Helgarpósturinn - 24.06.1987, Blaðsíða 30

Helgarpósturinn - 24.06.1987, Blaðsíða 30
MÁL OG MENNING eftir Halldór Halldórsson Morgunstund gefur gull í mund Nokkuð langt er orðið síðan ég hefi minnzt á málshætti hér í þáttunum. Að þessu sinni datt mér því í hug að fjalla um allaigengan málshátt: morgunstund gefur gull í mund. Hann hefir að minnsta kosti þrjú gervi í ís- lenzku. Samkvæmt Orðabók Háskólans er elzta gervið í voru máli morgunstund hefur gull í mund og er kunnugt frá öndverðri 18. öld úr bókinni Dœgrastytting Edur Vmþeik- ingar Af Tiimanum og Hanns Haattaiage. Skrifad Af Steine Jónssyne |Hólum| 1719, E. I r. Næsta afbrigðið er morgunstund ber gull í mund og kemur fyrir í orðskviðasafni Guð- mundar Jónssonar á Staðarstað (útg. 1830). Það hefi ég einnig úr seðlasafni OH. OH hefir hins vegar ekkert dæmi um það afbrigði, sem mér er tamast: morgunstund gefur gull í mund. Um það þekki ég ekki bókfest dæmi fyrr en á 20. öld. Málsháttinn hefi ég ávallt heyrt um það, að morgunverkin séu drjúg, gæfusamlegt og gróðavænlegt sé aö hefja verk sín snemma á morgnana. Þessi hugsun var íslendingum raunar ekkert nýnæmi, t.d. segir í Hávamálum (58. vísu): Ár skal rísa, / sá er annars vili / fé eda fjör hafa, þ.e. sá verður að vera snemma á flakki, sem vill krækja sér í auðæfi annarra og svipta lífi. Þetta virðist vera eðlilegur hugsunarháttur víkinga. En einnig var talið, að hagkvæmt væri að fara snemma á stjá til friðsamlegra verka. T.d. er sagt í Eglu í vísu, sem eignuð er Skallagrími, að járnsmiðurinn verði að rísa snemma, ef hann ætli að auðgast á verki sínu (Mjok verör ár, sás aura / ísarnsmeiðr at rísa o.s.frv.). En víkjum nú aftur að málshættinum. Hann mun hafa komið upp á Þýzkalandi seinast á 16. öld. Morgunstunde hat Gold im Munde kemur fyrir í þýzku 1585. Þaðan barst málshátturinn til Norðurlanda á 17. öld. í dönsku og sænsku hefir hann verið þýddur orðrétt: morgenstund har guld i mund og sæ. morgonstund har guld í mun. Norðmönnum og íslendingum hefir hins vegar ekki þótt eðlilegt að hafa gull í munni. Norðmenn hafa því breytt málshættinunm í morgenstund er besle mund, þ.e. morgun- stund er bezti tíminn. Norska orðið mund er hér sama orðið og hvorugkynsorðið mund í íslenzkum samböndum eins og íþað mund. íslendingar gera hins vegar aðra breytingu á málshættinum. Þeir setja í stað d. mund — því að úr dönsku er málshátturinn sennilega kominn í íslenzku — íslenzka orðið mund, sem merkir ,,hönd“. Tvennt gerði þetta eðli- legt. í fyrsta lagi var meira við hæfi að hafa gull í hendi en munni, og í annan stað rím- uðu orðin stund og mund saman. Tvær skýringar hefi ég séð á uppruna þýzka málsháttarins. Ég rek fyrst skýringu, sem lengi hefir verið talin rétt og margir telja raunar enn rétta. Latneska orðið aurora merkir „dögun, morgunstund", en er jafn- HVAÐ ÆTLAR ÞÚ AÐ GERA UM HELGINA? FRÍÐA BJORNSDOTTIR FRAMKVÆMDASTJORI ,,Um helgar geri ég þaö sem ég kemst ekkiyfir að gera í vinnunni á virkum dögum. Ég þýði blómabœk- ur og við og við fer ég át í garð til að fá smáhvatningu við það að horfa á mín eigin blóm. Ég á það til að reyta eina og eina arfakló en ég gel nú ekki sagt að ég sé dugleg við það. Ég fer aldrei í ferðalög því ég fœ alveg nóg af því þegar ég er á þeytingi hérna um bœinn. Eg kýs frekar að vera heima og reyna að slappa af eftir föngum." framt nafn á morgungyðjunni (Aurora). Fyrr á öldum skýrðu menn þetta nafn svo fyrir sér: Aurora quia habet aurum in ore, þ.e. Aurora (morgungyðja), af því hún hefir gull í munni. Af þessari alþýðuskýringu á nafni morgungyðjunnar, telja margir, að málshátt- urinn sé runninn. Þessa skýringu er t.d. að finna í helztu orðsifjabókum yfir norræn mál, svo sem Norwegisch-dánisches etymo- logisches