Helgarpósturinn - 24.06.1987, Blaðsíða 7

Helgarpósturinn - 24.06.1987, Blaðsíða 7
SJÁLFSTÆÐISFLOKKUR í UPPNÁMI ÞINGFLOKKURINN RÆÐUR FERDINNI Staða Þorsteins Pólssonar veik. Dregur tillögur í stjórnkerfismálum til baka. Tími átaka framundan. eftir Helga Má Arthursson Það pólitíska reiðarslag sem Sjálfstæðis- flokkurinn varð fyrir í kosningabaráttunni og endurspeglaðist í niðurstöðum kosn- inganna setur mjög svip sinn á ástandið innan flokksins og virðist veikja hann í samskiptum við aðra flokka. Áfallinu hefur flokksforystan kosið að svara með aðferð ,,smáflokksins“, þ.e. að leita eftir persónulegu áliti þrjú til fjögur hundruð manna og fá hjá þeim skýringar á ógöngunum sem flokkurinn rataði í. Sérstök fimm manna „naflaskoðunarnefnd“ hefur það hlutverk að rit- stýra niðurstöðunni og leggja fyrir sameiginleg- an fund þingflokks og miðstjórnar, eftir að ríkis- stjórn er mynduð. En það er ekki aðeins að þessi stóri flokkur beiti aðferð ,,smáflokksins“ til að greina innanhússvanda sinn. í stjórnarmyndun- arviðræðunum kemur fram, að forysta flokksins kemur illa undirbúin og reikandi til leiks. Þetta er alvarlegt fyrir Sjálfstæðisflokkinn og stjórnmál í landinu og kann að reynast erfitt fyrir þá ríkis- stjórn sem nú er í burðarliðnum. PRAKTÍSKUR FLOKKUR í VANDA Áratugum saman hafa áhrifa- menn í Sjálfstæðisflokki aðhyllst ríkisafskipti í framleiðslu og í pen- ingamálum. Á fyrsta áratug samein- aðs Sjálfstæðisflokks rak hann „harðsviraða íhaldsstefnu", en breytti pólitískum áhersium sínum á fjórða áratug aldarinnar og tók und- ir þau almennt ríkjandi viðhorf, að ríkisvaldi skyldi ekki aðeins beitt í þágu framleiöenda heldur og ná til heildarinnar og þar með þess sem kallað er velferðarmál. Frá þeim tíma hefur verið ríkjandi samkomu- lag um það í íslenskri pólitík að ríkisvaldi skyldi beita á tvennan hátt. Annars vegar í framleiðslu, s.s. í landbúnaðarmálum, byggðamál- um, tollamálum og peningamálum, og hins vegar skyldi ríkisvaldið bera ábyrgð á velferðarmálum, s.s. menntamálum, heilbrigðismálum og almennum tryggingamálum fyr- ir heildina. Á þessum hugmynda- grundvelli hefur Sjálfstæðisflokknum tekist að sameina margbrotna hags- muni framleiðenda í flokknum og verið jafnframt aðlaðandi valkostur fyrir stóran hluta kjósenda í 40 ár svo sem kosningaúrslit bera vitni um. Segja má að Sjálfstæðisflokkur- inn hafi notið þess í kosningum að vera „alhliða ríkisafskiptaflokkur". Stjórnmálahefðin í Sjálfstæðis- flokknum er að vera praktískur. Hagsmunir bænda, útvegsmanna, iðnrekenda og framleiðenda í þjón- ustugreinum hafa ráðið stefnumót- un flokksins og þeir hagsmunir sumpart gerðir að hagsmunum heildarinnar. Innan flokksins hafa vitaskuld verið talsmenn raunveru- legrar frjálsrar samkeppni, fyrst og fremst fulltrúar verslunar, mennta- menn og aðrir, sem litið hafa á frjáls- hyggju með augum hugsjóna- mannsins. Yfirleitt hafa þessir aðilar verið úti á kanti stjórnmálanna í hin- um praktíska flokki. Sjálfstæðis- flokkur er ekki flokkur hugmynda- fræði. FRJALSARI SAMKEPPNI — BÁKNIÐ BURT Engu að síður breyttu ungir sjálf- stæðismenn út frá hefðinni fyrir réttum tiu árum, þegar þeir undir forystu núverandi varaformanns Sjálfstæðisflokksins settu fram slag- orðið: Báknið burt. Ungu mennirnir boðuðu