Helgarpósturinn - 24.06.1987, Blaðsíða 21

Helgarpósturinn - 24.06.1987, Blaðsíða 21
LISTAPOSTURINN Veisla í Skálholti Skálholtshátíd og Sumartónleikar íSkálholtskirkju eru ekki eitt og hið sama eins og fólk gæti haldið. Sum- artónleikarnir eru um hverja helgi í u.þ.b. mánaðartíma á sumrin en Skálholtshátíð er bundin við einn sérstakan dag, 20. júlí, réttar sagt þann sunnudag sem honum er næstur. Hátíðin er tileinkuð Þorláki biskupi Þórhallssyni hinum helga, en einmitt 20. júlí árið 1198 voru bein hans tekin úr jörðu og skrín- lögð. Síðan kallast þessi dagur Þor- láksmessa á sumri. Á Skálholtshátíðinni eru alltaf flutt stef úr Þorlákstídum, messutíð- um Þorláks biskups. Þennan dag er messad í Skálholtskirkju kl. tvö og kl. hálffimm ersvo samkoma í kirkj- unni þar sem er flutt minni Þorláks biskups. Ekki er afráðid hverjir taka þátt í hátídinni að þessu sinni. Það var Róbert heitinn Ottósson sem kom þessum sið á við vígslu Skál- holtskirkju árið 1963. Sumartónleikar í Skálholti eru eins og fyrr segir hátíð sem stendur í um mánaðartíma og haldnir tón- leikar um hverja helgi; tvennir á laugardögum og einir á sunnudög- um, og er þá önnur efnisskráin frá deginum áður endurflutt. Það er Helga Ingólfsdóttir sem stendur fyr- ir tónleikunum. „Þetta er tólfta árið sem Sumar- tónleikarnir eru. Ég hef mest staðið í þessu, rætt við fólk um að fá það hingað og svo alltaf spilað tölu- vert sjálf. Þetta er tónlistarhátíð með dálítið sérstöku yfirbragði því listamennirnir koma alltaf og dvelja hérna í Skálholti í viku áður en þeir spila, — sérstök að því leyti að það er næði. Það eru alltaf svo mikil Íæti í borginni en hérna færist ró yfir alla. Við erum saman í viku og það er æft dag eftir dag. Það er maka- laust. Það eru aðallega flutt verk frá 17. og 18. öld og svo alltaf ný verk, t.d. höfum við tónskáld hátíðarinnar á hverju sumri. í þetta skipti Hjálm- ar H. Ragnarsson. Það er ómetan- legt að tónskáldið hverju sinni dvel- ur með okkur þessa viku og fylgist með hvernig verk hans þróast, bæði fyrir hann og tónlistarfólkið." — Hver er dagskráin í stórum dráttum? „Við byrjum 4. júlí með orgeltón- leikum. Það er HedwigBilgram sem spilar verk eftir þýsk barokktón- skáld á fyrri tónleikunum, kl. þrjú. Á þeim seinni, kl. fimm, spilum við saman verk fyrir tvo sembala eftir 17. og 18. aldar tónskáld. Þann 11. og 12. júlí heldur sönghópurinn Hljómeyki tónleika. Á þeim fyrri eru kór- og orgelverk eftir Bach. Björn Steinar Sólbergsson flytur ásamt kórnum. Seinni tónleikarnir eru svo tileinkaðir Hjálmari H. Ragnarssyni og eingöngu flutt verk eftir hann, þar á meðal frumflutningur — 18. og 19. júlí verða flutt verk fyrir flautu og fiðlu. Það eru hjónin Manuela Wiesler og Einar Svein- björnsson sem flytja. Á þrjú-tónleik- unum verða eingöngu spiluð verk eftir Telemann en kl. fimm er blönd- uð dagskrá, gömul verk og ný, þár á meðal Kransakökubitar eftir Þorkel Sigurbjörnsson sem hann samdi í fyrra handa Manuelu og Einari. — 20.-25. júlí verður haldið námskeið í fiðluleik og kennari Ann Wall- ström. — Síðasta helgin okkar er svo verslunarmannahelgin. Þá leikur Barokksveit Sumartónleikanna undir minni stjórn og konsertmeist- ari er fyrrnefnd Ann Wallström. Um fimmtan manns verða í hljómsveit- inni og einsönvarar Margrét Bóas- dóttir og Michael Clarke. Það verða fluttar kantötur eftir Bach á fyrri tónleikunum og hljómsveitarverk eftir Hándel á hinum seinni. Og þarna er nú dagskráin komin." — Hvaða fólk scekir tónleikana. Eru það þeir sömu og koma á tón- leika í Reykjavík? „Það er alltaf dálítið af sama fólk- inu, en ekki mikið, við reynum að fá nýja gesti. Við sjáum alltaf ný og ný andlit og mikið af ferðafólki. Annars held ég það sé tvennt sem vegur þyngst i þessu sambandi; bæði það að þessi staður, Skálholt, og svo kirkjan sjálf hafa mikið aðdráttarafl og svo er ókeypis inn á tónleikana. Það er kannski líka vegna þess að dvalið er heilan dag, rútan fer hing- að kl. eitt og til baka kl. 18.15. Svo eru kaffiveitingar í mötuneytinu í hléinu á milli tónleika. Þá geta gest- ir spjallað við listamennina og það myndast miklu meiri nálægð milli þeirra en ella.