Wörterbuch von H.S. Falk und Alf Torp og einnig í Svensk etymologisk ordbok av Elof Hellquist. Víst er þessi skýring snjöll. En ég hefi rek- izt á aðra, sem mér virðist miklu trúlegri, enda styðst hún við betri söguleg rök. Til er bók, sem heitir The Proverb and an Index to The Proverb eftir Archer Taylor. Ég styðst við útgáfu frá 1962, en bókin kom fyrst á prent árið 1931. Taylor fjallar í þessari bók allræki- lega um málsháttinn og styðst við rannsókn- ir, sem R. Jente hafði birt 1927. Samkvæmt þessu varð málshátturinn til á Þýzkalandi. Á 16. öld reyndu margir að þýða úr latínu máls- hátt, sem var mjög í tízku á tímum húm- anismans. Málshátturinn hljóðaði svo: Aurora Musis amica, þ.e. Morgungyðjan er vinur menntagyðjanna. í þýðingu frá 1576 hljóðaði málshátturinn svo: Welcher begert zstudieren wol, an morgen er fru aufstehen soll, þ.e. sá, sem vill nema vel, á að fara snemma á fætur. Nokkrum árum síðar kem- ur fram þýðingin: Die Morgenstundt hat die Arbeyt im Mundt, þ.e. morgunstundin hefir vinnuna í munninum. Og eins og áður er sagt kemur nútímaafbrigðið die Morgen- stunde hat Gold im Munde fyrst fyrir 1585. En fleiri afbrigði skutu upp kollinum, t.d. þetta frá 1605: Die Morgunstund hat das Brot im Mund, þ.e. morgunstundin hefir brauð í munninum. Kunnugt er eitt danskt dæmi um þetta afbrigði: Morgenstund har Brod i Mund. Þetta sýnir, að fleirum en Norðmönn- um og íslendingum hefir ékki þótt við hæfi að hafa gull í munninum og breytt málshætt- inum í samræmi við það, þótt á ólíkan hátt sé. En á 17. öld hefir gullið í munninum sigr- að á Þýzkalandi og síðar í Danmörku og Sví- þjóð, þegar málshátturinn barst norður yfir til þessara landa. Taylor telur, að alþýðuskýringin á merk- ingu orðsins Aurora, sem fyrri skýringin er reist á, þ.e. að orðið merki ,,sem hefir gull í munni“, sé orðsifjafræðilegur leikur að merkingu (etymological pun). Á þeim tíma, sem hér um ræðir, voru raunar engar fræði- legar forsendur fyrir því, að menn gætu skýrt uppruna orða. Orðsifjafræði var, sem sé, ekki til. Veigamestu rök Taylors eru þau, að hin ýmsu afbrigði málsháttarins í þýzku verða ekki skýrð, ef fyrr greind alþýðuskýr- ing er lögð til grundvallar. Meðal annars af þeim sökum tel ég skýringu hans sennilegri en þá, sem talin hefir verið góð og gild á Norðurlöndum. STJORNUSPA HELGIN 26.-28. JÚNÍ HRÚTURINN (?i/3—20/4 Ef þú sýnir svolitla tillitssemi á föstudag munu aðrir fjölskyldumeðlimir reynast afar meðfærilegir. Það getur komið sér vel fyrir þig. Hlutirnir ganga hins vegar ekki jafn Ijúflega á laugardag. Þá gætir þú lent í þrætum og þurft á allri þinni þolinmæði að halda. Og ekki ana út í neitt án þess að ígrunda það vand- lega! Undir lok helgarinnar þarftu líka ef til vill að fresta áformum um skemmtun og afþreyingu. Þú virðist ekki hafa gert upp við þig, hvort þú átt að láta aðra halda að þeir hafi unnið eða leiða þá í all- an sannleikann. Mundu að enginn á rétt á því að koma í veg fyrir að þú njótir þín. Síðustu tveir mán- uðir hafa verið erfiðir, en nú er tími breytinga. Fram- tíðin ætti að líta betur út, þar sem þú lést ekki aðra þvinga þig. Þú hefur eftirsóknarverða hæfileika og hefur sjaldan verið í betri aðstöðu til að hagnast a þeim. TVÍBURARNIR (22/5-2) ie Lífið er svolítið flókið hjá þér þessa dagana og þú átt í erfiðleikum með að taka akvarðanir. Veldu þá leið, sem gefur þérmesta frelsið. Þegar yfirstandandi erfiðleikar eru liðnir hjá muntu lita til baka og sjá að þetta tímabil gerði þig raunsærri og öruggari með þig. Þetta verður hins vegar því aðeins að þú harð- neitir að láta heimsku og fælni annarra hafa áhrif á Þíg- Ef þú hefur ekki enn gengið frá sumarleyfinu þínu skaltu gera það á föstudag. Ekki seinna vænna. Það reynir síðan mikið