Helgarpósturinn - 24.06.1987, Blaðsíða 35

Helgarpósturinn - 24.06.1987, Blaðsíða 35
FRÉTTAPÓSTUR Góðir gestir sækja ísland heim Góðir gestir eru staddir hér á landi í opinberri heimsókn, þau Karl XVI Gústaf konungur Svíþjóðar og Silvía Sommer- lath drottning. Þau komu á þriðjudag og gista í glæsilegri svítu á Hótel Sögu og var um kvöldið haldin vegleg veisla í boði Vigdísar Finnbogadóttur forseta. Miðvikudag var hald- ið til Vestmannaeyja og um kvöldið kvöldverður á Kjarvals- stöðum. Dagskrá ninna eðalbornu hjóna er annars þétt og meðfram heimsókninni er haldin sérstök sýning á sænsk- um vörum. Tvísýnt í stjórnarmyndunarviðræðum A ýmsu hefur gengið í stjórnarmyndunarviðræðum Al- þýðuflokks, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks síð- ustu vikuna. Þykir vera komin nokkur þreyta i viðræðurn- ar og jafnvel að úrslitin ráðist endanlega fyrir helgi, ef þau eru þá ekki ráðin þegar þetta er birt. Þegar þreytan náði há- marki fór Jón Baldvin Hannibalsson á fund forseta, en fékk endurnýjað umboð. Ýmislegt hefur orðið til að tefja viðræð- urnar, nýjar skýrslur og tillögur, laxveiðiferð og Portúgals- ferð forsætisráðherra og svo heimsókn Sviakonungs og -drottningar. Fleiri eru þeir sem telja að stjórnarmyndun takist en þeir sem telja stöðuna vonlitla, en með öllu er óljóst hver yrði þá forsætisráðherra. Mest í brennidepli hafa verið efnahagsmálin og uppstokkun ráðuneyta. Uppstokkun ráðuneyta virðist viðkvæmt mál, sem upprunalega var lagt á borðið af Þorsteini Pálssyni en vefst nú fyrir þeim sjálf- stæðismönnum, en kratar og framsókn virðast sammála um að fara út í slíka uppstokkun með bráðabirgðalögum. Jón Baldvin hefur haft umboðið í 3 vikur og kemur sem fyrr segir von bráðar í ljós hvort dæmið gengur upp hjá honum, en hann þykir leggja mikið undir. Hasar í Bifreiðaeftirlitinu Bifreiðaeftirlitið var lokað nokkra daga í þessari og síð- ustu viku og gripu starfsmenn til þess í mótmælaskyni eftir að Haukur Ingibergsson framkvæmdastjóri við hlið for- stöðumannsins hafði lagt fram margháttaðar niðurskurð- ar- og sparnaðarhugmyndir. Einkum gengu þær út á að draga úr launakostnaði með róttækum niðurskurði á eftir- vinnu og talið að laun vegna þessa myndu skerðast um 60%. Starfsmenn eftirlitsins um land allt stóðu frammi fyrir því að sætta sig við þessa skerðingu, verða sérútium aukavinnu eða hætta. Bentu starfsmennirnir í Reykjavík meðal annars á að á 15 árum hefði yfirmönnum fjölgað út tveimur í ellefu en almennum starfsmönnum úr átta í tíu! Með þvi að eftir- litið var lokað í nokkra daga seinkaði afgreiðslum verulega, nýskráningar hrúguðust upp og menn gátu ekki látið skoða bíla sína, auk þess sem endanleg ökupróf töfðust hjá nokkr- um væntanlegum ökumönnum. En deilan leystist, í bili að minnsta kosti, á þriðjudagskveldinu á þann hátt að starfs- menn fengu fulltrúa í verkefnisstjórn sparnaðarátaksins og viðræður munu hefjast um framkvæmd vegaeftirlitsins. Starfsmenn fengu bókun á túlkun nokkurra greina sér í vil, en þó liggur ljóst fyrir eftir því sem á niðurskurðinn reynir, að lausn í deilunni er alls ekki borðliggjandi. Valur leiðir í knattspyrnunni Eftir 6 umferðir af 18 í íslandsmeistaramóti karla í knatt- spyrnu leiðir Valur önnur lið með 16 stig, en í öðru sæti er KR með 14 stig. í neðsta sæti