frjálsari samkeppni, en þekktu ekki flokk sinn betur en það, að frjálsari samkeppni á vegum hans gat aldrei þýtt annað en sam- keppni á velferðarsviðinu, eða í besta falli verulegan niðurskurð á sviði velferðarmála. Það fór enda svo, að allar þeirra tillögur miðuðust við niðurskurð á því „bákni" sem Sjálfstæðisflokkurinn á einna drýgstan þátt i aö hafa byggt upp. Ungu mönnunum kom ekki til hug- ar að láta frjálsari samkeppni ná til t.d. landbúnaðarframleiðslu eða til útflutnings fiskafurða. Krafan um „frjálsa samkeppni" klauf Sjálf- stæðisflokkinn að hluta til í afstöð- unni til ríkisstjórnar 1980-1983. Gunnar Thoroddsen myndaði þá ríkisstjórn með „mildu yfirbragði", eins og Albert Guðmundsson kaus að nefna það. Gunnar Thoroddsen þekkti hina pólitísku hefð Sjálf- stæðisflokksins og vissi að samstaða myndi aldrei nást um frjálsa sam- keppni í framleiðslu og að breyting- ar á velferðarkerfinu stönguðust á við vilja þorra kjósenda. Og hann lét líta svo út sem hann væri hand- hafi „gömlu sjálfstæðisstefnunnar" — alhliða ríkisafskiptastefnu. Með því kom hann flokknum í vanda og náði til liðs við sig ríkisafskipta- mönnum í ráðherrastóla. Hending ein réð því að þeir urðu ekki fleiri. Enda þótt ólíklegt verði að telja að yfirvofandi væri frjálshyggjubylt- ing í Sjálfstæðisflokknum er vert að minnast þess að einn hugmynda- fræðinga flokksins, Jónas Haralz, ritaði á þessum tíma nokkrar grein- ar um einkaskóla og fleira smálegt, sem allt miðaðist við að gera breyt- ingar á velferðarkerfinu, en ekki framleiðslu. Þessum viðhorfum höfnuðu kjósendur. FRELSI UNDIR FORSÆTI STEINGRÍMS Með myndun ríkisstjórnar Stein- gríms Hermannssonar og á valda- tíma þeirrar stjórnar var hrint í framkvæmd tveimur eða þremur málum sem flokkast geta til „frjáls- hyggju". Vextir voru gefnir frjálsir um mitt ár 1984, ávöxtunarfyrir- tækjum voru sköpuð starfsskilyrði og útvarpsrekstur var gefinn frjáls. Það sem e.t.v. skiptir mestu fyrir framvindu mála í Sjálfstæðisflokki síðustu misseri er hins vegar það, að ný kynslóð tók við forystu flokksins. Formaður var kjörinn Þorsteinn Pálsson. Hann kom nýr til þings 1983, og var hafnað sem ráðherraefni í þing- flokki Sjálfstæðisflokksins að af- loknum kosningum. Tók við ráð- herradómi af Albert Guðmundssyni eftir mikinn vandræðagang sem menn hentu gaman að og kölluðu „að finna stól fyrir Steina". Upphafið lofaði ekki góðu. Þorsteinn Pálsson varð forystu- maður Sjálfstæðisflokksins við erf- iðar aðstæður. Hann var talinn til frjálshyggjumanna og var fyrir það tortryggður, þrátt fyrir mikinn Þorsteinn Pálsson: Lagði fram hug- myndir um breytingu á lögum um stjórnarráð íslands. Hann hefur nú fall- ið frá þeim vegna andófsins í þing- flokknum. stuðning á landsfundi. Hann tilheyr- ir annarri kynslóð en meirihlutinn í þingflokki sjálfstæðismanna og reynslulaus í stjórnmálum í saman- burði við þá ríkisafskiptamenn sem þar hafa setið í áratugi. Hann gerði einnig þá pólitísku skyssu að halda fast við framboð sitt á Suðurlandi, sem er landbúnaðarkjördæmi þar sem fylgi byggist m.a. á fyrir- greiðslu. Gerir þessi staða Þorstein Pálsson landlausan meðal „frjáls- hyggjumanna" í þéttbýli. Þessar aðstæður hafa orðið til þess að forysta flokksins hefur verið veik og hikandi. Frjálshyggjumenn