Helgarpósturinn - 24.06.1987, Blaðsíða 23

Helgarpósturinn - 24.06.1987, Blaðsíða 23
KVIKMYNDIR eftir Ólaf Angantýsson Af ómœldum fáránleik styrjalda Regnboginn: Wheels of Terror (Dauöinn á skridbeltum). ★★ Árgerd 1987. Framleidendur: Just Betzer/Benny Korzen. Leikstjórn: Gordon Hessler. Handrit: Nelson Gidding eftir sögum Suen Hassels. Kvikmyndun: George Nikolic. Adalhlutverk: Bruce Davison, Jay Osanders, Keith Szarabajka, Slavko Stimac, David Patrick Kelly, Oliver Reed o.fl. Það hlaut að koma að því að ein- hver uppgötvaði hversu ágætlega hinar ódauðlegu frásagnir Sven Hassels af hersveit hinna for- dæmdu hentuðu til kvikmyndun- ar. Hver minnist ekki með hlýhug þeirra Gamlingja, Lilla, Porta og annarra undurfurðulegra persóna þessa óviðjafnanlega bókaflokks sem árvisst barst okkur með jóla- bókaflóðinu og opinberaði okkur mörlenskum ómældan fáránleik styrjaldarinnar. Blygðunarlaus kaldhæðni frásagnanna, hið gegndarlausa virðingarleysi höf- uðpersónanna fyrir yfirboðurum sínum og vonlaus barátta þeirra við að halda í líftóruna við ómögu- leg lífsskilyrði einskismannslands fremstu víglínu opnaði s.s. fyrsta sinni augu margra okkar fyrir hversu ofurseld við erum í raun óprúttnum áróðursbrögðum stríðsæsingamanna allra tíma. Kvikmyndin byggist á þeim tveimur verka Hassels sem hvað mestrar hylli hafa notið gegnum tíðina, nefnilega Hersveit hinna fordæmdu og Dauðinn á skriðbelt- unum, sem aukinheldur hafa báð- ar verið gefnar út í ágætri íslenskri þýðingu. Myndin er á margan hátt býsna faglega unnin, en á þó ugg- laust eftir að valda gömlum unn- endum þeirra Lilla, Porta og félaga töluverðum vonbrigðum, því mik- ið vantar á að hún lýsi af viðlíka næmleika og styrk sem frumgerð- in þeim raunum er þeir félagar þurftu að ganga í gegnum, þá er þeir streittust hvað digurmann- legast við að viðhalda mannlegri reisn sinni og verðleikum mitt uppi í öllum soranum og eymd- inni. Hér sárvantar t.d. gullkorn á borð við Bach-orgelkonsert Porta í hálfhrundu dómkirkjunni á með- an þeir félagar sátu af sér stór- skotahríð herja Bandamanna, ferð þeirra félaga yfir víglínuna til að halda jól með Ivan Ivanovich Qdví hann átti vodka og þeir kjöt- meti) til þess eins að þeim hvorum um sig veittist síðan nógsamlegur styrkur næsta dag til að berja vendilegar en áður á óvininum, og svo mætti lengi telja. Þrátt fyrir þessa bresti handrits- gerðarinnar er myndin þó tækni- lega nokkuð sómasamlega úr garði gerð og fyrir þá sök eina nokkurrar athygli verð, þó svo að hún eins og áður sagði nái engan veginn að spegla að fullu verð- leika frumgerðarinnar. Enn af hágöfgi lífsfílósófíu Stallones Háskólabíó: Over the Top (Á toppinn). ★ Bandarísk. Árgerð 1987. Leikstjórn: Menahem Golan. Handrit: Stirling Silliphant. Kvikmyndun: David Gurfinkel. Tónlist: Giorgio Moroder. Aðalhlutverk: Sylvester Stallone, Robert Loggia, Susan Blakely, David Mendenhall, Rick Zumwalt o.fl. Enn, aftur og enn heldur hann sig við efnið, þó svo að formið, sjálf umgerð frásagnarhefðar hans, hafi tekið töluverðum stakkaskipt- um frá því er við eigum að venjast af hans hálfu. Formúlan er engu að síður söm við sig, því karakter- registur hans hefur einfaldlega ekki upp á að bjóða öllu flóknari eða djúpstæðari túlkunartilbrigði en þau er okkur hefur þegar marg- sinnis gefist að berja augum í fyrri