á þolinmæðina á laugardag, sér- staklega ef þú framkvæmir eitthvað í samvinnu við annað fólk. Áf raksturin n verður hins vegar ágætur, ef viljinn er fyrir hendi og þú tekur tillit til annarra. Sunnudagurinn gæti farið svolítið úr skorðum, vegna ákveðins aðila sem vorkennir sér og finnst hann vanræktur. Hið fulla tungl gerir þig mjög viðkvæman fyrir gagnrýni og breytingum, bæði heima og í vinnunni. Reyndu að láta þetta ekki á þig fá. Þú ert fullur tor- tryggni og efasemda um allt og alla, en menn geta ekki flúið eigið líf. Þess vegna er tími til kominn að leita lausna. Eyddu síðan ekki tímanum í að fá aðra til að samþykkja áætlanir þínar. Það er tímaeyðsla. umnnmsrnmmm Atburðir síðustu vikna hafa að öllum likindum sett ýmislegt úr skorðum. Þér hlýtur hins vegar einnig að vera Ijóst, að nú er timi til kominn að hugsa til hreyf- ings og takast á við ný verkefni. Mikið virðist enn vera að gerast bakvið tjöldin, en brátt skilst mönnum að ekkert verður aðhafst án þíns samþykkis. Þeir sem þérfinnst óhæfirog litlum hæfileikum búnireru alls ekki um það bil að taka við stjórninni. Átökum um völd lýkur þér í hag og þér mun líka ganga vel að ná hvers kyns samningum á föstudag. Þér hættir hins vegar til að fara með of miklu offorsi á laugardag. Reyndu að hemja óþolinmæðina. Alvar- legur ágreiningur við maka gæti þar að auki spillt helginni, sem ekki verður ýkja auðveld. Það er hætt við því að hlutirnir verði sem sagt ekki í því Ijúfa jafn- vægi, sem þú kýst alltaf helst. SPORÐDREKINN (23/10—22/11 Þú verður í afar góðu formi á föstudag og því upp- lagt að gera langtímaáætlanir. Allar framkvæmdir verða auðveldar þann daginn, en á laugardag fer illa ef þú flýtir þér of mikiþ. Þú verður að koma fram við fólk af meiri skilningi. Á sunnudag verða síðan tilfinn- ingamálin i brennidepli, ef til vill í tengslum við fjar- staddan aðila. Þú gætir hugsanlega verið að leika á sjálfan þig og ættir að hugsa málið betur, áður en þú tekur mikilvægar ákvarðanir. BOGMAÐURINN (23/11-21/12 Ástandið, einkum í peningamálum, er mun betra en þú heldur. Dragðu því ekki að taka ákvarðanir. Það gengur svo mikið á í einkalifinu, að þú átt erfitt með að sjá skóginn fyrir trjánum. Að sumu leyti er þetta hins vegar þér að kenna, þar sem þú þarft nauðsyn- lega að taka af skarið núna. Þá minnkuðu sálarkval- irnar mjög fljótlega. Hvers vegna ekki að láta til skar- ar skríða? STEINGEITIN (22/12-21/1 Einkalífið blómstrar á föstudag og þú verður m.a. meðvitaðri um kosti maka þíns. Daginn eftir gæti hins vegar komið til ágreinings ykkar á milli, en reyndu að koma í veg fyrir rifrildi. Það mun ekki leysa neinn vanda. Reyndu síðan að komast ekki í erfiða aðstöðu á sunnudag, því þá gætirðu þurft að gefa of mikið eftir. Viðurkenndu mistök þín fremur en að neita að horfast i augu við þau. VATNSBERINN (22/1-19/2 Þetta er vafalítið erfiðasta tímabilið í lífi þínu á þessu ári. Ekkert virðist ganga samkvæmt áætlun. I vinnunni gengur mikið a, en nýjar aðstæður munu brátt koma í Ijós og þær verða þér i hag. Þú virðist mjög (vístígandi yfir einhverju, sem snertir atvinnu þína. A næstu vikum gerist hins vegar eitthvað sem breytir öllu, svo það er eins gott fyrir þig að sitja ekki lengur aðgerðalaus. FISKARNIR (20/2-20/3 Þú hefurfenaið þinn skerf af óhamingju að undan- förnu og nú er pér næstum sama hvað aðrir segja og gera. Það væri hins vegar synd að gefast upp núna, einmitt þegar sér fyrir e ndann á þessum erfiðleikum. Afstaða himintunglanna krefst þess þó að þú farir einungistroðnarslóðirumsinn. Þú hefura.m.k. kom- ist að því, að ákveðinn aðili færir þér ekki hamingju og að nauðsynlegt er að sinna fjár- og atvinnumálum betur. 30 HELGARPÖSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.