er FH með 1 stig og i annarri deild er Víkingur langefsta liðið með 15 stig, en þar reka ís- firðingar lestina. Valur og KR hafa verið mjög sannfærandi í leikjum sínum, síðast unnu KR-ingar Þór 5—0 en Valur vann Skagann 2—1 heima. Fréttapunktar • Þjóðhátíðin 17. júní tókst að þ essu sinni einstaklega vel og var víðast hvar f jölmenni á hátíöahöldunum og yfirleitt veð- ur hið besta, sól og blíða meðal þúsundanna í miðbæ Reykja- víkur. • Nú hafa tveir fiskmarkaðir hafið starfsemi sína, hinn fyrri fyrir nokkru í Hafnarfirði og nú hefur Faxamarkaður hafið uppboð í Reykjavík. Árangurinn virðist ætla að verða mjög góður af fyrstu reynslunni að dæma. • Nýja útvarpshúsið í Miðleiti hefur formlega verið vígt og starfsemin í Skúlagötuhúsinu á enda. Við vígsluna veittist Sverrir Hermannsson menntamálaráðherra að sjónvarps- stöðvunum báðum og sakaði þær um að sýna of mikið af efni úr erlendum „lágmenningarruslatunnum". • Verðlagsstofnun hefur kannað verðlag á veitingastöðum og kom meðal annars fram óhemju há álagning á gosdrykkj- um, þar sem lítrinn var dýrastur í Broadway, Hollywood og Hótel Borg eða 667 krónur. Þessa staði alla rekur Ólafur Laufdal Jónsson. • í könnun á Akureyri meðal iðnverkakvenna kom i ljós að fjóröa hver í úrtakinu hafði orðið fyrir munnlegri eða líkam- legri kynferðislegri áreitni, en fimmta hver ,,aðeins“ fyrir likamlegri áreitni. Tvær af 37 höfðu orðið að flýja vinnustað vegna þessa. • Fyrir borgarstjórn liggur fyrir tillaga frá Árna Sigfússyni og fleirum um að gefa opnunartima verslana í borginni frjálsan og er meirihluti fyrir því að af þessu verði í haust. • Að undanförnu hafa birst skýrslur eftir naflaskoðun inn- an þeirra tveggja flokka sem verst fóru út úr siðustu alþing- iskosningum, Sjálfstæðisflokks og Alþýðubandalags. Marg- háttuð gagnrýni hefur komið fram í báðum tilfellum út í for- ystusveit og starfshætti, stefnumörkun og framkvæmd. • Vísitala byggingakostnaðar hækkaði við skráningu í júní um 2% frá mánuðinum áður. Hækkanir síðustu 3 mánuði samsvara ársverðbólgu upp á 21%. • Hvalveiðiráðstefna stendur yfir í Bournemoth á Englandi og hafa Bandaríkjamenn lagt fyrir hvalveiðiráðið tillögu um þrengingu á heimild til veiða í vísindaskyni. Halldór Ás- grímsson hótar stofnun nýrra hvalveiðisamtaka og Norð- menn hafa lagt fram málamyndunartillögu. • Sól hf, fyrirtæki Davíðs Seheving Thorsteinssonar, hyggst hefja útflutning á milljónum litra af vatni á dósum og flösk- um til viðbótar áður seldu vatni á fernum til Englands. Andlát Alfreð Flóki, einn sérstæðasti myndlistarmaður landsins, lést í Landspítalanum 18. júní, 48 ára að aldri. INYJU FLUGSTÖÐINNI ER BANKI ALLRA LANDSMANNA Landsbanki íslands býöur alla bankaþjónustu í nýju flugstöðinni á Keflavíkurflugvelli. I brottfararsal er opin afgreiðsla alla daga frá kl. 6.30-18.30. Áhersla er lögð á gjaldeyrisviðskipti, ferðatryggingar og aðra þjónustu við ferðamenn. Á næstunni opnar svo fullkomið útibú á neðri hæð byggingarinnar. Afgreiðslan í gömlu flugstöðinni verður starfrækt með hefðbundum hætti. Við minnum einnig á nýja afgreiðslu á Hótel Loftleiðum, þar sem m.a. er opin gjaldeyrisafgreiðsla alla daga frá kl. 8.15-19.15. Lapdsbanki íslands Banki allra landsmanna HELGARPÓSTURINN 35

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.