afurðum hans svipaðrar tegundar. Það er varla að það taki því að eyða frekari orðum í þessa nýjustu afurð meistara Stallones, nema ef væri fyrir þá sök eina hversu skemmtilega einfeldnisleg þjóð- rembingstilþrif sniilingsins og samverkamanna hans eru að þessu sinni. Þannig heitir þessi ei- líflega óumbreytanlegi persónu- gervingur ítalska stóðfolans hvorki Rocky né Rambo í ár, held- ur ekki ómerkara nafni en Lincoln Hawk, og segir það eitt okkur yfr- ið nóg og meira en mörg vel valin orð um djúphyggni þeirrar há- sýmbólíkur er höfundar myndar- innar rembast sem rjúpan við að kiína utan yfir þessa einkar svo lít- ilsigldu afurð sína. Og söguþráðurinn? Jú, í ár er Rockyrambo blásnauður vöru- flutningabílstjóri sem aukinheldur er ágætlega liðtækur í þeirri íþrótt er vér mörlenskir köllum sjó- mann. Rockyrambó á líka trukk- inn sinn sjálfur, en meinið er að þessi forsenda lífsviðurværis hans er komin vel til ára sinna, illa farin og óhrjáleg í flesta staði, m.ö.o. táknrænn minnisvarði einkar væskilslegrar framgöngu eigand- ans í lífinu til þessa. En það stend- ur víst allt til bóta og betri vega eins og í öllum góðum ævintýrum. Því hversu síblankur og vesæll sem Rocckyrambó annars kann að virðast að þessu sinni á hann þó strák sem er í herskóla, sem á ríka mömmu, sem er að hrökkva upp af í sjúkrahúsinu og vondan afa sem vill ekki að kauði alist upp hjá mannleysunni honum föður sínum. Því þarf Rockyrambó eina ferðina enn að sanna umheimin- um karlmennsku sína, og viti menn: Stendur þá ekki einmitt fyr- ir dyrum heimsmeistarakeppni í sjómanni vestur í Las Vegas. Og hver skyldu svo verðlaunin vera? Jú, splunkunýr langferðatrukkur af dýrustu og bestu sort og svo að sjálfsögðu milljóndollars. Þarf að spyrja að leikslokum? LISTVIÐBURÐIR Ásgrímssafn Opið sunnudaga, þriðjudaga og fimmtudaga frá 13.30—16.00. Ásmundarsafn Abstraktlist Ásmundar Sveins- sonar, opið daglega frá 10—16. Djúpið Þorvarður Árnason sýnir 20 formrænar litljósmyndir. Síðasta sýningarhelgi. Opið 11—23.30. Gallerí Borg Frjálst upphengi að hætti húss- ins, gamlir meistarar v/Austur- völl og nýir v/Austurstræti. Gallerí Grjót Samsýning aðstandenda. Mál- verk, grafík, skúlptúr, silfur o.fl. Gallerí Langbrók Textíll Vefnaður, tauþrykk, myndir, fatnaður o.fl. á Bókhlöðustíg 2. Krákan Unnur Svavarsdóttir sýnir akrýl- og pastelmyndir. Listasafn ASÍ Sumarsýning stendur yfir í salar- kynnum safnsins á Grensásvegi 16. Á sýningunni eru verk eftir 11 listamenn, unnin með margs- konartækni. Sýningin stendurtil 19. júlí. Kjarvalsstaðir Graphica Atlantica, alþjóðleg grafíksýning. Síðasta sýningar- helgi. Nýlistasafnið við Vatnsstíg „Sænskt kex", skiptsýning ungra myndlistarmanna sem hingað koma frá Svíaríki, einnig sýnt í MIR-salnum við sömu götu. Síð- asta sýningarhelgi. Listasafn Einars Jónssonar er opið alla daga nema mánu- daga frá kl. 13.30—16.00. Högg- myndagarðurinn er opinn dag- lega frá kl. 10—17. Árbæjarsafnið er opið alla daga nema mánu- daga frá kl. 10—18. M.a. eru í safninu sýning á gömlum slökkviliðsbílum, sýning á Reykjavíkurlíkönum og sýning á fornleifauppgreftri í Reykjavík. KVIKMYNDAHUSIN ★★★★ Blátt flauel (Blue Velvet). Sýnd kl. 5, 7.30 og 10 í Bíóhúsinu. Herbergi með útsýni (Room with a View). Notalegur sjarmi kl. 3 og 7 í Regnboga. ★★★ Moskító-ströndin (The