Helgarpósturinn - 24.06.1987, Blaðsíða 18

Helgarpósturinn - 24.06.1987, Blaðsíða 18
Kyrkislanga á íslandi Islendingar eru upp til hópa dauö- hrœddir viö slöngur, kvikindi sem eru harla fágœt hér á nordurhveli. Vid setjum allar þessar skepnur undir sama hatt og álítum þœr eitr- adar, slímugar og stórhœttulegar mönnum. Petta er nú ekki alls kost- ar rétt því til eru slöngutegundir, sem eru med öllu hœttulausar mönnum þó svo að önnur og iðu- lega minni dýr eigi oft fótum sínum fjör að launa þegar hungrið sverfur að. Um daginn fréttum við af íslend- ingi sem á tvær slöngur að gæludýr- um, lítinn snák og stærri kyrki- slöngu. Litli snákurinn er rétt um 35 sentimetrar að lengd og heitir Gart- er Snake, sem þýðir sokkabands- ormur á íslensku. Hann lifir á orm- um og þess háttar smákvikindum og er hið meinlausasta grey. Sokka- bandsormurinn er dökkbrúnn að lit með gulum röndum eftir sér endi- löngum. Kyrkislangan er aftur á móti mun stærri eða um einn og hálfur metri að lengd. Hún heitir King Snake á ensku og útleggst það sem kónga- slanga á íslensku. Þetta nafn er þannig til komið að villt lifir þessi slöngutegund á öðrum slöngum og heldur þeim þar með í skefjum. A heimaslóðum sínum í Norður- Ameríku er slangan því álitin vera hið mesta nytjadýr og er hún víða friðuð. „Slöngurnar mega ekki hitt- ast því sú stóra myndi ekki hika við að éta þá minni og sem dæmi má taka að þegar slangan lifir villt étur hún stundum slöngur sem eru tals- vert stærri en hún sjálf og eru jafn- vel eitraðar," sagði eigandinn. „Þessi kyrkislanga er aftur á móti ekki eitruð og stafar því ekki mikil hætta af henni. Villt á hún það til að bíta og jagast á bitinu en þegar slangan er búin að vera í búri um tíma róast hún og er hættulaus. Það er einna helst eftir máltíðir sem hún getur orðið'æst og höggvið en það líður fljótt frá og þegar hún er i þessu skapi tek ég á henni með hönskum." En hvað skyldu svona dýr éta, því ekki eru snákar og slöngur á hverju strái hér á Islandi. „Eg gef henni mýs. Þær verða að vera lifandi því slöngur eru ekki hræætur og sér hún um að drepa bráðina. Hún fær að borða svona á tveggja til fjögurra vikna fresti og þá sporðrennir hún þremur eða fjórum músum i einu. Slangan skilar síðan frá sér úrgangi einu sinni í mánuði þannig að ekki fylgja þessu dýri mikil óþrif. Eigandinn keypti slönguna er- lendis og umreiknað í íslenskan gjaldmiðil kostar sú minni núna um 850 krónur en kyrkislangan er mun dýrari og kostar um 5.100 krónur. Kyrkislangan er núna um tveggja ára gömul og getur hún náð 30 ára aldri. Hún er svört að lit og með gul- um þverröndum. „Þegar hún hefur hamskipti dofna litirnir og slangan verður blind um tíma. Augun verða hvít og þessi hvíti vökvi rennur und- ir húðina. Þegar hún fær sjónina aft- ur glennir hún upp kjaftinn og losar þannig haminn við höfuðið. Síðan nuddar hún sér upp við steina og þess háttar til þess að rúlla hamnum niður. Þetta tekur aðeins um 15 til 20 mínútur." Þegar við heimsóttum slönguna var hún nýbúin að skipta 3. ...og vefur sig utan um hana. 6. ...og höfuð slöngunnar tútnaði út. 1. Slangon og fórnarlambið virða hvort annað fyrir sér. um ham og voru litirnir mjög skýrir. Sú litla var hins vegar farin að dofna og var í það mund að fara að skipta um ham. „Það er hægt að sjá hvern- ig slöngímum líður á hamnum. Ef hamurinn er í einu lagi er allt í lagi með þær en ef hann fer af í bútum er eitthvað að,“ sagði eigandinn ennfremur. „Hamur kyrkislöngunn- ar var í heilu lagi þegar hún skipti um daginn þannig að það virðist vera allt i lagi með hana. Það fer lítið fyrir þessum dýrum og það er lítil fyrirhöfn að hafa þau. Ég geymi þær í glerbúrum, svona nokkurs konar fiskabúrum, sem ég smíðaði sjálfur og í þeim eru sandur, steinar, trjábútar og vatn. Þar er einnig pera sem heldur hitastiginu í um það bil 28 gráðum. A veturna er hægt að láta slöngurnar leggjast í dvala með því að koma þeim fyrir á dimmum og svölum stað og geta þær þá sofið í þrjá eða fjóra mán- uði.“ Myndirnar hér á síðunni sýna máltíð hjá slöngunni. Músin átti sér engrar undankomu auðið og virtist vera auðveld bráð fyrir slönguna. Það tók hana ekki nema um þrjár til fjórar mínútur að deyða músina og gera hana tilbúna til átu. „Slangan reynir alltaf að grípa um höfuð fórn- arlambsins og halda því. Ef hún nær því ekki bíður hún þess að dýrið deyi og finnur það þá og byrjar að borða. Þetta verður slangan að gera því hárin á músinni verða að snúa rétt þegar henni er kyngt. Kjálkar slöngunnar eru ekki fastir saman að aftan sem gerir slöngunni kleift að opna kjaftinn 180 gráður og gleypa talsvert stærri bráð en maður telur mögulegt. Til þess að mjaka bráð- inni niður í maga nuddar slangan saman kjálkunum. Síðan setur slangan á sig hlykki til þess að ýta henni alla leið og getur maður greint hvernig bráðin færist niður eftir dýrinu. Síðan þarf slangan ekki að borða fyrr en að tveimur til fjór- um vikum liðnum. Þess á milli drekkur hún vatn eða liggur í því, sérstaklega meðan á hamskiptun- um stendur." Að lokum spurði ég eigandann að því hvort hann væri ekkert hræddur við þessi dýr. „Nei, alls ekki,“ svar- aði hann strax. 2. Stekkur á bróðina... 5. Slangan byrjuð að gæða sér á bráðinni... 8. Að éta eða vera étinn... Slöngvað inn í eilífðina 18 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.