“ Á hátíðinni eru flutt bæði gömul verk og ný. — „Kirkjan hæfir gömlu tónlistinni svo vel; hún lifnar og verður ný, — tíminn gleymist. Mér finnst þessi kirkja hafa fegurstan hljómburð á íslandi." -shg MYNDLIST Riss og fliss Steingrímur E. Kristmundsson vinnur ekki að teiknimyndum, hann er ekki að skreyta bækur, þótt hann vinni myndir sínar að vissu leyti upp úr bókum. Eða öllu heldur flöktir efni til að mynda Völsungasögu um hugann, andar- tak, áður en það verður að mynd- verki. Frá þessu segir á sýningu hans í Gallerí Svörtu á hvítu við Óðinstorg. Myndirnar eru ekki samfelldar, og þá í ætt við sögu þar sem hvað leiðir af öðru uns kemur að ein- hverjum sögulokum. Nei, mynd- irnar eru fremur riss en fullgerðar myndir, séð frá sjónarhóli hinnar hefðbundnu dráttlistar. Og þó voru þeir listamenn tii innan hennar sem voru ansi sundurlaus- ir eða luku aldrei almennilega við neina mynd. Þetta gerði dráttlistina ljóð- ræna. Hún fékk flughraða. Það var ekki auðvelt að henda reiður á henni. Og eins eru myndir Stein- gríms, þótt nöfnin á þeim bendi til þess að gengið sé út frá ákveðnum viðfangsefnum, og þá viðfangs- efnum sem tengjast og eru forn- sögur eða goðsögur. Goðsagan er ekki aðeins í því sem línurnar segja frá, heldur er hún líka í línunum. I línunum er loft allt lævi blandið. Þær leyna sér, snúast gegn sjálfum sér, eru opnar og ófrágengnar. Slík vinnuaðferð gerir skoðand- anum erfitt um vik. I fyrsta lagi veit hann ekki hvar hann á að byrja. Hinum flöktandi myndum er dreift um allt sviðið. Og línurnar fara að djöflast þegar minnst varir. Þótt línurnar kunni að segja frá Loka bundnum, þá eru þær sjálfar lausar, óbundnar og ólmar. Með þessu móti kemur fram andstæða „frásagnarinnar" og efnisviðarins, líkt og í goðsögunni. Frásagan getur verið hröð þótt lýst sé einhverju hægu, lygnu eða jafn- vel einhverju óhlutbundnu, eins og ást eða hatri. Hlátur Brynhildar er til að mynda búinn til úr krossviði. Eða hláturinn er úr viði eða í viðinum. Og það eru að minnsta kosti þrjú lög í krossviðnum. Þar af leiðandi eru að minnsta kosti þrjú lög í hlátri Brynhildar. Svo margræður er hann. Listamaðurinn ætlar sér ekki beinlínis að gera myndirnar svona margbrotnar. En hið ósjálfráða lætur hann grípa til hins rétta efn- is. Efnið sem myndin er gerð á kann að vera annað en krossviður, en hin ósjálfráða „táknmerking" myndarinnar yrði þá bara túlkuð með öðrum hætti, ef listamaður- inn er verulega flæktur í verk sitt og vinnur ekki eftir fyrir fram ákveðnum formúlum. Steingrímur lætur ekki hlátur Brynhildar vera á dökku blaði. Það lægi kannski beinast fyrir. En hann vill ekki hið beina. Eflaust er hægt að ráða í verkin með ýmsu móti. Það er, held ég, engin leið að ráða í þau með einhverri ákveð- inni leiðsögn. Goðaheimurinn og línur Stein- gríms eru skógar með fáum rjóðr- um. Að vera í skóginum er bara það að vera í skóginum og sjá stöku sinnum upp í heiðan himin- inn milli trjánna. Af þessum sök- um er það mikið verk að skoða þessa sýningu. Hún verður manni fljótlega „ofviðá'. Um leið sækir eftir Guðberg Bergsson hún á hugann og veldur þungri innilokunarkennd. Ég veit ekki hvort það er beinlínis ætlun listamannsins að láta augun lenda í ormagarði. Línurnar eru samt til þess fallnar. Allar