- ingu laga um málefni aldraðra, stóð að stofnun Öldrunarráðs ís- lands og Félags stjórnenda í öldr- unarþjónustu, þar sem hann gegndi formennsku allt frá stofn- un til ársins 1985. Þá tók Rafn Sig- urðsson, forstjóri Hrafnistu í Reykjavík, við. SITJA ALLAN HRINGINN VIÐ BORÐIÐ Eins og fram kemur í greininni hér til hliðar er Hrafnista í Hafnar- firði og Reykjavík sjálfseignar- stofnanir. Slíkar stofnanir eru ekki framtalsskyldar og hið opinbera hefur ekki eftirlit með þeim á ann- an hátt. Þessum stofnunum er í sjálfsvald sett hvernig þær hegða sínu innra eftirliti. Þegar uppbygg- ing sjómannadagsráðs og fyrir- tækja þess eru skoðuð kemur í ljós, að sömu einstaklingarnir sitja þar allan hringinn við borðið. Þannig er Pétur Sigurðsson for- maður sjómannadagsráðs sem er eigandi Hrafnistu í Hafnarfirði. Sem formaður sjómannadagsráðs er hann jafnframt formaður stjórnar þess. Stjórnin er fram- kvæmdaaðili ráðsins og sem slík- ur jafnframt stjórn Hrafnistu í Hafnarfirði. Eins og áður sagði er Pétur einnig forstjóri Hrafnistu í Hafnarfirði og ber því ábyrgð gagnvart stjórn stofnunarinnar. Gagnrýni fólks í öldrunarþjón- ustu á sjómannadagsráð og Hrafn- istu hefur fyrst og fremst beinst að því hvernig staðið er að vali á þeim er fá þar vistun. Sú gagnrýni hefur ekki beinst að uppbyggingu ráðsins að öðru leyti en því, að sér- menntuðu fólki finnst skorta á fag- menntun þeirra sem stjórna þessu stærsta fyrirtæki í öldrunarþjón- ustu á landinu. HELGARPÓSTURINN 9

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.