Mosq- uito Coast). Sýnd kl. 5, 7.05, 9.05 og 11.15 í Bíóborginni. Litla hryllingsbúðin (The little Shop of Horrors). Gaman gaman kl. 5, 7, 9 og 11 í Bíóhöllinni. Krókódila-Dundee (Crocodile Dundee). Létt ævintýri kl. 5, 7, 9 og 11 í Bíóborginni. Þrír vinir (Three Amigos). Hrein og beinfyndni. Kl. 3.10,5.10,7.10, 9.10 og 11.10 í Regnboga. Morguninn eftir (The morning after). Áfengisvandamál kl. 5, 7, 9 og 11 í Bíóborginni. Svona er lífið (That's Life). Huggulegheitahúmor kl. 7 í Stjörnubíói. Hrun ameríska heimsveldisins (The Decline of the American Empire). Yndisleg kynlífsum- ræða kl. 5, 7, 9 og 11 í Laugarás- bíói. ★★ Gullni drengurinn (The Golden Child) Murphy-tæknibrella kl. 3, 5, 7, 9 og 11.15 í Regnboga. Með tvær i takinu (Outrageous Fortune). Kvennasprell í Bíóhöll- inni kl. 5, 7, 9 og 11. Fyrsti apríl (April fool's day). Gasa hrollur kl. 3.05, 5.05, 7.05, 9.05 og 11.05 í Regnboganum. 4 toppinn (Over the Top). Með Sylvester Stallone kl. 7, 9 og 11 í Háskólabíói. ★ Ógnarnótt (Night of the Creeps). Hrollur kl. 11 í Stjörnu- bíói. Fjárkúgun (52 Pick-up). Þrillerkl. 5, 7, 9 og 11 í Stjörnubíói. Leyniförin (Project X). Ævin- týramynd kl. 5, 7, 9 og 11 í Bíó- höllinni. NÝJAR Dauðinn á skriðbeltum. Spennumynd byggð á bókum stríðssagnahöfundarins Sven Hassel kl. 3, 5, 7, 9 og 11.15 i Regnboga. Lögregluskólinn 4 Langþreytt grínmynd kl. 5, 7, 9 og 11 í Bíóhöllinni. Martröð á Elmstræti 3 Geðsjúkur morðingi enn á ferð, trúlega orðinn lúinn. Fullt af tæknibrellum. Kl. 5, 7, 9 og 11 í Laugarásbíói. ★ ★ ★ ★ framúrskarandi ★ ★ ★ mjög góð ★ ★ miölungs ★ þolanleg O mjög vond MYNDBAND VIKUNNAR eftir Ólaf Angantýsson The Hireling. ★★★ Til útleigu hjá m.a. Vídeómeist- aranum, Myndbandaleigu kvikmyndahásanna o.fl. Bresk. Árgerð 1973. Framleiðandi: Ben Arbeid. Leikstjórn: Alan Bridges. Handrit: Wolf Mankowitz, byggt á skáldsögu L.P. Hartley. Aðalhlutverk: Robert Shaw, Sarah Miles, Peter Egan, Caroline Mortimer, Elizabeth Sellars o.fl. Þetta margrómaða öndvegis- verk Alan Bridges (Out of Season 1975, The Shooting Party 1984), sem hlaut Gullpálmann í Cannes á sínum tíma, er þrátt fyrir látlaust yfirbragð sitt í hópi bitastæðari valkosta á hillum myndbandaleig- anna þessa dagana. Myndin greinir frá lífi og raun- um Leadbetters nokkurs sem er af lægri millistétt. Honum hefur engu að síður og þó aðallega að eigin áliti tekist nokkuð dægilega að brjótast af eigin rammleik til metorða innan hins fastskorðaða breska stéttakerfis millistríðsár- anna. Hann rekur eigin bílaleigu- fyrirtæki og er það ekki fyrr en hann verður alvarlega ástfanginn af einum helsta viðskiptavini sín- um, konu af aðalsættum, að innsta eðli stéttamismununarinnar og umfram allt hans eigin smæð standa honum endanlega ljós fyrir hugskotssjónum. Þessi ágæta aldarfarslýsing meistara Bridges er í alla staði með eindæmum fagmannlega unnin. Leikstjórn hans er bæði markviss og vendilega undir- byggð, handritið kjarngott og sam- leikur þeirra Shaw og Miles meö þvílíkum ágætum að óvíst má telj- ast að þau hafi nokkurn tíma gert betur og er þá mikið sagt. I sem skemmstu máli: Hin ágæt- asta dægradvöl hverjum þeim er unun hefur af að njóta ávaxta þess besta er bresk leiklistarhefð hafði upp á að bjóða á liðnum áratug. Ó.A. HELGARPÓSTURINN 23

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.