hafa náð fótfestu umfram það sem þeir áður hafa haft. í opnuviðtali í HP fyrir stuttu var Sigurlaug Bjarna- dóttir frá Vigur spurð um afstöðu þessara manna. Hún sagði: „Ég hef ekki dregið dul á að margir hinna ungu frjálshyggjumanna hafa fælt fólk frá flokknum." Og varðandi þá hugmyndakreppu sem Sjálfstæðis- flokkurinn er í hittir Sigurlaug e.t.v. naglann á höfuðið þegar hún heldur áfram og segir: „Áhugi á einka- rekstri er í sjálfu sér ágætur. En þeg- ar menn eru farnir að færa bæði skóla og dagvistarheimili inn i einkareksturinn þá stendur mér ekki á sama. Ef einkaþjónusta slíkra stofnana á að rísa upp gegn hærra gjaldi, þannig að einungis efnafólk geti notfært sér hana, þá erum við á hættulegri braut. Hugmyndir í þessa veru eru hættulegar og fram- andi okkar þjóðfélagshugsjón." Og hvaða þjóðfélagshugsjón er frú Sigurlaug að tala um? Jú, það al- menna samkomulag sem ríkjandi hefur verið í þjóðfélaginu, að ríkis- valdi skuli beita í þágu framleiðenda og fjölda, en ekki aðeins í þágu framleiðenda. Og vafalaust mælir hún hér fyrir munn margra sjálf- stæðismanna. Þeir óttast margir að flokkurinn sé á rangri leið. Að unga kynslóðin í forystu fiokksins hafi misst sjónar á pólitískri hefð í flokknum. Að hún vanræki t.d. landsbyggðina og láti stjórnast um of af arðsemislagorðum nýju frjáls- hyggjunnar. RÍKIS- STJÓRNAR- MYNDUN Af samtölum við forystumenn í Sjálfstæðisflokki er ljóst að menn gera sér grein fyrir þeirri úlfakreppu sem formaður og flokkur eru í. Þrátt fyrir það virðist naflaskoðunin bein- ast að skipulagi flokksins, vali fram- bjóðenda, uppbyggingu landssam- taka og skipulagningu kosningabar- áttu. Hugmyndafræðin, eða hinn pólitíski arfur flokksins, er enn sem komið er ekki aðalatriði skoðunar- innar. Menn forðast umræðu um þau mál. Þetta kemur einnig glöggt fram í þeim stjórnarmyndunarviðræðum sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur átt aðild að síöustu sex vikurnar. Þrátt fyrir tíða fundi, blaðamannafundi og öran fréttaflutning hefur ekkert bólað á tillögum Sjálfstæðisflokks. Skv. áreiðanlegum heimildum HP í röðum alþýðuflokks- og framsókn- armanna hefur það komið mjög á óvart hversu sparir fulltrúar Sjálf- stæðisflokksins í stjórnarmyndunar- viðræðunum hafa verið á tillögur. Fullyrt er að forysta flokksins „sé rjúkandi rúst“ eftir kosningaósigur- inn og dragi óðfluga til baka þær hugmyndir sem hún kastar fram í viðræðunum. í þessu sambandi er bent á þá staðreynd að flokkurinn hefur ekk- ert samþykkt og raunar ekkert lagt til málanna. Hann féll frá eigin hug- mynd um skatt á krítarkortavið- skipti og síðasta útspilið, „stjórnar- ráðsbyltingin", sem svo hefur verið nefnd, var illa undirbúið, enda hef- ur Þorsteinn Pálsson dregið hluta af hugmyndum sínum til baka, eða sagt að „stjórnarmyndun strandaði varla á ágreiningi um þau mál". BYLTING í STJÓRNARRÁÐI Á þjóðhátíðardaginn varpaði for- maður Sjálfstæðisflokks fram þeirri hugmynd í viðræðum við Steingrím Hermannsson og Jón Baldvin Hannibalsson, að stokkuð yrðu upp lög um stjórnarráð íslands. Mun hann hafa farið þess á leit við for- menn flokkanna, að þeir ræddu málið í viðkomandi þingflokkum. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur Þorsteinn Pálsson enn ekki sett hug- myndir sínar á blað — og það sem athyglisverðara er, tillögurnar hafa ekki fengist ræddar í þingflokki Sjálfstæðisflokksins né heldur hafa þær verið afgreiddar þar. Fulltrúar flokkanna þriggja, þau Helga Jónsdóttir, Birgir Isleifur Gunnarsson og Björn Friðfinnsson, fengu það verkefni að setja saman tillögur í máli þessu og luku því með samkomulagi á örstuttum tíma. Um stund mátti ætla að með því væri stjórnkerfismálið í höfn, en enn rann Þorsteinn Pálsson undan og gerði ómerkt það samkomulag, sem fulltrúi flokksins, Birgir ísleifur, hafði áður skrifað undir. Samkvæmt heimildum HP er ástæðan sú, að Þorsteinn Pálsson hefur ekki -tyrk til að takast á við þingflokkinn, sem er andsnúinn breytingum í augna- blikinu. Og ekki er vitað til þess að for- maður Sjálfstæðisflokksins hafi lagt fyrir eða fengið afgreiddar fyrstu aðgerðir í efnahagsmálum, sem flokksformenn gengu frá fyrir síð- ustu helgi. Hugmyndir hafa verið ræddar, en ekkert samþykkt. FORMAÐUR í MINNIHLUTA Áður er þess getið, að Þorsteinn Pálsson var felldur í kosningu um ráðherraembætti vorið 1983. Þá féllu þeir með honum í kosningum Friðrik Sophusson og Birgir ísleifur Gunnarsson. Ríkisafskiptamenn höfðu þá yfirhöndina í þingflokkn- um og það hafa þeir enn. Og það er ekkert sem bendir til annars en þingflokkurinn muni selja sig dýrt í stjórnarmyndunarviðræðum og gera tilkall til a.m.k. tveggja ráð- herraembætta til handa eldri kyn- slóöinni. Þorsteinn er því enn í minnihluta í sama þingflokki og felldi hann 1983. Það er e.t.v. þess vegna sem þingflokkurinn hefur í tvígang lýst fullu trausti við for- mann sinn. Samkvæmt heimildum HP eru margir í þingflokki sjálfstæðis- manna lítt hrifnir af þeirri leið, sem forysta flokksins hefur kosið að fara til að greina þær ógöngur sem flokkurinn rataði í fyrir kosningar. „Það er eins og maður sé kominn í Alþýðubandalagið sem ætlar að leysa sín mál með því að stinga hver annan á hol í fjölmiðlum," sagði einn þingmanna flokksins í samtali við HP, aðspurður um pappírsvinnu þá sem fer fram undir forystu „naflaskoðunarnefndar". Þetta viðhorf til forystu flokksins bætist við óánægju innan hans með það hvernig staðið var að málum þegar Albert Guðmundsson var neyddur til að segja af sér ráðherra- embætti. í Ijósi frammistöðu for- mannsins í stjórnarmyndunarvið- ræðunum virðist sem ákvarðanir hans gangi oftar en ekki í berhögg við viija þingflokksins, þ.e.a.s. þegar þingflokkur tekur ákvarðanir. Sagt með öðrum orðum: Þingflokkurinn tekur ekki mark á formanni flokks- ins. Framtíð Þorsteins Pálssonar á for- mannsstóli er í mikilli óvissu. Reyndar er Sjálfstæðisflokkurinn eitt stórt spurningamerki. Ástandið innan flokksins er augljóslega alvar- legra en kosningaósigurinn. Innan þingflokks slást tvær kynslóðir um völdin. Þar takast menn á á grund- velli hugmyndafræði og andstæður þessar virðast í fljótu bragði vera þannig vaxnar, að búast má við áframhaldandi stjórnleysi innan stærsta flokks landsins. Sú leið sem flokkurinn hefur kosið að fara til að komast að því „hvað er að í Sjálf- stæðisflokknum" bendir til þess að framundan séu átök, jafnvel upp- stokkun í forystuliði hans. Allt eru þetta ótvíræð merki þess að það eru nýir tímar í stjórnmálum. HELGARPÓSTURINN 7

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.