nema ein. Sú sem leiðir mann út, án þess að hún sé nein ákveðin lausn frá sýningunni. Yfir sýningunni hvílir andblær skopsins. Það er kímt í kampinn yfir því sem maðurinn gerir og honum er heilagt og kært. Þannig er það líka gjarna í goðsögunni. Maður áttar sig ekki almennilega á manninum og hegðun hans, og eina „alvarlega" viðbragðið er bara það að kíma og líta á líf hans sem létt skop hér á jörðu, þar sem hann skrifar og skilur eftir sig eins- lags teiknimynd, sem er ekki heil- leg í frásögunni, heldur brota- kennd. Vegna þess að það hefur týnst svo margt niður úr henni. Og það er eins og rauði þráðurinn sem gengur í gegnum alla sögu mannsins sé gley mskan. Hún öðru fremur en hið heillega minni. Hvar er það? Er nokkuð heillegt til nema listsköpunin? ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ er með margt í smíðum núna. Við höfum áður greint frá tveimur verkanna sem sýnd verða næsta vetur, fírúð- armyndinni eftir Guðmund Steins- son í leikstjórn Stefáns Benedikts- sonar og stórsöngleiknum Vesaling- unum eftir Hugo sem Benedikt Árnason stýrir. En fyrsta verkið sem tekið verður til sýningar á leikárinu er Rómúlus mikli eftir Friedrich Diirrenmatt í leikstjórn Gísla Hall- dórssonar. Það átti að sýna Rómúlus á síðasta leikári en vegna mikillar velgengni hinna verkanna sem þá voru sýnd var ákveðið að geyma hann fram á það næsta. Rúrik Har- aldsson fer með stærsta hlutverkið, Rómúlus sjálfan, og með önnur stór hlutverk fara Jóhann Sigurðarson, Arnar Jónsson, Gunnar Eyjólfsson o.fl. Leikritið, sem er skilgreint sem tragíkómedía, er eitt af þekktustu verkum Dúrrenmatts. Þar segir frá því þegar Rómaveldi líður undir lok og hvernig Germanir hertaka það. Leikarar eru 15, auk aukaleikara. Á LITLA SVIÐINU er svo verið að æfa glænýtt íslenskt verk, Bílaverkstœði Badda eftir Ólaf Hauk Símonarson. Það er Þórhallur Sigurðsson sem hefur leikstjórnina með höndum. í hlutverkum eru Bessi Bjarnason, Arnar Jónsson, Jóhann Sigurðarson, Sigurður Sig- urjónsson og Guölaug María Bjarna- dóttir. Verkið sýnir hvernig lífsvand- inn er leystur á bílaverkstæðum. UNNUR Svavarsdóttir sýnir myndir sínar í veitingahúsinu Krák- unni á Laugavegi. Þetta er tólfta einkasýning Unnar. Að hennar sögn eru þetta akrýl- og pastelmyndir, dökkar og ljósar, gerðar bæði hér á landi og á Spáni. Þetta er sölusýning og rennur allur ágóði af henni eins og fyrri sýningum Unnar til að leita heyrnarlausri dóttur hennar lækn- inga. Meðal myndanna eru blóma- myndir sem Unnur kallar „Lífs- blóm“, og fylgir Unnur þeim úr hlaði með því að lesa í þau fyrir kaupend- ur, segja þeim hvað blómin segja. Sýningin hefur hlotið heitið Af fingrum fram og hefur þaö tvenna merkingu; bæði almenna og svo þá að hún gerir sumar myndanna, t.d. Lífsblómin, með fingrunum. „Þetta er ekki það sem allir geta, mér er gefið þetta í fingurna til að geta hjálpað dótturinni." Þetta er eins og fyrr segir sölusýning og var Unni boðið að sýna endurgjaldslaust í Krákunni. GALLERÍ BORG fer út fyrir landsteinana með sýningahald nú á næstunni. Sýnt verður í Bremer- haven í Þýskalandi, í Stadtstudio, sal í miðpunkti borgarinnar. Sýningin er haldin að tilstuðlan þýsk-íslenska félagsins með stuðningi borgaryfir- valda. Á sýningunni verða verk 11 íslenskra grafíklistamanna, 3-5 verk eftir hvern eða samtals 44 verk. Val- gerdur Hauksdóttir grafíklistamað- ur fer utan með verkin og setur þau upp og verður fulltrúi Gallerís Borg- ar og listamannanna meðan á sýn- ingu stendur. íslandsáhugi er sagður mikill á þessum slóðum og vonandi að þýskir verði jafnhrifnir af ís- lenskri grafík og þeir eru af íslenska hestinum. HELGARPÓSTURINN 21

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.